Leita í fréttum mbl.is

B-52 flotinn undirbúinn fyrir sólarhringsvaktir. Kína herðir tökin. Brynjar fordæmdur

Um borð í USS Carl Vinson CVN 70

Mynd: Bandarískt flugmóðurskip siglir um ófriðarsvæði. Flugmenn í viðbragðstöðu hafast allan sólarhringinn við í flugvélum sínum á dekki, engan tíma má missa, hver sekúnda telur. Megi Krafturinn vera með ykkur

****

Yfirmaður bandaríska flughersins, hershöfðinginn David Goldfein, sagði í fyrradag að unnið væri að því að undirbúa B-52 langdrægan kjarnorkusprengju-flugvélaflota Bandaríkjanna fyrir að geta snúið aftur til 24-tíma viðstöðulausrar varðstöðu ef þess verður skyndilega krafist, en henni lauk árið 1991 þegar Sovétríkin hengdu sig í kommúnisma. Ástæðan er sögð Norður-Kórea og vaxandi hernaðarlegur styrkur Rússlands. En Rússland reynir nú flest sem það getur til að spilla fyrir Bandaríkjunum í glímu þeirra við síðasta heilsuhæli evrópskra sósíaldemókrata; Norður-Kóreu. Þangað fóru þeir sér til hvíldar er plágur kommúnismans réðu síðast ríkjum á vinstri væng stjórnmála í Vestur-Evrópu og á Íslandi. Rússland opnaði um daginn nýja Internet-tenginu fyrir Norður-Kóreu út til umheimsins, en það á 30 kílómetra landamæri upp að Norður-Kóreu. Talið er að tölvuárásarher ríkisstjórnar Norður-Kóreu telji sjö til tíu þúsund manns og er hann kallaður Unit-180

Vinstri-grænir hafa tilkynnt að úrsögn Íslands úr NATO sé á ný komin á dagskrá flokksins í þessum kosningum og hyggst flokkurinn kollvarpa þjóðaröryggisstefnu Íslendinga með því að núlla hana út. Flestar skoðanakannanir benda til að Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna verði næsti forsætisráðherra Íslands í nýrri ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingu. Píratar fordæmdu biskupinn yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, í gær

****

Yfirmenn Bandaríkjahers á Kyrrahafi tilkynntu í gær að 12 nýjar og torsýnilegar (e. stealth) F-35A Elding sprengju- og orrustuþotur með 300 manna liði hafi verið sendar sem viðbót við þann flota sem staðsettur er í Okinawa í Japan. Engar ástæður voru gefnar upp

****

Í þar síðustu viku ræddi varnarmálanefnd rússneska þingsins, Duma, uppsetningu Iskander eldflaugakerfis vegna vaxandi verndar-handar Bandaríkjanna yfir Póllandi. Þingið ræðir að þannig ætti Rússland að bregðast við bandarískum hermönnum og skriðdrekadeildum þeirra í Póllandi. Rússland segir þetta ólöglega hernaðaruppbygginu sem brjóti samkomulag Rússlands við Bandaríkin (og NATO). Bandaríkin hafa vísað því á bug. Þingið vill að eldflaugakerfinu verði komið fyrir við landamæri Póllands, þ.e. í Kalíngrad-útlendu Rússlands sem á 206 kílómetra bein landamæri að Póllandi, 260 kílómetrum frá Varsjá og 350 kílómetrum frá Stettin (Km.tölur leiðréttar skv. ábendingu frá S.Ó. sem ég þakka.)

****

Dagblaðið Morgunpóstur Suður-Kína segir að þrettán prósent þeirra hlutafélaga sem skráð eru á hlutabréfamarkað Shanghai og Shenzhen hafi nú fært inn í lög félaganna klásúlu um að kínverska kommúnistaflokknum sé heimlit að grípa inn í starfsemi þeirra. Frá 1. ágúst síðastliðnum hafa 148 félög bæst á þennan lista yfir hlutafélög sem kommúnistaflokkurinn hefur beinan aðgang að. Þetta þykir fara saman við að Xi Jinping forseti Kína var skrifaður inn í stjórnarskrá kommúnistaflokksins á allsherjarrástefnu flokksins sem lauk í gær. Forsetinn er þar með kominn með völd sem aðeins eru sambærileg við þau völd sem einræðisherrann Mao hafði

****

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins komst í fréttir íslenskra fjölmiðla í gær vegna þess að hann hafði spurt vinstri-kvenkyns þingmann hvort hann mætti kyssa hana. Hneykslisalda fór um ríkið. Þar áður hafði Sjálfstæðismaðurinn púað gufuhringjum úr rafrettu og þar með ógnað heilbrigðisyfirvaldi ríkisins

Fyrri færsla

Söfnuður afmáður á súpermarkaði samrunans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Takk fyrir upplýsingarnir Gunnar.

Merry, 25.10.2017 kl. 18:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Merry

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2017 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband