Mánudagur, 23. október 2017
Spurningu um Kína-Asíu og kína-Evrópusambandsins svarað
Borgþór spurði þessarar spurningar í síðustu færslu minni "Bensínið búið á biðstofum Kína - eins og í ESB". Þetta er góð spurning hjá Borgþóri:
Það er oft svolítið erfitt að lesa bloggin þín af því málfarið er svo skrautlegt. En það væri fróðlegt fyrir lesendur að vita hvaða skuldir í Kína þú ert að tala um nákvæmlega. Það eru svo margar skilgreiningar á þessu.
Svar mitt er þetta
Ráðstöfun landsframleiðslu Kína er svona. Athugaðu að þeir sem framleiða landsframleiðsluna eru fyrirtæki landsins og þau eru flest í ríkiseigu. Þeir sem síðan neyta landframleiðslunnar eru þessir:
1. Heimili neyta aðeins 39 prósent hennar (Bandaríkin: 70 prósent)
2. Ríkisstjórnin neytir 15 prósent hennar (engin velferð)
3. Ríkisstjórnin tekur 45 prósent hennar (kommúnismi) til að nota í 5-ára fjárfestingaáætlanir og hefur gert svo áratugum saman. Þær fjárfestingar eru að miklum hluta til ónýtar, því eðli málsins samkvæmt geta ríkisstjórnir ekki vitað hverju á að fjárfesta í og hverju ekki. Dæmi: ríkisstjórnin ákveður að byggja 100-flugvelli sem enginn mun nota. Þetta gerir hún til að skapa atvinnu því hún er hrædd við and-byltingu verkalýðsins ef atvinnuleysi verður til
Fjármálakerfið sem sér um þessa fjármögnun kommúnismans er í ríkiseigu. Og með því að gera hlut heimilanna og ríkisins (fjárlög) í landframleiðslunni svona afbakaðan og lítinn, þá hefur ríkisstjórnin þvingað sparnaðarhlutfall heimilanna svo hátt upp að það er hið hæsta í heiminum. Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur tekið sparnað heimilanna og flutt hann yfir til ríkisfyrirtækja landsins í formi innlána og vanneyslu --þar með talin eru bankar og fjármálastofnanir sem flestar eru ríkisrekin fyrirtæki líka-- og sem þar með hefur lagt hald á sparnað heimilanna til að fjármagna fjárfestingaráætlanir ríkisstjórnarinnar
Þessar ríkisfjármálastofnanir og ríkisfyrirtæki skulda nú heimilunum þre- til fjórfalda landsframleiðslu Kína og ríkið og fyrirtæki þess munu aldrei geta borgað þetta til baka. Heimilin eru stærsti nettó-lánveitandinn í hagkerfinu, í formi innlána. Sparnaður þeirra mun því í besta falli verða gerður upptækur og sennilega verða heimlin einnig látin gangast í ábyrgð fyrir erlendum lánum alls fjármálakerfisins líka
Flest það sem ríkisstjórnin fjárfesti í með þessum áætlunarbúskap, skilar ekki hagnaði né arði og skapar þar með ekki auð, heldur brennir sú áætlun ríkisins því litla sem heimilin gátu nurlað saman og voru þvinguð til að nurla saman með því að gera hlut heimilanna í landsframleiðslunni svona lítinn og henda fólki af landi sínu og eitra vatnsból þjóðarinnar => auður fluttur til ríkisfyrirtækja kommúnista
Xi ætlar að brenna þessar eignir heimilanna til grunna og taka þetta fé af heimilunum. Til að geta gert það þarf hann að hafa alræðisvald til að berja niður allar and-byltingartilraunir sem gerðar verða vegna þeirrar eignaupptöku sem fyrir dyrum stendur. Þess vegna er ólöglegur fjármagnsflóttinn frá Kína svona ofboðslegur. Þeir sem vita eitthvað, vita hvað er í vændum. Svo verður skellt á massífu atvinnuleysi og reynt verður að stinga upp í almenning með ónýtum hlutabréfum í ónýtum ríkisfyrirtækjum landsins. Það er það sem verður reynt
Forsetinn Xi ætlar líka að taka alla sjálfsstjórn frá héruðum landsins, því hann verður að koma í veg fyrir fleiri fjárfestingar þeirra úr ríksbankakerfinu og svo þarf hann að loka öllum ríkisreknum bönkum heima í héruðum og opna í staðinn einn ríkisbanka í Peking sem brenna mun eignir allra heimilanna í einu (útlán heimilanna til hagkerfisins í formi innlána). Eina örvunin sem hann ætlar að nota er að dæla fé inn í herinn, því hann þarf á honum að halda til að verjast þjóðinni þegar hann brennir sparnað hennar
Þetta er sennilega allt dauðadæmt og mun mistakast því hvergi í heiminum hefur þetta tekist í allri hagsögu mannkyns: þ.e. að jafna út og leiðrétta svona massífar og geðbilaðar skekkjur í hagkerfum. En kommar Kína eru samt nógu vitlausir til að reyna þetta. Þeir eru ekki kommar fyrir ekki neitt. Þeir vilja ekki frelsi. Þeir vilja kúgun og völd. Það er það sem er að gerast í Kína núna. Landið er að snúa aftur til alræðisvalds og herts einræðis, því Xi-forsetinn segir að það sé eina færa leiðin. Skuldafjall Kína var viðurkennt á allsherjarráðstefnu flokksins að þessu sinni, en tilvist þess hefur flokkurinn afneitað fram að þessu
Nettóvirði alls þess sem kínverska hagkerfið inniheldur er ákaflega lítið, miðað við stærð þess. Þetta eina 100-flugvalla dæmi hér að ofan (aðeins eitt af milljón slíkum) og sem byggðir voru sem atvinnubótavinna, með því að henda fólki af landinu sem fór undir þá (auður fluttur frá fólkinu inn í brennsluofna ríkisstjórnarinnar), er hins vegar ekki afskrifað út úr landsframleiðslunni sem ónýtar og tapaðar fjárfestingar eins og gert er á Vesturlöndum. Í kínverska hagkerfinu er ekkert sem sannarlega er ónýtt afskrifað út úr því aftur. Það safnast bara saman sem eignir í þjóðhagsreikningum. Og út á þær eignir tekur ríkisrekið bankakerfið lánin sín frá heimilum
Kína á lítið sem ekki neitt miðað við stærð landsframleiðslunnar. Nettóvirði hagkerfisins er afskaplega lítið. Ef lánadottnar skyldu koma að Kína sem þrotabúi, þá er þar lítið sem er einhvers virði og sem hægt er að selja á góðu verði, miðað við ef hagkerfið væri frjálst. Þar er ekkert Apple sem hægt væri að selja. Engin hergögn sem eru einhvers virði á mörkuðum. Ekkert Lockheed Martin eða Northrop, markaðsvirði 150 milljarðar dala. Það eina sem Kína gæti selt upp í skuldir er aðgangur að þúsund milljón fátæklingum sem beðið hafa í 67 ár eftir uppskeru kommúnismans. Nettóvirði landsins er ofboðslega lítið, en skynvilla þess hins vegar stór. Kína er fake news. Auðurinn sem myndaðist í hagkerfinu hefur verið brenndur á báli kommúnismans. Og þar á undan var allt hagkerfið þjóðnýtt með eignaupptöku og fjöldamorðum
Þessi kattarpína sem eiðræðið í Kína hefur framleitt, er svo gerræðisleg að óvíst er hvort landið muni lifa af. Þess vegna er Xi forseti að biðja um meiri völd núna. Hann heldur að hægt sé að leysa vandann með því að senda herinn á fólkið þegar það loksins skilur hversu vonlítil staða þess er. Hann ætlar ekki að fara einu leiðina sem vit er í: að frelsa fólkið undan þessu oki og taka upp lýðræði að vestrænni fyrirmynd, en ekki asískri export-fyrirmynd. Það mun hann ekki gera því það er svo subbulegt fyrir flokkinn sem fólkið myndi taka af lífi, hvar sem til flokksmanna hans næðist
Kínadellukallar í íslenskum stofnunum ættu að hlusta vel á það sem Michael Pettis hagfræðingur segir hér á fyrirlestri á gamla vinnustað Alberts Einstein; Institute for Advanced Study í Princetonháskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann einn hafði rétt fyrir sér um Kína á meðan allir aðrir höfðu rangt fyrir sér. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann fengi Nóbelsverðlaunin í hagfræði innan skamms. Brautryðjendarannsóknir hans á hagkerfum í ljósi alþjóðavæðingar undir ofgnótt sparnaðar, sem í fyrsta skiptið í mannkynssögunni er offramboð af, eru svo merkilegar að nauðsynlegt er að kynna sér það sem hann hefur til málanna að leggja. Hann tekur evrusvæðið einnig fyrir sem annað dæmi þar sem allt of miklu af efnahagslegum staðreyndum hefur verið snúið á hvolf af pólitískum orsökum, þar sem Þýskaland er Kína Evrópu. Það gerði Pettis í tveggja hluta podkasti á FT/Alhpaville í sumar
1. Michael Pettis on the mechanics and politics of trade (framework)
2. Michael Pettis on the Chinese economy (um "fríverlsun")
Kínadellukallar og ESB-kerlingar í íslenskum stofnunum verða að vakna upp ef við eigum að taka þátt í framtíð sem alls ekki verður sú framtíð sem lagt er upp til núna. Hún mun koma flestum á óvart - og ekki á jákvæðan hátt. Allt sem fram fer á allsherjarráðstefnu kommúnistaflokksins í Kína þessa dagana, er mótað af innvortis veiklekum Kína en ekki styrk. Það eru einungis veikleikar Kína sem knýja dagskránna, en ekki styrkur. Mannfjöldaheimsveldi Kína (e. demographic imperialism) er hin fullkomna tálsýn. Þúsund milljón fátæklingar eru og verða alltaf byrði og innri ógn - en ekki styrkur
Fyrri færslur
- Bensínið búið á biðstofum Kína - eins og í ESB
- Hugmyndir um eignarnám á evrusvæðinu lagðar fram
- Einn dagur í heimsstyrjöld Samfylkingarflokka
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Xi Jin Ping er gömul kommúnistatípa, sem er að reyna að koma Kína aftur í sama horf og það var fyrir Deng Xiao Ping. Það er fyrirfram vitað, að ferill hans er eins og ferill Angelu Merkel fyrir þýskaland, nidurrif landsins.
Kínverjar almennt eru duglegt fólk, og hagsmunasamir. Þeir telja allt í krónum og aurum, og munu aldrei samþykkja að hverfa aftur í Kommúnisman. En sem komið er, hefur áhrif Xi Jin Ping ekki verið "katastrofal", en jaðra við það ... og þó svo að hann sé að umlykkja sjálfan siŋ með eiturhörðum "Praetorians", þá er það líklegra til að verða honum að falli en hitt.
Kínverjar fara aldrei tilbaka til Kommúnismans ... enda er hagnaður þeirra og uppganga, að þakka hinum almenna Kínverja sem er dugnaðarforkur við að selja hluti.
Það er meira lýðræði í Kína, en á Íslandi ... því má þakka Deng Xiao Ping, og ég spái því að xi Jin Ping muni aldrei fá því aftur snúið. Þegar fer að "hrikkja" í maskíneríinu, verður hann tekinn eins og 7-menningarnir förðum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 10:18
Þakka þér Bjarne.
Þar sem Kína er ekki ein þjóð, heldur margar þjóðir þá vandast málið heldur betur. Han-Kínverjar sitja einungis á helmingi alls landmassa Kína. Restin er:
Þær þjóðir sem mynda verndarkragann utanum Han-Kína geta skrúfað fyrir flest lífsnauðsynlegt til Han-Kína og snúið sér annað, ef þeim líkar ekki það sem Peking býður þeim uppá í næsta leik.
Merkilegt að þú skulir álíta að kínverski kommúnistaflokkurinn, sem er eini leyfði stjórnmálaflokkurinn í landinu, skili Kína meira lýðræði en hér á Íslandi. Hvers vegna er þá þessi Xi-maður sem þú nefnir, ekki einfaldlega kosinn burt.
Þetta minnir óneitanlega á það lýðræði sem menn segja að sé svo gott í Evrópusambandinu, sem ógjörningur er að kjósa burt.
Hvað er þá vandamálið Bjarne. Er lýðræði í Kína kannski ekki til.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2017 kl. 10:56
Ég minni einnig á að við stofnun kommúnistaflokksins í Shanghai 1921 voru meðlimir hans aðeins 60 manns. Ef kosið yrði á ný þá gæti hann aftur orðið sami 60 manna flokkurinn.
Heldur þú að það sé því mikil hætta á að lýðræði bresti á í Kína í bráð. Það efast ég um. Flokkurinn á allt landið í dag.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2017 kl. 11:08
Þetta með "margar" þjóðir er ekki rétt Gunnar ... þú talar ekki um margar þjóðir á Íslandi. Sumar þessarra "héraða" (Ekki lönd), eins og Xin Jang ... á fólkið sem býr þar ekkert tilkall til. Þetta er hópur innflytjenda sem komu þangað á 15öld, og notfærir sér fyrrum íbúa þess og menjar, til að fá tilkall. Múmíurnar sem fundist hafa, eru skandinavískar ... ekki tyrkneskar. Indo-evrópskar, og eiga tíma sína að rekja til Greko-Indo tímabilsins. Siðan um 700 e.kr. Koma þangað móngólir, Uruga'r. Báðir þessir hópar eru horfnir sögunni til ... þeir sem búa þarna, eiga EKKERT tilkall til landsins.
Sem Íslendingur attu að fara varlega með að GEFA fólki tilkall til landa. Ísland á eftir að lenda í þessu vandamáli innan skamms, og hvað viltu í því dæmi? Gefa vesturhluta Íslands til Kína, Ísrael eða Saudi Arabíu?
TIl dæmis er ég hræddur um, að Carlb BIldt eigi eftir að vakna við martraðir áður en hann fer til feðranna ... þar sem hann lagði grundvöllinn að því að Svíþjóð verði hreinlega skipt, innan 25 ára.
Það eru til 52 "xiao ming zu" í Kína ... en landsvæða þeirra eru "héröð" og ekkert af þeim eru "lönd". 92% eru HAN Kínverjar, þess vegna hefur Kína haft þá reglu að HAN Kínverjar megi einungis eiga eitt barn, en hinir eins mörg og þeir vilja.
Eins og ég sagði í fyrri pistli, þetta er atriði sem þú hefur algerlega rangt og lepur eftir "áróðursvélum" eins og heittrúaður ISIS fylgismaður.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 18:45
Þakka þér Bjarne
Það er stutt síðan að Han-Peking missti stjórn á landinu og það leystist upp. Sú staðreynd er reyndar ástæðan fyrir tilvist Kommúnistaflokksins í dag. Innbyrðis sundrung Han-Kínverja varð þess valdandi að stuðara-ríkin í kraganum sem sitja á verjanlegum landamærum ríkisins umhverfis Han-héruðin, fóru sínar leiðir og Kína leystist að miklu leyti upp sem ríki og gat ekki varið sig.
Í dag er þessi sundrung að miklu leyti komin á ný því afkoma héraðanna er svo hroðalega ójöfn. Þetta er kannski síðasti séns sem Xi Jinping hefur til að halda landinu áfram saman. Suður-Kína hagnaðist á opnuninni út til umheimsins, en restin af landinu er hins vegar enn í sárri fátækt.
Það má vel segja að 150 milljón manns sé ekki stór hópur miðað við heildarmannfjölda Kína. En þá er ágætt að hugsa til þess að hann situr fast á helmingi alls landmassa Kína. Han er króað inni ef þetta snýst í höndunum á Peking. Og svo er það Suður-Kínahafið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2017 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.