Leita í fréttum mbl.is

Bensínið búið á biðstofum Kína - eins og í ESB

Tianasquare

Mynd: Frá Torgi hins himneska friðar 1989 

Því meira og nánar sem rýnt er í það sem kemur frá nítjándu 5-ára allsherjar-ráðstefnu kínverska Kommúnistaflokksins, því skuggalegri lítur framtíðin út fyrir landið. Ráðstefnunni lýkur eftir tvo daga

Xi Jinping forseti viðurkenndi að efnahagsstefnan sem Deng Xiaoping lagði grunninn að, eftir dauða Maós 1976, hefur runnið sitt skeið og að hagvöxtur áðurgenginna áratuga heyrir nú sögunni til í Kína. Þar fór það

Xi hefur samtímis ollið djúpum vonbrigðum -einnig meðal Kínadellumanna á Vesturlöndum sem kusu trú fremur en staðreyndir- með því að segja að landið muni ekki ráða yfir her á heimsmælikvarða fyrr en eftir 35 ár, eða eftir eina kynslóð enn. Þar fór hann

Kínverjar hafa reynt að viðhalda áhuganum fyrir lokaupprisu guðaveiga kommúnismans. Þeir hafa beðið í 68 ár og bíða enn. En þolinmæði þeirra er samt ekki án enda. Sérstaklega ekki eftir þessa ráðstefnu flokksins núna, sem fyrst og fremst gekk út á að segja Kínverjum að það sem þeir héldu að væri nú þegar unnin afrek og heim í hlöðu komin, séu þar bara alls ekki enn. Flest mikilvægt er fast úti á túni og byrjað er að rigna, segir forsetinn

Flokksmönnum var svo sagt það sem reinræðisherrar alltaf segja: þetta er allt handan við hornið sem ég einn get komið ykkur fyrir. En til að svo geti orðið, þarf ég meiri völd. Flokkurinn og ríkið verður að komast á hendur eins manns. Mínar hendur. Og það lítur út fyrir að Xi hafi sannfært flokksmenn sína í þeim efnum, því hann er að fá meiri völd á einar hendur en nokkru sinni áður hafa fengist afhent

Allir sem hagnast hafa á stefnu Deng Xiaoping búa við sjávarsíðuna. Og þeir eru aðeins brotabrot af landinu öllu. Þeir högnuðust á viðskiptum við eftirspurn frá neytendum og fyrirtækjum í fjarlægum löndum. Þúsund milljón Kínverjar búa enn við fátækt og helmingur þeirra búa við sára fátækt. Banka- og fjármálakerfi landsins eru að hruni komin því skuldirnar eru svo ofboðslegar og hagnaður lítill sem enginn. Rangstæðar fjárfestingar flokksins í og með þeim eru svo skuggalega stórar að þar fer stærsta eyðilegging auðs mannkynsögunnar fram og hefur gert áratugum saman. Og svo eru þjóðlegar fabrikkur Trumps kannski að fara í gang heima í sjálfu neytendalandi Kína til þrautarvarna. Hvað gerist næst í þeim efnum?

Xi þarf að rífa þann auð sem til er við sjávarsíðuna upp með rótum og senda hann inn í landið til þeirra sem ekkert hafa fengið. Og samtímis þarf hann að taka alla sjálfsstjórn af öllum héruðum landsins og flytja allar fjármálastofnanir þeirra til Peking. Og þaðan þarf hann síðan að koma flestum fyrirtækjum landsins á haus fyrir kattarnef, því þau eru ríkisrekin. Og samtímis að brenna skuldir þeirra og þar með bankakerfisins einhvern veginn til ösku. Og svo þarf hann að gera eitthvað það sem síðan getur byggt upp nýtt hagkerfi - með enn svæsnari og forhertari alræðisstjórn kommúnista við völd

Þeir sem halda að þetta verði létt verk, vita ekki hvað um er að ræða. Og mitt í þessu ætlar hann að byggja upp her sem geta á eitthvað annað en að vera lífvarðarsveit Kommúnistaflokksins gegn fólkinu í landinu

Í Evrópu hafa þau lönd sem tóku upp og inn álíka miðstýrðar pillur, nú beðið í 60 ár. Evrusvæðið er versta þróaða efnahagssvæði veraldar. Þar bíða þjóðirnar eftir að hörmungunum létti. En þær bíða samt ekki endalaust. Og er það reyndar nú þegar komið í ljós. Mögnuð ókyrrð hefur tekið sér sæti á ESB-biðstofunni stóru. Hve nákvæmlega langt er eftir, veit ég ekki enn

Öll lönd eiga við vandamál að glíma. En vandamál Íslands eru ekki eins og þessi hér að ofan. Sem betur fer. Að minnsta kosti ekki enn. Og hægt er að komst hjá þeim með því að að hafna Vinstri-grænum, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum í kjörklefanum næstu helgi

Fyrri færslur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er oft svolítið erfitt að lesa bloggin þín af því málfarið er svo skrautlegt.

En það væri fróðlegt fyrir lesendur að vita hvaða skuldir í Kína þú ert að tala um nákvæmlega.

Það eru svo margar skilgreiningar á þessu.

Borgþór Jónsson, 23.10.2017 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband