Þriðjudagur, 17. október 2017
Bjarni Benediktsson sá eftirlýstasti - kapphlaup til Moskvu
Eftirlýstur
Til finna besta manninn í ákveðnum bransa er útilokunaraðferð oft beitt. Maður reynir að komast að því hvern keppinautar hata mest í sínum bransa. Þegar spurt er hvern keppinautar vildu fyrir alla muni losna við út af þeim markaði sem þeir eru á, þá fær maður mynd af því hver er bestur í bransanum. Í dag og í gær er það Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn sem keppinautarnir vilja helst losna við af markaði. Og engu smáræði er tjaldað til. En þó samt engum málefnum. Bara níði. Endalausu persónuníði og aðdróttunum er beitt. Engin málefni eru nokkru sinni rædd. Af hverju? Jú vegna þess að Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn er harðasti varðstöðumaðurinn um fullveldi Íslands. Eftir að Viðreisn með svæsinni evrusvitalykt hvarf úr Sjálfstæðisflokkunum, er xD massífur fullveldisflokkur. Algerlega massífur fullveldisflokkur. Þar er andstaðan við Evrópusambandsaðild mest og hörðust. Langsamlega mest. Á tvístruðum vinstrivængum er staðan hins vegar alveg þveröfug. Þar keppast flokkar við að koma fullveldi Íslands fyrir kattarnef með því afsala því yfir til andþjóðlegs yfirríkis Evrópusambandsins. Þar rífa menn sig frá ríkisstjórnarborðinu til að koma þeim fyrirætlunum dulbúnum í framkvæmd. Alveg sama viðrist þeim vera um hag Íslands og farsæld. Út á götur frá ríkisstjórnarborðinu er stokkið um miðja nótt til að öskra og æpa. Og í Vinstri-grænum er stærsti hlutinn einnig á þeim buxunum að koma Íslandi um aldur og ævi undir ESB, með eins konar þjóðarpyntingum í skattamálum og með aðstoð massífra svika strax eftir kosningar. Lífið skal gert sem óbærilegast hér í okkar landi til að lífið utan þess seljist. Þetta er staðan. Og hún er eins í skjaldborg Samfylkingarinnar gegn þjóðinni - og í Pírötum. Þar er keppst við að koma Íslandi fyrir kattarnef á einn eða annan hátt. Það er því alls ekki undarlegt að Bjarni Íslendingur sé eftirlýstasti maður vinstrisins. Algerlega. Og við eigum því miður ekki gott í vændum hér, því allt útlit er fyrir að dulbúið sölugas og moðreykur vinstriflokkanna sé að virka á kjósendur eins og 2009 og að við fáum hreina vinstristjórn á ný. Þetta er skelfileg tilhugsun. Ég man enn of vel eftir þeirri síðustu
Kapphlaupið til Moskvu
Það er vel þess virði -sérstaklega núna í ljósi upplausnarferlis Evrópusambandsins- að velta á ný fyrir sér utanríkisstefnu Þýskalands, því okkur er sagt að Þýskaland sé mikilvægasta ríki Evrópusambandsins og Evrópu. En er það virkilega svo? Utanríkisstefna landsins er á pappír sú sama og hún var í Kalda stríðinu. En hún er það samt ekki í reynd. Það sem ekki er lengur eins og það var, er samband Þýskalands við Bandaríkin. Og menn skyldu ætla að það samband sé enn makró-pólitískt mikilvægasta samband Þýskalands við umheiminn, því Þýskaland hefur aldrei getað hvílt í sjálfu sér og lifað sjálfbærri tilvist eitt og sér. Það hefur alltaf þurft að hafa valdablokk sér til stuðnings og að verulegu leyti undir sér. Í dag er þessi blokk önnur ESB-ríki, sérstaklega evruríkin, en öll sú blokk er nú byrjuð að leysast upp. Enn eitt dæmið um það sást í gær þegar pólska dagblaðið Rzeczpospolita bauð Austurríki velkomið um borð í "Visegrád V4" hópinn, saman með Varsjá, Prag, Bratislava og Búdapest, eftir austurrísku kosningarnar á sunnudag. Austurríki er boðið velkomið heim
Bandaríkin eru hins vegar ekki að leysast upp. Þau eru enn sömu Bandaríkin og komu Þýskalandi á fætur og vernduðu iðnað þess gegn erlendri samkeppni á meðan Þýskaland var að koma undir sig fótunum á ný. Og þau vernda enn siglingarleiðir útflutnings Þýskalands um heimshöfin. En þetta samband er nú að rofna og Þýskaland hóf það rof sjálft. Samband landanna er að rofna vegna þess að Þýskaland er að leita nýrra leiða til að halda sér saman sem veldi. Það þarf á nýrri lausn að halda, því óvíst er orðið hvort að landið geti mikið lengur stólað á áframhaldandi tilvist Evrópusambandsins, sem það hefur drottnað yfir síðan það sameinaðist síðast. Og hér munu Bandaríkin ekki hjálpa Þýskalandi að þessu sinni. Það er orðið of hættulegt fyrir Þýskaland að stóla einungis á Evrópusambandið sem efnahags- og áhrifasvæði (e. buffer-zone). Það þarf nýjan möguleika. Nýja opnun til vara. Og vegna þess að Bandaríkin hafa varið og eru að verja Austur-Evrópu gegn þörfum Rússlands til hins sama, þ.e. þörfum Rússlands til að hafa lönd Austur-Evrópu undir sínum áhrifum og sem varnarsvæði (e. buffer-zone), þá standa Bandaríkin nú í vegi fyrir Þýskalandi, með því að vernda Austur-Evrópulönd fyrir ágangi Rússlands. Þetta er gríðarleg áhætta sem Þýskaland er reikna út hvort landið eigi að taka. Geigvænleg áhætta, en Þýskaland er og hefur ávallt verið óútreiknanlegt land. Visst kapphlaup Þýskalands og Frakklands er því hafið til Moskvu. Frakkland vill verða á undan til að reyna að loka á leið Þýskalands austur (martröð Mitterands). En það er mitt álit að Frakkland sé nú þegar of seint á vettvang
Í síðustu viku fór heil sendinefnd stærstu fyrirtækja Þýskalands til fundar við forseta Rússlands Vladímír Pútín (krækja leiðrétt). Nefna má nöfn eins og Bauer, Wintershall, Linde, Knauf, Siemens, Metro og 14 önnur stærstu fyrirtæki Þýskalands. Pútín sagði á fundinum að meira en fimm þúsund þýskt fjármögnuð fyrirtæki væru í Rússlandi og í þeim störfuðu 270 þúsund Rússar. Og sjálfur Gerhard Schröder fyrrverandi kanslari Þýskalands situr nú með Vladímír Pútín í stjórn í Rosneft. Og kaldhæðnislegt er að þetta sé að gerast á sama tíma og viðskipti Íslands við Rússland hafa verið þurrkuð út. Þessi heimsókn er engin tilviljun þó svo að ekki eigi endilega að leggja mikið í hana. En þetta er þróun sem komin er vel á veg og hún verður varla stöðvuð úr þessu, því sennilega getur ekkert lengur stöðvað upplausnarferli Evrópusambandsins, sama hvað Frakkar reyna. Forseti Frakklands reynir um þessar mundir að munstra síðasta átakinu í þessum efnum. En það átak er að mínu mati þegar runnið út í sandinn. ESB er að leysast upp og tvístrast. Og það er staða sem Þýskaland mun ekki taka hættuna á að standa uppi með. Það þarf nauðsynlega að hafa aðra leið opna, sér til öryggis. Og þess vegna er Berlín að klippa á sambandið við Washington. Frakkar eru hins vegar mjög hugsi og afar pólitískt veikir fyrir heima. Allir í Evrópu eru reyndar orðnir veikir fyrir heima. Og Evrópusambandið sjálft er sá vírus sem þeirri veiki veldur. Það fór nokkrum brúm of langt eins og ávallt gerst með umboðslaus veldi
Sagan endurtekur sig aldrei í sömu mynd. En íslenska vinstrið sótti alltaf austur og sækir enn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar alltaf staðið þar fastur fyrir og gerir enn. Hann hefur ávallt lokað veginum fyrir vinstrið austur. Bara svo þið vitið það. En þetta er alls ekki að gerast í einum hvelli. Þetta er hins vegar sú þróun sem komin er í gang og hún getur tekið mörg ár og farið furðulegar krókaleiðir áður en hún endar í austri. En hún er mjög mikilvæg fyrir okkar land, Ísland. Menn eiga að taka hér vel eftir
Fyrri færsla
Vinstra-grænt þurrkað út í austri í gær [u]
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Mér er nú farið að verða dálítið flökurt vegna þessara aðfara að Bjarna Benediktssyni. Þær eru farnar að minna mig á aðförina að Donald Trump. Falskar fréttir úr fölskum tönnum vinstrisins með útfjólubláum geislabaug úr kolgeit flúor.
Og ekki minnkar ógleði mín þegar ég sé Kolbrúnu Baldursdóttur frá Flokki fólksins hér á blogginu komin í stórhaus með börn í gíslatöku sem aðeins er hægt að leysa úr haldi með því að borga hærri skatta en næstum þá allra hæstu í heimi. Og að sjálfsögðu er lokað fyrir athugasemdir, því þetta er svo átakanlegt.
Viðreisn hífir upp seglin í dag til að reyna að fanga eitthvað af ofsóknarvindunum sem beitt er gegn formanni Sjálfstæðisflokknum. Og Píratagerpin birtast nú eins og mölflugur vegna hækkandi rakastigs frá slefi flokksins, Ef flokk skyldi kalla.
Þetta er með eindæmum.
Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2017 kl. 15:38
Þetta siðasta útspil meikar engan sens. Finnst fólki sennilegt að Bjarni sé í pólitískum sjálfsmorðhugleiðingum kortéri fyrir kosningar?
Kannski erlendu vogunargammarnir, sem eiga Glitni, vilji ná á hann höggi? Allavega ættu þeir að telja sér betur borgið undir Steingrími, af fenginni reynslu. Sennilega hafa engir reynst þeim betur en Samfó og VG í eftirmála hrunsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2017 kl. 17:03
"meikar sens" ... thetta er svona alika mikid rugl, eins og innleggid hja ther, hja mer Steinar. Vertu velkominn ad trua a skrimsli upp i skyjunum, og vona ad thu og ISIS vinir thinir, verdi ad godu.
Hvad vardar Bjarna, spurningin er hvad folk vill fa med thessu. Litur madur a inlegg Kolbrunar, tha er hum med muslima born i gyslingu ... sem ad sjalfsogdu er lagt upp sem ogrun vid alla her, sem eru a moti utlendingum. Konan er i uppreisnarhug, gegn landinu ... spurningin er, syndir hun a moti straumnum eda med honum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.