Leita í fréttum mbl.is

Rússland ræðir eldflaugakerfi á Pólland

Útsýnið frá Moskvu

Mynd: Útsýnið fyrir Moskvu-Berlínar öxulinn sem er í smíðum

Í síðustu viku ræddi varnarmálanefnd rússneska þingsins, Duma, uppsetningu Iskander eldflaugakerfis vegna vaxandi verndar-handar Bandaríkjanna yfir Póllandi. Þessu greindi Radio Free Europe frá. Þingið ræðir um að þannig ætti Rússland að bregðast við bandarískum hermönnum og skriðdrekadeildum þeirra í Póllandi. Rússland segir þetta vera ólöglega hernaðaruppbygginu sem brjóti samkomulag Rússlands við Bandaríkin (og NATO). Bandaríkin hafa vísað því á bug

Þingið vill að eldflaugakerfinu verði komið fyrir við landamæri Póllands, þ.e. í Kalíngrad-útlendu Rússlands sem á 206 kílómetra bein landamæri að Póllandi, 260 km. frá Varsjá og 350 km. frá Stettin. Í Póllandi eru Brembo bremsuklossar Bandaríkjanna á bæði Þýskaland og Rússland njörvaðir niður á bandarískum felgum sem fara stækkandi

Pólland er ofsótt af Þýskalandi, sem er með ESB í rassvasanum. Talað er nú um Pólland sem leiðandi "uppreisnarland" Austur-Evrópuríkja gegn ESB. Pólland neitar að taka við innrásarliði Brussels sem Angela Merkel sleppti lausu á Evrópu

Í gær spurði ég þeirrar spurningar hvort það væri virkilega rétt sem okkur er sagt; að Þýskaland sé mikilvægasta ríkið í Evrópu. Svar mitt er þetta; það er rangt. Bandaríki Norður-Ameríku eru mikilvægasta þjóðríkið í og fyrir Evrópu. Og þau eru ekki að detta í sundur

Æðsti dómstóllinn yfir alþjóðlegri samvinnu heitir og mun alltaf heita frú styrjöld

Fyrri færslur

Bjarni Benediktsson sá eftirlýstasti - kapphlaup til Moskvu

Fundur með Bjarna Benediktssyni á Hvanneyri

Einn dagur í heimsstyrjöld Samfylkingarflokka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband