Leita í fréttum mbl.is

Benedikt vísað af evrusvæði Viðreisnar og ígildi tekin upp

Ígildi Viðreisnar er ESB

Þegar upp komst um spillingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem sat við völd frá 1995 til 1999, undir Jacques Santer forseta hennar -áður fjármálaráðherra stórhertogadæmis Lúxemborgar- þá vandaðist málið heldur betur. Það kom nefnilega í ljós að hið "vandaða" laga- og regluverk Evrópusambandsins var þannig úr garði gert að enginn gat fjarlægt framkvæmdastjórnina frá völdum. Enginn. Ekki einu sinni kjörnar ríkisstjórnir ESB-landa. Bara enginn! En hvað gerðist þá næst. Jú allar þessar þið vitið kjörnu ríkisstjórnir ESB-landa, máttu bíða og vona að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins færi sjálfviljug frá völdum

Rannsókn á spillingu framkvæmdastjórnarinnar var sett á laggirnar, en erfitt reyndist að finna sönnunargögnin, enda skiljanlegt, því þetta var jú ekki íslenskur banki á hvolfi og heldur ekki pólitískt ESB-flokka ofsóttur íslenskur forsætisráðherra. Þetta var sjálft Evrópusambandið. En faldir lífeyrissjóðir embættismanna ESB fundust hins vegar stuttu síðar í skattaskjóli í stórhertogadæminu um leið og þeir urðu gjaldþrota, af því að ESB-embættismennirnir höfðu tæmt þá sjálfir. Hlutirnir finnast oft ekki fyrr en húsið brennur. En samt skilaði rannsóknin á framkvæmdastjórn Santers af sér niðurstöðum og hún var svona; meinta spillingu tókst ekki að sanna, en rannsóknarnefndin gat ekki fundið eina einustu persónu með snefil af ábyrgðartilfinningu í allri framkvæmdastjórninni

Það er Viðreisn sem vill ganga í Evrópusambandið. Í gær gekk það upp. Flokkurinn er kom sér sjálfur í ESB

Ígildi Pírata er verðtryggt

Ef lesendur skyldu halda að ígildi sé ígildi þá frábið ég mér þannig aðdróttanir. Ígildi er einfaldlega afkvæmi Ígulverja og þeir búa í Ígildiztan. Þeir eru ekki skyldir Kínverjum, en reyna það stundum. Þegar ígulformenn eignast afkvæmi þá kallast þau ígildi. Aðeins er um eitt kyn að ræða, ígildisformann, eins og í Viðreisn

Þessir flokkar eru verðtryggð vitleysa. Ígildi hennar rýrnar aldrei

Fyrri færsla

Fundur með Bjarna Benediktssyni framfaramanni á Hvanneyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Píratar eru þá ekki með formnn heldur einhverskonar formannslíki. Ágæt viðbót við "minnihlutalýðræðið" þeirra. 

Sting uppá því að staða gerviformanns verði kölluð aðalritari. Það væri allavega einhver jarðtenging í því. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2017 kl. 06:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir svolítið á gamla auglýsingu. "Palesander? Neeei Fomaica. Formaður? Neei Formaica." :)

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2017 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband