Miðvikudagur, 11. október 2017
Fundur með Bjarna Benediktssyni framfaramanni á Hvanneyri
- SÍMSKEYTI TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA
Bjarni Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Óli Björn Kárason og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu á fund með okkur Sjálfstæðismönnum Borgarfjarðarsýslu og víðar, þriðjudagskvöldið 10. október. Var fundurinn svo ákafur og líflegur að þrír tímar entust varla. Þórdís Kolbrún ráðherra stýrði
Húsfyllir var, bændur, búamenn og íbúar fjölmenntu. Þetta var umræðufundur. Hann snérist um hugmyndavinnu Sjálfstæðismanna í byggða- og landbúnaðarstefnu undir slagorðinu Allt Ísland blómstri, ásamt aðhaldsglímubrögðum frá fræknum fálkum flokksins sem halda þingmönnum hans við efnið. Merki flokksins er enda íslenski fálkinn, en ekki rauð stjarna, fallin sigð og hamrar í haus
Þingmennirnir Haraldur bóndi hjér og Óli Björn að norðan, hafa um tíma verið að vinna að því að móta hugmyndir sem stutt geta undir framtíðarstefnu sem heitir Allt Ísland blómstri. Þar var margt gott fyrir Íslendinga og allar byggðir landsins. Góðar hugmyndir. Þetta starf þingmannanna hóst áður en Björt framtíð og Viðreisn hófu kapphlaupið úr eldhúsinu inn í kynlausa sjálfsmorðsstofuna þar sem á þær stökk fullur trúnaður með uppreisn frá miðju
Leist mér vel á flest en sagði þó að varanlegri hryggsúlu viss hvatakerfis þyrfti að skjóta undir, til að bera blómstrandi Ísland uppi í hvaða veðri sem er. Núna ríkir nefnilega góðviðri. Svo mun ekki alltaf verða og það vita allir. Þannig er það alltaf og verður alltaf. Það vissu Abraham, Jakob, Móses og Davíð af því að þeir voru allir fjárhirðar. Bjarni kom til að halda hjörð sinni saman. Hann veit að það er alltaf fyrsta boðorðið; að halda þjóðinni saman
Margir komu með sín daglegu vandamál og sögðu frá. Og sum þeirra eru hrein tilvistarvandamál. Við vitum öll að það er skandall að bændastéttin sé orðin lægst launaða stétt á Vesturlöndum og við vitum að svo mun einnig fara fyrir landbúnaði og ferðaþjónustu ef slíkri þróun verði ekki mætt með skynsemi áður en hún skýtur hér algerlega föstum rótum. Sú láglaunaþróun Vesturlanda í tveim greinum -annarri þeirra meira að segja grunnatvinnuvegi- má ekki ná að verða til hér eins og úti í hinum æ meira vesæla heimi lágra launa meðal þjóða sem hent hefur verið á fjóshaug hins heilaga líberalisma John Locke (krata-vinstri-ESB og víðar). Vandamál sauðfjárbænda þarf að stöðva strax, það var öllum ljóst. Strax!
Ljóst finnst mér að úr flokknum eru flestar stuttbuxur nú foknar og nálastrípuð jakkaföt að mestu farin úr tísku. Þetta er Sjálfstæðisflokkur með jarðsamband. Fálkaflokkurinn
Bjarni Benediktsson sagði ESB-reglugerða farganinu, sem veltur yfir allar byggðir Íslands, allsherjar stríði á hendur. Hann sagði að við ættum að vera hundrað sinnum harðari á því sviði, já harðari, og það væri hneyksli hvernig því fargani Evrópusambandsins er kyngt hér þegjandi og hljóðalaust. Skar hann upp mikið klapp og fögnuð við þá yfirlýsingu. Og hann sagði líka að það væri skandall að peningar vegna umhverfismála fari úr landinu okkar og endi á skrifborðum í fjarlægum skrifstofuveldum án þess að nokkuð kæmi út úr þeim. Ísland hefur ekki efni á að halda slíku batteríi skriffinna uppi, sagði hann
Bjarni vill einnig lækka tekjuskatt á launafólk, enda kominn tími til. Því ber að fagna. Þetta er rétti tíminn til slíkra kjarabóta án þess að brenna tún þjóðarinnar af með ofburði. Við erum fullvalda og frjáls þjóð en ekki nýlenda ESB. Við Íslendingar ráðum slíkum málum hér í okkar landi, svo lengi sem hjörðinni er haldið saman. Rífa vill hann líka stórgripapeninga út úr bankakerfinu og dreifa þeim yfir landið í innviði. Vegi og brýr, meðal annars. Bankakerfið er of féstórt miðað við stærð hagkerfisins, sagði hann - og þar á ríkið mikið fé
Kjötþúfan sem blásin var upp í fjall meðal þeirra sem fara hefðu átt frekar til óstarfa sinna í sendiráð í Mongólíu, samkvæmt fálkanum frækna hér að ofan, sagði Bjarni að væri fáránlegur málflutningur. Það er og hárrétt rétt hjá honum. Peningafjall bankanna er því það sem Bjarni vill minnka, en ekki kjötþúfuna sem ein verslun selur á ári, eins og hann benti á
Miklar umræður spunnust og líflegar. Bjarni formaður og fullveldissinni stækkar og stækkar og hann herðist og herðist, því meira sem mótlætið er. Það er mér orðið ljóst. Hann og flokkinn allan ætla ég því kjósa. Upp með fánann og fálkann og niður með ótíðindi
Þakka ég fyrir mig
- FULLT STOPP
Fyrri færsla
Tökum næturfrost út úr hitavísitölunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 1390768
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hann skorar grimmt drengurinn.
Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2017 kl. 04:13
Þakka þér Helga.
Já þetta var góður fundur, gagnlegur og fjölmennur. Það er ekki auðvelt fyrir bændur að komast frá vegna mjalta og anna fyrr en um níu leytið. En komu þeir samt og trúðu Bjarna fyrir vandamálum sem oft eru flókin vegna flækjustigsins sem orðið er.
Á fundinum kom fram að hefðu landnemar komið að landinu þöktu þeim reglugerðafrumskógi sem vaxið er því yfir höfuð í dag, hefðu þeir snúið við og Ísland væri enn óbyggt land.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2017 kl. 14:21
Enginn fullur eins og hjá fokki fólksins. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2017 kl. 17:20
Þakka Jón Steinar.
Jú, mælirinn hjá sauðfjárbændum bændum, hann var fullur, og líka hjá sumum þeim sem vilja nema einn fermetra af landi sínu og reka ferðaþjónustu, og til dæmis líka hjá þeim sem reyna að pota ljósleiðara ofan í jörðina. Fullur mælir þar vegna skriffinnsku og regluverkafargans. Og einnig vegna útlendinga sem eru að kaupa jarðir.
Kveðjur norður
Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2017 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.