Leita í fréttum mbl.is

Tökum næturfrost út úr hitavísitölunni

Í því stutta sem af er kosningabaráttunnar þá eru vísitölukakkalakkar neysluverðs komnir á stjá á ný og vilja að næturfrost og hitastig í þokubökkum verði þurrkað út úr hitavísitölunni, afsakið, vísitölu verðbólguhitans

Af því að sjaldan líður yfir mig af hrifningu, nema þegar ég hitti konuna mína þegar hún var sextán og ég nítján, þá hefur ekki enn liðið yfir mig vegna þessa að þessu sinni, né í neinum öðrum kosningum. Maður hefur Séð og Heyrt svo margt um dagana

En þetta er víst svona: Heimilin fjárfesta ekki. Þau neyta. Að kaupa þak yfir höfuðið er neysla. Það er ekki fjárfesting, heldur neysla. Og það eru heimilin sem neyta landsframleiðslunnar. Þau fjárfesta ekki. Það gera fyrirtæki. Flest heimili spara upp hluta neyslu sinnar í til dæmis þaki yfir höfuðið eða jafnvel í birgðum af dósamat. Og þeir sem kaupa tvö þök neyta tveggja þaka

Af hverju ekki taka neyslu á til dæmis matvælum út úr vísitölu neysluverðs. Hún er álíka stór neysla og á húsnæði í hverjum mánuði. Þannig gætum við notið nýs sannleika um lán til matarkaupa á meðan leitað er eftir fleiri trixum á klósettunu áður en veðið sturtast þar niður. Fjárfestar sem kaupa af okkur skuldabréfin bíða í röðum eftir fölskum gögnum yfir íslenskan veruleika. Ekki satt?

Hér með lýkur veðurfréttum um falsað veðurfar. Kaupið nú nýja hitamæla samkvæmt þessu og kjósið rétt. Takið síðan vægi verðtryggingar afturvirkt úr pírötum og útkoman er Karl Marx - í Hyde Park. Sama gildir um röflið um lífeyrissjóðina. Takið ykkur vinsamlegast saman

Vona má enn að kakkalakkahugmyndir í peningamálum nái ekki að skríða upp úr herbúðum sínum að þessu sinni. En hver veit. Maður hefur séð svo margt furðulegt um ævina

En munið; kakkalakkar detta alltaf niður aftur að kosningum loknum. Þetta gengur sem betur fer fljótt yfir núna

Fyrri færsla

 

Bjarni sigraði - Katrín Clinton tapaði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert væntanlega að vísa til hugmynda um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Slíkar hugmyndir eru óskiljanlegar, því það myndi ekki laga nokkurn skapaðan hlut. Til dæmis hef ég reiknað út að ef húsnæði hefði ekki verið inni í vísitölunni í hruninu, hefði sá hópur sem keypti fyrstu fasteign með lántöku á tímabilinu 2006-2008 og fór verst út úr hruninu, farið enn verr út úr því en ella!

Svo er það enn undarlega að heyra suma tala samtímis fyrir því að afnema verðtryggingu lána OG taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Þegar búið verður að afnema verðtryggingu mun auðvitað engu máli skipta fyrir lánin hvað er innifalið og hvað ekki í verðbólgumælingu, því þá miðast þau hvort eð er ekki við neina vísitölu hvorki með né án húsnæðis.

Svo er eins og þeir sem mikið tala um húsnæðisliðinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að svokölluð samræmd vísitala neysluverðs (án húsnæðisliðs) hefur verið birt fyrir Ísland rétt eins og önnur aðildarríki, allt frá gildistöku EES-samningsins fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Það þarf því ekkert að fella húsnæðisliðinn út til að fá upplýsingar um verðbólgu án hans því slík vísitala er nú þegar til.

Stígum út úr ímyndunarheiminum.

Höldum okkur við staðreyndir!

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2017 kl. 17:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðmundur

Ég hef ekki hugsað mér að afnema veruleikann. Hvorki afturvirkt né framvirkt.

Öllum er heimilt að búa til allskyns afbirgði af hitamælingum verðbólgu. Það hefur alltaf verið frjálst. Ef menn vilja ekki staðreyndir um hitastig verðbólgu þá þeir um það. Vatn mun samt sem áður halda áfram að frjósa við frostmark, sama hvað hver segir og skella kjafti allra í lás við það hitastig.

Og ég hef ekki hugsað mér að afnema veruleikann með "leiðréttingum". Og ég hef heldur ekki hugsað mér að afnema verðtryggingu frekar en kaupmáttaraukningu, kjarasamninga og framfarir. Hins vegar mætti gjarna afnema það þvaður sem verið er að bera á borð almennings í sambandi við flest það sem lýtur að verðtyggingu, vöxtum og peningamálum. Nóg er komið af þvaðri eins vasa yfir í annan og samræmdu allsherjar áhlaupi á allt sem er ekki þeirra enn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2017 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka þér sömuleiðis.

En hvers vegna viltu viðhalda verðtryggingu lánsfjár?

Geturðu fært fram haldbær rök fyrir þeirri afstöðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2017 kl. 17:36

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðmundur.

Já ég get nefnt margar veigamiklar ástæður fyrir því.

Þegar bankahrunið kom þá var það fyrst og fremst verðtryggingin sem hélt verndarhendi undir fasteignamarkaðnum. Hann fraus ekki fastur hér heima eins og til dæmis á Írlandi og henti því ekki ævisparnaði fólks í ruslið. Húsnæðisverð hrundi ekki og veltan á markaðnum til dæmis í Reykjavík var meiri en á öllu Írlandi, þar sem engin gat fengið lán á auglýstum lágum vöxtum nema að vinna í erlendu fyrirtæki sem ættað var utan evrusvæðis og sem myndi hugsanlega lifa af evruáföllin.

Hér heima kom verðtrygging í veg fyrir hrun fasteignaverðs. Framboð af fjármagni undir áföllum kom hjólunum í gang og forðaði því að eigur almennings færu á brunaútsölur. 

Sömu sögu er að segja um lánsfé handa ríkissjóði til að halda hjólunum gangandi undir áföllum og sem leiddi til þess að skattatekjur hans þornuðu ekki upp og rústuðu þar með lánshæfni hans. Hægt var að reka skólana, sjúkrahús og opinberir starfsmenn fegnu launin sín til að borga af lánum sínum  og fæða börnin sín.

Margar aðrar góðar ástæður eru til að hindra eignabruna og boom-bust vítahringa eins og ríkja á mjög mögrum fasteinamörkuðum erlendis. Það var því ekki tilviljun að í tillögum Morgan Stanley til seðlabanka Bretlands 2007 var verðtrygging lögð fram sem bremsuklossalausn á þann vítahring.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2017 kl. 17:59

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Húsnæðismarkaðurinn fraus víst fastur eftir hrunið. Ævisparnaður fólks hvarf ekki vegna þess að húsnæði lækkaði í verði (eins og á Írlandi, Spáni, í Bandaríkjunum og víðar) heldur vegna þess að verðtrygging át upp allt eigið fé sem fólk hafði náð að safna í fasteignum sínum.

Hér kom verðtrygging ekki í veg fyrir hrun fasteignaverðs því fasteignaverð er ekki verðtryggt heldur bara fasteignaskuldir. Auk þess var fasteignaverð uppsprengt af spákaupmennsku í aðdraganda hrunsins með hjálp bankanna og innihélt því hér um bil 50% froðu og vegna verðbólgu varð svo innihald skuldanna að enn meiri froðu sem hefur aldrei verið hreinsuð úr kerfinu nema að mjög takmörkuðu leyti.

Fasteignir tugþúsunda fólks hafa verið seldar ofan af því á nauðungarsölum og með sambærilegum aðgerðum frá hruni. Verðtrygging gerði ekkert til að hindra það heldur var hún beinlínis meginorsök þess. Ef þú trúir því ekki get ég vísað á opinberar heimildir um hvað raunverulega gerðist.

Lánsfé handa ríkissjóði hefur nákvæmlega ekkert með verðtryggingu neytendalána að gera. Ríkissjóður dró verulega úr verðtryggingu skulda sinna með aukinni áherslu á óverðtryggða fjármögnun á árunum í aðdraganda og eftir hrunið sem sparaði honum tugi milljarða. Heimilunum gafst ekki kostur á neinum sambærilegum úrræðum. Fyrir þessu eru líka opinber heimildir ef þú trúir mér ekki.

Margar góðar leiðir eru til hindra eignabruna sem eru flestar miklu betri en verðtrygging. Ein af þeim er skynsamleg fjárfestingar- og eignastýringarstefna. Svo dæmi sé tekið um hið gagnstæða töpuðu lífeyrissjóðirnir hundruðum milljarða af verðtryggðum skuldabréfum fyrirtækja, vegna þess að þau fyrirtæki byggðst á engu nema froðu og fóru lóðbeint á hausinn. Skuldir þeirra fengustu einfaldlega ekki greiddar og voru því ekkert "verðtryggðar" þegar á reyndi. Verðtrygging hefur nefninlega meðal annars þau áhrif að umbreyta verðbólguáhættu yfir í greiðslufallsáhættu, sem raungerist við sömu aðstæður og henni er ætlað tryggja fyrir þ.e. óðaverðbólgu. Þess vegna er hún dæmi um meinta "lausn" sem virkar ekki vegna hliðarverkana sem hún veldur sjálf.

Ég veitt ekki hvort það sem kom fram í síðust athugasemd þinni stafar af vanþekkingu, misskilningi eða hvort þú ert hreinlega að snúa viljandi út úr staðreyndum. Hvort sem er þá hvet ég þig af fyllstu vinsemd til að kynna þér þessi mál betur og halda þig við staðreyndir í umfjöllun um þau.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband