Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt gjaldþrot kennitöluflakkara vinstri vængsins endurómar enn

- Kjóll, kjóll, segðu mér hvar engin er -

Bjarni Benediktsson sýndi svo ekki verður um villst, að hann er pólitískur leiðtogi sem vex að burðarþoli og styrkist í takt við reynslu og álag. Sjálfstæðisflokkurinn styrkist ár fyrir ár með hann við stýrið

Tvístraður, sundraður og málefnalaus vinstri vængur íslenskra stjórnmála, nær ekki enn að jafna sig eftir fall Sovétríkjanna og sigur íhaldsmanna á þeim. Kratað og örent vinstrið hefur því gengið í hugmyndafræðilegt og verklegt lið með stjórnleysingjum og óvinum lýðræðislegs stjórnarfars. Þannig hangir það nú örent á einu hálmstrái, sem hamast er við að mála grænt, yfir rautt. En jafnvel sú græna hlið er farin að flagna svo af hálmstárinu því, að í rústroðann sést

Vinstrið, sem fyrirlítur trú, ættjörð og hagvöxt, stendur nú á öndinni yfir því að til skuli vera valkostur við kosningasvik, múgæsingar, skrílslæti og harðræði handa þjóð sem kratað vinstrið hvorki þolir né unnt getur ættjarðar, fullveldis, þjóðfrelsis og velmegunar

Þeir hafa ekkert í stjórnmálamanninn Bjarna Benediktsson, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, né þann flokk allan. Ekkert

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða pólitíska kennitölu-klask verður boðið fram úr gjaldþrotasafni krataðs ný-vinstrisins, því stórt er safnið það. Heljarins stórt og málefnalega tundrað. Og fyrr en varir getur það safn í tóm skrílslætin breyst

Reynslan af safni þessu kolsvört er. Það hvorki í stjórn getur setið, né í stjórnarandstöðu staðið. Það vill helst pólitískt heimili sitt hafa fyrir utan þekkt og gott. Stjórnlaus stefna þess er enn austur

Fyrri færsla

Flögrandi kjóll vinkvenna í Lundúnum kominn úr ríkisstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

...Og kannski sunnan við mána, hálfmána?

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2017 kl. 02:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Tja, við megum heppin teljast að þetta rusl-lið situr ekki í Hvítu húsi, því þá væri veröld okkar manna nú þegar afmáð úr tilverunni. 

Fyrirtæki landsins, og þeir sem í þeim vinna við að framleiða landsframleiðsluna, sem þetta pólitískt firrta geggjunarapparat ruslflokkanna lifir á og neytir, já þau og fólk þeirra mega horfa upp á þann geigvænlega beina og óbeina kostað sem þetta tryllta lið veldur þeim í baráttu þess við að halda landinu á floti.

Skömm þessa liðs er nú orðin svo stór að ekki verður lengra haldið án þess að tekið sé alvarlega til og þessu rusli hent sem ónýtu drasli á þá hauga sem það á heima; Ruslahauga sögunnar.

Skammist ykkar, veruleikafirrt vesalingaveldi Íslands! Skammist ykkar!

Réttast væri að taka af því það fé sem almenningur hefur látið það hafa til að vinna fyrir þjóðina. Þetta lið er áþján og skömm á lýðveldinu! Alger skömm.

Kveðjur - og þakka þér enn og aftur fyrir innlitin Helga

Gunnar Rögnvaldsson, 16.9.2017 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband