Leita í fréttum mbl.is

Árin 1917 - 1985 - 1991 og 2008 voru afgerandi tímamót

Í samfellt 500 ár hafði landmassi Evrasíu, þ.e. Evrópa og Asía á Austurhveli jarðar, drottnað yfir veröldinni með heimsveldum sínum. Flest sem gerðist í heiminum gerðist frá austri og yfir til vesturs. En þessi yfirburðarstaða Austurhvels jarðar í veröld mannanna, breyttist skyndilega á því sem næst einni nóttu þegar Vesturhvel jarðar gerði innrás frá vestri og yfir til austurs. Bandaríkin réðust frá vestri inn á landmassa Evrasíu í austri, til að koma á valdajafnvægi í Evrópu, þannig að enginn einn myndi ráða yfir skaganum Evrópu, sem stendur út úr meginlandi Rússlands. Þetta var 1917

Þriðjaheims-landið Bandaríki Norður-Ameríku sendi þarna meira en milljón manns frá Vesturhveli jarðar yfir til Austurhvels jarðar til að skakka leik. Þau gengu á land gamla heimsins frá nýja heiminum. Þetta hafði aldrei áður í sögunni gerst. Og þetta ár breytti heiminum fyrri fullt og allt

Bandarísku borgarastyrjöldinni lauk 1865, þar sem hálf milljón Bandaríkjamanna misstu lífið. En aðeins 30 árum síðar framleiddu Bandaríkin helming alls þess sem framleitt var á plánetunni

En aðeins 52 árum síðar, eða 1917, senda þeir meira en milljón manns frá vestri til austurs, sjóleiðina yfir næstum því hálfan hnöttinn, til að koma þar á því valdajafnvægi sem þeim þóknaðist. Þarna breyttist flest í heiminum. Ný heimsskipan komst á

Og árið 1985 var einnig merkilegt því þá hætti Atlantshafið að skipta Bandaríkin mestu máli. Verslun og viðskipti við Bandaríkin sjóleiðina yfir Kyrrahaf, tóku fram úr Atlantshafsviðskiptunum. Evrópan var orðin það lítil fyrir Bandaríkin

Önnur mikilvæg tímamót urðu svo árin 1991 og 2008

Árið 1991 féll síðasta heimsveldi Evrópu með því að Sovétríkin hættu að vera til. Frá og með þeim degi var ekkert veldi með heimsáhrif lengur til í Evrópu. Fimm hundruð ára sögu Evrópu sem landmassi heimsvelda, lauk þarna fyrir fullt og allt. Og það sem meira var. Eina stórveldið í heiminum, Bandaríkin, höfðu þá ekki enn fattað að þau sjálf voru eina veldið í heiminum með getu til að hafa áhrif og beina völdum hvert sem var og hvenær sem var, um alla plánetuna. Þetta var aldrei ameríski draumurinn og þetta var aldrei í sjálfu sér markmið, heldur gerðist þetta með því að restin af veröldinni gekk frá sjálfri sér hálfdauðri

Svo kom árið 2008. Þar hrundi um sjálfa sig niðurstaðan og lærdómurinn sem dregin var af 1945. En hún var sú að sérfræðingar yrðu, gætu og ættu að stjórna heiminum að miklu leyti. Allir kannast við ESB, AGS, Sþ, World Bank, OECD, WTO, "sjálfstæði" seðlabanka og fjármálaeftirlit, sovétflokka teknókrataveldis Evrópusambandsins og flesta háskólana

Þessir risavöxnu turnar sérfræðinga höfðu, þvert á gefin loforð, einfaldlega keyrt heiminn í svo mikla klessu árið 2008 að hann hefur ekki enn, 10 árum síðar, rétt úr sér. Sérstaklega ekki í Evrópu þar sem sérfræðin var mest og tilbeðin hve ákafast í ESB. En einnig í Asíu og Bandaríkjunum. Þessir svo kölluðu sérfræðingar voru ekki sérfræðingar. Platón sagði að læknir sem getur ekki læknað sjúkling sinn sé ekki sérfræðingur. Á hann má ekki setja titilinn sérfræðingur

Átökin um fjölþjóðaismann (e. multilateralism) eru ofarlega í umræðunni um þessar mundir, en sá ismi er afurð sérfæðinganna. Hann er lítið annað en eitt stórt núll og ekkert er á bak við kenningar hans um svo kölluð frjáls viðskipti fjölþjóðaismans. Bara tómið eitt og að sjálfsögðu há laun sérfræðinganna sjálfra - og öskuhaugar fjölþjóðaisma þeirra frá 2008

Og heimurinn getur ekki rétt úr sé á meðan sérfræðingar ráða. Það er einfaldlega ekki hægt. Þeir reyndust heiminum næstum því verri en engir. En þeir sitja enn klístraðir við stólana og það er enn erfiðara að losna við þá en gömlu kóngana og hirðir þeirra. Þess vegna er til dæmis stuðningur Repúblikana við háskóla í Bandaríkjunum snarfallinn niður í aðeins 40 prósent - og á hann eftir að falla enn frekar og djúpt

Heimurinn mun ekki rétta úr kútnum á ný nema með ofboðslegum hamförum. Þannig gengur enduruppsetning hans eftir áföll ávallt fyrir sig. Og í þetta skiptið, eins og svo oft áður, með þeirri nýju heimsstyrjöld sem er að hreiðra um sig í veraldarhafinu. Beyglan er því miður svo stór, hugmyndafræðilega illkynja og klístruð föst, að ekkert minna dugar í þetta skiptið

Heimsstyrjaldir eru ein flóknustu fyrirbæri tilverunnar. Þess vegna gapa allir þegar startskotið gellur. Hvenær það kemur veit ég ekki. En ég veit hins vegar að það mun koma og er að koma. Enginn getur komið í veg fyrir það. Enginn. Það eina sem hægt er að gera er að verja sig. Og það kann Ísland ekki því það er orðið sérfræðingum að bráð

Við erum sem betur fer á Vesturhveli jarðar -í nýja heiminum- því þar mun eina stöðugleikann verða að finna næstu hrunduð ára. Þetta er viss sárabót í gjöf frá heppninni góðu. En jafnvel hana er hægt að eyðileggja

Fyrri færsla

Fjármagnsflóttinn frá Evrópu eykst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bull vinur, vinsæll áróður sem settur er upp fyrir heimskan almenning.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.7.2017 kl. 07:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Bjarne.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2017 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband