Leita í fréttum mbl.is

Mun olíuverð fara niður í einn dal og sautján sent á tunnuna ?

Varla. En þegar Síðari heimstyrjöldinni lauk þá féll olíuverð niður í 1,17 dal á tunnuna í febrúar 1946

Svo kom OPEC til sögunnar og í krafti Parísar-samkomulags fjórfaldaði það verðið á olíu þegar í ljós kom að Bandaríkin höfðu stutt Ísrael í Yom Kippur stríðinu 1973. Það stríð varð til þegar Egyptaland og Sýrland studd af Sovétríkjunum og Írak, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, Alsír, Kúbu, Marokkó og Líbýu réðust inn í Ísrael og töpuðu

Eftir þá OPEC-fjórföldun olíuverðs lokaði Anker Jørgensen sósíalistískur forsætisráðherra Danmerkur danska vegakerfinu, og flaug svo stuttu síðar á hressingarhælið sitt í Norður-Kóreu með ríkisleyndamálin í skjalatöskunni. Bandaríkin höfðu jú með undirrituðum NATO samningi gengist í ábyrgð fyrir að verja Danmörku gegn árásum. Ábyrgðarlaus var forsætisráðherrann því algerlega af öllum "stjórnarathöfnum" á evrópska mátann

Þarna bönnuðu Bandaríkin útflutning á olíu. Það bann var látið gilda næstu fjörutíu árin. En nú er því aflétt og Bandaríkin byrjuð að flytja út olíu á ný. Þau eru stærsti olíuframleiðandi veraldar

Næsta stóra hreyfingin á olíumarkaði kom 1998 þegar Asía var að falla saman vegna þess að bráðsmitandi og gengisbundið Taíland hafði fallið saman í gjaldþrot og þar á undan hafði Japan fallið saman á horðalegan en mjúkan máta, miðað við samskonar hrun sem Kína stendur frammi fyrir núna. Gátu þá glöggir menn eftir miðnætti náð í rússneska olíutunnu á undir 10 dölum á mörkuðum

Olíuverðið tók svo að hækka á ný, því við tóku tvær bólur skipulagðra skrifborðsmanna sem brjáluðu heiminn:

1. Fjármálabóla ECB-aukaseðlabanka Þýskalands fór í gang. Hún skaffaði dauðvona hagkerfi Þýskalands þá örvum sem ekki var hægt að skaffa því undir löggjöfinni sem þýska markinu var búin. Örvunin handa Þýskalandi fékkst með því að henda lánsfé á neikvæðum raunstýrivöxtum út um alla Evrópu, þó mest suður og niður, til þess þannig að búa til eftirspurn eftir þýskt framleiddum vörum úr dauðvona þýsku hagkerfi, sem er krónískur útflutningsdópisti. Þá hét þýska hagkerfið "hinn sjúki maður Evrópu". Í dag er afleiddur ryksugupokinn af þessum peningamálum hins nýja myntsvæðis að brjóta bak kanslaraínu Merkels, því hann er svo stútfullur af peningum annarra þjóða. ESB-fangabúðirnar eru því að leysast upp í pólitískt þrotabú evrunnar og ESB

2. Næsta þrepið í geggjun gamla heimsins kom þegar kínverskir kommúnistar tróðu vindlum upp í kjaftinn á Lenín. Kveiktu þeir svo í og sprengdu hrávöruverð heimsins í loft upp. Olíuverðið var sprengt upp til himna með því taka ár eftir ár annan helming allrar landsframleiðslu Kínadellunnar og troða henni í 5-ára fjárfestingaráætlanir Kommúnistaflokksins, sem allar, næstum án undantekninga, eru og hafa reynst fullkomlega rangstæðar. Þar fuðrar nú fé fólksins upp í reyk sem sumir segja að hækki jafnvel hitastigið á jörðinni. Við þetta rauk olíuverðið upp í 145,31 dali tunnan í júlí mánuði 2008

Og einmitt þá héldu Herra Allir að þetta væri framtíðin, eins og alltaf. Ekkert mun breytast er ávallt sagt. Í dag er olíuverðið því 43 dalir tunnan og fer hratt lækkandi. Og bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverðið er til marks um miklar og stangar breytingar í skipan heimsmála á næstu misserum. Haustið gæti orðið mjög skemmtilegt

Sem sagt: frá 1,17 dal tunnan og upp í 145 - og svo niður í rúmlega 42 dali og fer hratt lækkandi

Allt er sem betur fer við það sama gamla í henni Veröld

Fyrri færsla

Bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta væri meint sem brandari, væri hægt að hlæja að því.

1. Bandaríkin hafa gert þetta síðan fyrir síðari heimstyrjöld.

2. Hvaða kjaftæði ertu með hérna?

Þú gleimir algerlega að skýra, að þýskaland hefur getað haldið uppi iðnaði sínum, vegna aðgengni að ódýrri olíu frá Rússum. Rússar hafa stundað að selja olíu til Evrópu, á undir markaðsverði ... meðal annars til Íslands, í gegnum síðustu áratugi.

Þú gleimir einnig að telja upp, að hátt olíuverð ... er það eina sem heldur uppi olíuframleiðslu breta, bandaríkjanna og noregs er dýrt olíuverð.  Ef olíuverð færi í 1 dollar fatið, yrðu fyrstu ríkin til að rjúka upp í vindinn, bretar og norðmenn.

Þú gleimir einnig, að telja upp að Bandaríkin geta einungis haldið uppi olíuframleiðslu sinni með ríkisstuðningi á ýmsu formi.  Olíukostnaður á meiri hluta olíu þeirra er yfir $40 mörkunum, meða kostnaður rússa er rétt yfir $20 mörkunum, en kostnaður fyrir mið-austurlönd eru undir $20.

Þú gleimir einnig, að telja upp að aðala "valdamenn" OPEC, er Saudi Arabía ... og þeir hafa komist upp með skítin úr sér, fyrir tilstylli BANDARÌKJANNA og BRETA.

Hvað varðar Kína, þá er Kína EKKI markaðs hagkerfi ... þeirra innri markaður, er því ekki einu sinni TENGDUR bólu-ímyndunum þínum.

Reyndu að segja rétt frá, vinur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 05:21

2 identicon

Þetta er bara öfundsýki hjá þér Gunnar ... lítið af þessu, og bara lítið, á við raunveruleikan að tefla.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 05:23

3 identicon

Mín von er sú að olíu verð fari í hæstu hæðir, því það mun fæla fólk frá því að nota jarðefnaeldsneyti og að fólk muni velja rafmagn og aðra sjálfbæra orkugjafa í staði, ekki veitir af vegna global warming.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 12:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Saga svarta gullsins í stórum dráttum og  skemmtilegum stíl Þínum Gunnar er óborganlegur.- 

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2017 kl. 14:54

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hressilegur pistill. Takk fyrir hann. 

Það væri með sönnu óskandi að með einhverjum hætti væri hægt að kippa fótunum undan handklæðahausunum og illmennunum í Saudi Arabíu. Meðan BNA eru þeirra helstu samherjar, er hinsvegar vandséð hvernig spila skuli þá fléttu. Hræsni og tvískinnungur BNA  kemur sennilega í veg fyrir að nokkuð breytist að ráði í þessum efnum, þó svo útflutningur sé hafinn á eldsneyti frá BNA. Þetta er jú aðeins einn tankur af gasi, sem um ræðir og hæpið að hann setji jarðefnaeldsneytismarkaðinn á hliðina.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.6.2017 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband