Leita í fréttum mbl.is

Bandarísk orka frá Texas til Póllands og olíuverð

Hráolíuútflutningur Bandaríkjanna frá 1920

Mynd: Hráolíuútflutningur Bandaríkjanna frá 1920

Fyrsti tankskipsfarmur fljótandi jarðgass beint frá Texan Cheniere félaginu í Texas lagði af stað frá Louisiana í Banaríkjunum þann 22. maí. Skipið lagði svo að með farm sinn í Lech Kaczynski höfninni í Póllandi þann 10. júní og uppskipun tók sólarhring. Gasið hafði verið kælt niður þar til það varð fljótandi. Gasið mun verma pólsku þjóðina sem Donald J. Trump heimsækir eftir rúmar tvær vikur

Ekki er víst að fyrrverandi Schröder kanslara Þýskalands líði við þetta neitt betur en illa i stjórnarsæti sínu í rússneska orkugeiranum, en formaður utanríkismálanefndar bandaríska þingsins sagði hann vera "pólitíska hóru". Bandaríkin hafa með undirrituðum samningi gengist í ábyrgð fyrir að verja Þýskaland gegn árásum, en sú ábyrgð gildir varla að fullu við þýskt pólitískan hóruhúsarekstur

Tölur orkustofnunnar Bandaríkjanna yfir hráolíuútflutning landsins síðasta ár eru stórmerkilegar. Eins og sést á myndinni nam útflutningurinn í mars 1,2 milljón tunnum á dag. Aukningin á milli ára er 200 prósentur. Því er spáð að þessi útflutningur verði um milljón tunnur að meðaltali á dag á þessu ári. Talið er að Bandaríkin eigi nú stærstu birgðir óunninnar olíu í veröldinni

Ný tækni hefur gert þessa vinnslu mögulega og henni hefur fleygt svo fram að við 30 dala verð á tunnu er framleiðslan arðsöm á til dæmis Bakken-svæðinu, sem er hálf milljón ferkílómetrar. Og ef þróunin verður eitthvað í áttina að því sem hefur verið, er eins víst að 15-20 dala verð á tunnu muni skila þeim hagnaði innan skamms, ef keppa þarf á því verði, sem alls ekki er ólíklegt

Bandaríkin eru hér með búin að rústa OPEC-hringnum. Vald hans er horfið. Enda sást það á síðasta samsæri OPEC og Rússlands sem sært var fram í desember í fyrra. Verðið tók við það eitt lítið dauðskattar hopp upp í mánuð áður en það féll aftur og er nú 44 dalir tunnan og fer lækkandi

Framleiðsla OPEC ríkjanna er komin niður úr tæplega 60 prósentum af heimsmarkaði árið 1973 og niður í 40 prósent núna og fer lækkandi dag eftir dag

Peningakista Sádi Arabíu verður við þetta tæmd eftir líklega aðeins 2-3 ár. Donald J. Trump var þar í heimsókn um daginn til að segja þeim að ef þeir og ríkin í Mið-Austurlöndum taki sig ekki saman við eigin-lausnir á sínum eigin innbyrðis vandamálum, að þá pakki Bandaríkin saman og húrri sér heim, því þeir hafa fengið nóg. Getur þá þessi heimshluti tætt sig sjálfur í sundur og siglt olíuskipum sínum á næstu skóga eigin tundurdufla og sökkt sér fyrir eigin vélarafli án þess að Bandaríkin komi þar nálægt. Þetta mun gleða Evrópusambandið mjög mikið, sem í samfellt 50 ár hefur hakkað á Bandaríkjunum til að breiða yfir fullkomið eigið getuleysi. Það Evrópusamband við ekkert er því að leysast upp í ekkert

Peningakista Rússlands andar einnig á kíghóstandi hvellum við þetta verð. Rússland þarf 60 dali á tunnuna til þess bara að lifa af sem eitt samhangandi ríki sem tekur sig af jöðrum sínum. Rússland eftir Pútín verður afar hættulegur staður, standi hann ekki af sér þetta erfiða mál fyrir landið sitt

Frá ströndum Norður-Kóreu hafa flugmóðurskipin USS Carl Vinson og USS Ronald Reagan bakkað mílur út, eftir að ríkisstjórn landsins var með þunga þeirra þvinguð að síðasta samningaborðinu áður en kjarnorkuvopna prógramm og ríkisstjórn landsins verða jöfnuð við jörðu. Þriðja flugmóðurskipið, USS Nimitz, var komið til Perluhafnar seinni hluta síðustu viku og bíður átekta ásamt strategískum sprengjuflugsveitum Bandaríkjanna á Guam. Öllum steinum skal snúið til að leita samkomulags áður en Norður-Kórea verður sem ríki lagt að velli og sameinuð Kórea undir bandarískri vernd stendur klár á tröppum Kína. Þetta er með öðrum orðum síðasti handþvotturinn við vaskinn áður en þær klæðast járnhönskunum

Á meðan vann Emmanuel Macron sigurvegara-flokkur frönsku kosninga stórsigur með því að fá völdin í þinginu fyrir atbeina eins fimmta hluta franskra kjósenda. Fyrir 20 prósentur kjósenda í landinu fékk hann lyklana að því öllu. Þetta mun að sögn krata þýða "pólitískan stöðugleika". Kosningaþátttakan var 43 prósent í síðari umferðinni. Heiti ég api ef svo verður

Í gær staðfesti Bretland að það muni, eins og um var samið í þjóðaratkvæði, yfirgefa Evrópusambandið með því að yfirgefa Evrópusambandið. Að vera tengt þar inn í lögsögu þess bákns mun drepa möguleika Bretlands á öllum öðrum stöðum í heiminum, sem eru margir. Landið mun því verða frjálst aftur árið 2019

1945-Heimurinn á Austurhveli jarðar, gamli heimurinn, er að leysast upp í pólitískar öreindir. Þetta er orðin óstöðvandi þróun og sem byrjuð er að tala saman innbyrðis á milli upplausnar- og átakasvæða. Eina stöðugleikann í heiminum er að finna á Vesturhveli jarðar. Aldir Bandaríkjanna eru að hefjast á meðan aldir landmassa Evrópu-Asíu eru að enda. Ísland er sem betur fer staðsett á Vesturhveli jarðar í nýja heiminum

Fyrri færsla

Efnahagsleg hugmynd að þjóð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú ert algjör meistari með þessar greinar þínar sem ættu líka heima í dagblöðum landsins. Ég vissi alltaf að BNA seldi Japönum Alaska olíuna strax og hún fór að renna frá Beaufort svæðinu en það var samningur vegna þess að Japanir smíðuðu 49 tommu rörin. Fyrir nokkrum árum og fljótt eftir að þeir betrumbættu eða hitt þó heldur bensínið með ethonoli þa´varð skortur á etholinu svo BNA byrjuðu að flytja út bensín. Spurning vaknaði þá hversvegna Ísland seilaðist ekki í þær byrgðir og fylltu tankanna í Hvalfirði. Mér skilst að Shell eigi eða leigi þá tanka. Gengið er gott til að kaupa eldsneyti af BNA.   

Valdimar Samúelsson, 20.6.2017 kl. 13:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Valdimar.

Ekki veit ég hvaðan við fáum okkar olíu.

En í dag hefur olíuverðið fallið enn frekar eða um tæp þrjú prósent og stendur nú í 43 dölum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.6.2017 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband