Leita í fréttum mbl.is

Efnahagsleg hugmynd að þjóð

Þýskaland byrjaði sem pólitískt hannað stjórnsýslulíkan prinsins Bismarcks í kringum útflutning. Þýskaland er frá upphafi efnahagsleg hugmynd að þjóð

Það furðulega er að landið þetta, hefur aldrei endað þetta líkan sitt af þjóð og reynt að vera þjóð en ekki útflutningur. Þýskaland er því ennþá bara efnahagsleg hugmynd um þjóð

Þetta er voðalega slæmt fyrir Evrópu, því þetta kemur í veg fyrir að lönd Evrópu geti þróast og þrifist. Með Evrópusambandið og evruna í rassvasanum getur útflutningsveldið Þýskaland haldið Evrópu í járngreipum og evrufátækt. Það mun ekki líða að önnur lönd komist á báðar fætur með því að stunda útflutning sjálf, þ.e.a.s. þau ríki sem mest þurfa á því að halda

Þýskaland þurrkar útflutningsgeira þeirra út, því annars fellur Þýskaland saman sem hugmynd. Og þá hættir landið að geta verið það sem það er núna - og þá breytist það í þið vitið hvað. Svona er að vera illa gert land sem hannað er fyrst og fremst sem efnahagsleg hugmynd um þjóð

Evrópa er glötuð, nema að henni sé splittað upp. Og það er einmitt það sem er að gerast. Að minnsta kosti kemur þýska landið engum í NATO til hjálpar ef ráðist er nágrannaríki þess niðri í suðaustri

Hverjir sem um munar myndu þá koma á vettvang?: Jú Tyrkir! Og kannski Bretland ef svo ber undir og kannski kaninn ef hann finnur þá ríkið á kortinu, sem svo löngu löngu er gjaldfallið. Allir sjá að þetta dæmi gengur ekki upp lengur. En það gekk upp á meðan Sovétríkin voru og hétu. Þá gekk NATO upp, en ekki lengur

Klaus Johannis var því í heimsókn í Hvíta húsinu um daginn. Allt þróunarlega mikilvægt sem er að gerast í Evrópu er að gerast í Austur-Evrópu og á Balkanskaganum

Auðvitað koma Tyrkir á vettvang. En munu þeir fara aftur?

Ropar Angela Merkel í bjórtjaldi. Andar hún enn?

Fyrri færsla

Lönd vinna ekki saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband