Leita í fréttum mbl.is

Svona ganga breytingar fyrir sig

John Selden (1584–1654)

Íhaldsmaðurinn

Þeir sem undrast ástandið í Bandaríkjunum gera sér ekki grein fyrir að einmitt svona ganga breytingar fyrir sig undir forseta sem kosinn var til að gera miklar breytingar. Hann setur að sjálfsögðu margt í uppnám. Hann er uppnáms-forseti því það er ekki hægt að gera breytingar án þess að setja það sem ekki vill breytast í uppnám. Uppnám verður því það sem einkenna mun breytingamanninn Donald J. Trump. Þetta er ekki þægileg innivinna hjá honum

Í Bretlandi kaus þjóðin í þjóðaratkvæði miklar og sögulegar breytingar sem að Sir John Fortescue hefði glaðst yfir. Líklega þær mestu á Vesturlöndum frá lokum Síðari heimstyrjaldar. Það á sem sagt að breyta mikilvægum hlutum. Og þær breytingar valda uppnámi. Vanvita elítur misskilins John Locke skjálfa, því hann skildi heldur ekki sjálfan sig

Það sem sameinar þessi tvö lönd eru sterkar lýðræðislegar stofnanir sannra Íhaldsmanna þar sem þrískipt valdið hefur stanslaust eftirlit með hvort öðru. Það skákar og mátar í tafli sem engan enda má taka. Og þetta þrískipta vald er komið úr einmitt Gamla testamentinu, þ.e. Ísraelaríki hinu forna. Þessi tvö lönd munu því áfram standa sem vitaverðir hins frjálsa heims. Það geta þau af því að þau voru byggð af sönnum Íhaldsmönnum, sem lásu Biblíuna og skildu hana. Restin af heiminum eru mest sökkvandi sovétríki og evrópusambönd prinsa. Lengi lifi engilsaxneskt lýðræði!

Fyrri færsla

Er Air Iceland Connect Eyjafjallajökull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bölvað þvaður er þetta, þrískipt vald kemur frá RÒM ... triumvirat.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 12:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Bjane. Þú ert að tala um hið pólitíska klessuverk meginlands Evrópu og sem alið hefur af sér það misfóstur sem við sjáum þar öldum saman og líka í dag. Það var og er einungis léleg eftirherma.

Ensk-Ameríska lýðræðisveldi Íhaldsmanna fór sem betur fer ekki þá hjáleið prinsins af Róm. Það fór hina upprunalegu leið sem stikuð var út í Gamla testamentinu. Það eina sem dugar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2017 kl. 14:27

3 identicon

Sæll Gunnar

Ég er sammála því að Trump sé að breyta heiminum, pólitíkinni og guð má vita hvað. Hinsvegar þá tel ég hann leikmann af svipuðum toga og Jón Gnarr sem Borgarstjóri. Trump fann stóran kjósendahóp sem var búinn að fá nóg af þessari rugl pólitík sem búin er að vera í gangi frá tímum Rómarveldis, liggur mér við að segja.

Það merkilega við Trump er að hann virðist vera með réttu spurningarnar en nánast undantekningalaust röngu svörin. Hann tekur til að mynda ekki þátt í pólitískri rétthugsun, en svarið hanns er að snúa því á hvolf og fara að búa til falsféttir.

Donald Trump mun breyta heiminum eins og vírus styrkir lífverur. Hann skilur tómarúmið sem myndast hefur í pólitíkinni og náði að hoppa inn í það. Nú er hann eins og fíll í postulínsbúð nýfrjálshyggjunar að taka niður stoðirnar. Á meðan skiptast BNA menn í tvo hópa, líkt og var á Íslandi eftir hrun.

Það er meira að segja smá Sigmundur í Donald, þeir virðast báðir sannfærðir um breytingar en hvorugur hefur hugmynd um hvað er raunverulega að fara gerast.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Sigþór.

Allir frambjóðendur Repúblikana eru af sama hópnum ávallt úthrópaðir, heimskir, vitlausir, næsti Hitler og nú síðast Hitler plús Mússólíni plús heimskur og enn vitlausari og jafnvel enn verra.

Enginn hefur sigrað andstæðinga sína í eigin flokki í öllum fylkjum Bandaríkjanna eins stórt og Donald J. Trump. Og sigur hans á landsvísu, ef New York og Kalifornía eru undanskilin, er sögulegur jarðskriðu sigur.

En hann er vissulega ekki forseti misheppnaðs meginlands Evrópu né glatarða prinsa þess. Og ég hugsa að margir fjölmiðlar væru komnir á höfuðið ef þeir hefðu ekki Donald Trump, svona eins og þeir höguðu sér í kosningabaráttunni. Nú lifa þeir á Donald J. Trump því lesendurnir, allir nema kjarnahatarar Trumps, eru farnir frá þeim. Þeir verða því að standa sig í Trump-hatrinu til að halda þeim föstum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2017 kl. 17:29

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Demókratar í usa vita að sókn er besta vörnin. Hillary og hennar nótar eru með spillingarmál og önnur hneykslismál sem mega ekki líta dagsljósið. Til að gefa ekki rárúm fyrir það drullumall að komast í hámæli, þá er taktíkin að þyrla upp eins miklum moðreyk og mögulegt er. Ef rykið nær að falla þá enda þau fyrir dómstólum, svo skiljanlega er drullumakeríið látið ganga viðstöðulaust og mun gera út forsetatíð hans.

Óttast mest hvað kemur í tómarúmið eftir að forsetatíð hans lýkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:26

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar sluppu með skrekkinn í nótt. Þeir voru ekki langt frá því að fá breskan Steingrím J. Í forsætisráðherrastólinn. Sá heimtar nú að hún segi af sér svo hann komist ókjörinn í allsherjarráðherrastöðu. Lýðræðissansinn ekki ósvipaður og hjá tapsárum demókrötum í usa.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:31

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek það fram að ég er enginn aðdáandi Trump. Tel han misþroska einstakling sem er svo fullur af sjálfum sér að honum er ómögulegt að hugsa fyrir fjöldann.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:35

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og Bjarni,

lestu nú söguna betur. Triumvirate er þríræði, (sama og troika) hjá rússunum. Þýðir einfaldlega að þrír leiðtogar ríki án þess að tiltekin sé einhver sérstök verkaskipting. Þekkist helst í hernaði hjá rómverjum þar sem hver um sig stjórnar ólíkum deildum hersins sem ein heild. 

Þrískipting valds er ekki sama og verkaskipting.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2017 kl. 18:46

9 identicon

Já Gunnar

Það er rétt að hann sigraði stórt í flokknum, enda var hann sá eini sem talaði við tíðarandann, eða hluta af honum. Hinir frambjóðendur hægrisins voru klaugalegir og úr snertingu við raunveruleikann.

En svo snúast hlutirnir upp í andhverfu sína. Þegar hann neitaði að skrifa undir Parísarsamkomulagið, þá tryggði hann það. Hann tryggði jafnframt möguleika Kínverja á að taka forustu í að þróa og selja umhverfisvænar lausnir til framtíðar. Það vita flestir núna að kol og olía er ekki framtíðin nema að litlu leiti. Það gerðist einnig þegar hann neitaði að skrifa undir að leiðtogar heimsins kepptust við að koma fram og lýsa yfir stuðningi við samkomulagið. Trump setti umhverfismálin á dagskrá líkt og Júdas skilgreindi Krist.

Gerði hann það viljandi? Það efast ég stórlega um.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 19:13

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Steinar

Já mikið rétt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2017 kl. 23:32

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigþór.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Bandaríkin dragi sig út í þeirri þvælu sem Parísarsamkomulagið er. 

Bandaríkin hafa ávallt litið alþjóðlegar skuldbindingar og svona eðlis samkomulög hornauga. Versalasamningurinn fór ekki í gegnum þingið vegna Þjóðabandalagsins. Samt var Wilson í París í sex mánuði að vinna einmitt að því samkomulagi. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (Róm) fór ekki í gegnum þingið vegna fullveldisins. Kyoto 2009 fór ekki í gengum þingið. Það var rétt svo að þátttaka í Sþ var samþykkt og þá aðeins undir þeim formerkjum að eingöngu yrði um vettvang fullvala ríkja að ræða. Engar samsteypur takk. Enginn fjölþjóðaismi (multilateralism) mátti sú stofnun verða, en þátttaka Bandaríkjanna hangir ekki á sterkum þræði þar núna, vegna þess að sú stofnun er að komast í fjölþjóðismalegan keng, eins og þær felstar enda sem sjálfs-þjónustustofnanir elíta. 

Ég hefði orðið mjööög hissa ef Donald J. Trump hefði ekki togað Bandaríkin út úr Parísarþvælunni, eins ógeðfellt og það batterí er. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2017 kl. 23:48

12 identicon

Ég veit ekki hversu gott eða slæmt Parísarsamkomulagið er en Trump hefur með gjörðum sínum komið loftlagsmálum staðfastlega á kortið út um allann heim og það ansi vel. Það er ófyrirséð afleiðing af kosningaloforði Trumps.

Staðan er samt einhvernveginn þannig að maður veit ekki hvort hann verður forseti mikið lengur og hvað muni taka við?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 10.6.2017 kl. 01:32

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Parísarsamkomulagið er enn ein tilraun sósíalista til að dreifa peningunum (redistribusion of wealth). Helst annarra peningum. Trump setti bermsu á þann skrípaleik.

Engu að síður eða þrátt fyrir það mun vinna á sviði tækni framkvæmda í orkumálum halda áfram í Bandaríkjunum. Sú vinna er í fullum gangi og engar vísbendingar um að Trump hyggist leggja stein í götu hennar.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2017 kl. 08:50

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Staðan er samt einhvernveginn þannig að maður veit ekki hvort hann verður forseti mikið lengur og hvað muni taka við?

Þú ert þá að meina að staðan í fjölmiðlum sem lifa á því að hata Trump er eins og hún er. Kjörtímabilið er fjögur ár Sigþór. Restin er krampadrættir fjölmiðla og Demókrata. 

Á meðan vinnur ríkisstjórn Trumps að breytingum. Þetta hentar henni alveg ágætlega, því þá taka fjölmiðla-fjolsin ekki eftir því sem hann er að gera fyrir framan nefið á þeim. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2017 kl. 11:05

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já mikið rétt Ragnhildur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2017 kl. 11:06

16 identicon

Ég á við að það er sótt að honum úr öllum áttum núna og það mun bara fjölga í hópnum. Nýjasta dæmið eru börn í BNA sem hafa höfðað mál vegna framtíðar loftgæða. Það mál er ansi áhugavert svo ekki sé meira sagt.

Heimska Trump felst í að geta ekki haldið kjafti yfir sumu eða, að því er virðist, flestu. Hann er uppteknari af ímynd sinni en Bjöggi Thor. Tíminn sem hann eyðir í að innheimta aðdáun annara á sér er sjúklega mikill. Fólk sér því nokkuð fljótlega að þar fer sjálfumglaður maður sem ekki er hægt að reiða sig á, enda virðist hann nú þegar hafa orðið uppvís af meiriháttar spillingu samkvæmt öðru dómsmáli sem farið er af stað gegn honum.

Það eina sem hann fattar í raun er að það er eitthvað nýtt að gerast í heiminum, hann hefur enga hugmynd um hvernig það er að gerast eða hvað það er. Maður kannski sá það ekki svo gjörla að maður með réttu spurningarnar en vitlaus svör væri sá sem mundi bylta heiminum. Reynda tel ég að Donald muni skapa frekari rústir áður en tiltekt getur hafist fyrir alvöru.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 14.6.2017 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband