Leita í fréttum mbl.is

Norður-Kórea nú eða aldrei?

Það að Norður-Kórea sé orðin fær um að framleiða og skjóta upp eldflaugum knúnum föstu eldsneyti, boðar ekki gott. Það þýðir að japanska þjóðin hefur ekki nema nokkrar mínútur, kannski sjö, til að undirbúa sig fyrir kjarnorkuárás. Tíminn sem vesturströnd Bandaríkjanna hefur er nokkuð lengri, í mínútum talið

Þegar eldflaugar nota hins vegar fljótandi eldsneyti, þá þarf að koma því á flaugarnar áður en þeim er skotið upp og það tekur tíma. Sé vitað hvar þær eru staðsettar er hægt að fylgjast með áfyllingu og undirbúningi skots með aðstoð gervihnatta - og ná að búa sig undir kjarnorkuárás eins mögulega og hægt er

Nýr leiðtogi Suður-Kóreu tók sér sólarhringsfrí frá stöfum í síðustu viku. Það er ekki dæmigerð suður-kóreönsk hegðun, því þeir vinna mest allra þjóða. Hvað var það sem krafðist svona mikils næðis að nýr þjóðarleiðtogi Suður-Kóreu þurfti að stimpla sig út til að geta gert. Þurfi hann að taka erfiða ákvörðun. Þurfti hann að hugsa sig vel um?

Ef Norður-Kórea kemst upp með að þróa kjarnorkuvopn sem með rekstraröryggi ER hægt að beita, þá markar sá atburður að ekki er lengur hægt að eiga við landið. Ef því er leyft að komast yfir þann erfiða þröskuld, þá er orðið of seint að gera nokkuð í málinu. Þannig virka kjarnorkuvopn

Hvað mun gerast næst? Þetta vandamál er ekki á förum, þvert á móti, það er sífellt meira aðkallandi

Fyrri færsla

Utanþings ríkisstjórn Þýskalands lækkar í hafinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hveru er N-kóreu svona í nöp við japani; hafa þeir verið að gera eitthvað á kostnað N-koreu?

Ef að N-kórea myndi skjóta eldflaug á einhverja borg og valda miklum skaða; hvort sem að það væri í japan eða suður-kóera;

myndu þá BANDAMENN  ekki þurkra N-kóru út af kortinu með einhverjum hætti?

Jón Þórhallsson, 28.5.2017 kl. 08:31

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að N-kórea myndi skjóta eldflaug á eitthvert ríki; að þá væri kína orðið samsekt og þá væri réttast að reka þá úr ÖRYGGISRÁÐINU.

Jón Þórhallsson, 28.5.2017 kl. 09:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jón.

Þetta sem þú varpar þarna fram má flokka sem  kaffihúsa-spurningar.

Þessar spurningar horfa allt öðruvísi við þegar þú ert þjóðkjörinn leiðtogi sem svarið hefur þess eið að vernda þjóð þína gegn einmitt þessu. Þá lítur "ef að" allt öðruvísi út.

Þjóðaröryggisstefna þessara ríkja getur ekki byggst á að "vona það besta".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2017 kl. 09:14

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er kína stætt í ÖRYGGISRÁÐINU ef að þeir ætla að valda N-kóreu gegn árás BANDAMANNA á hermangið í n-kóreu?

Jón Þórhallsson, 28.5.2017 kl. 09:31

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Norður-Kóreu, eða einræðisherranum þar, gæti vel verið í nöp við Japan, vegna stríðsglæpa japanska keisaraveldisins í Kóreu á fyrri hluta 20. aldar, þegar Kórea var eitt ríki.

Theódór Norðkvist, 28.5.2017 kl. 09:37

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1) USS Carl Vinson og carrier strike group er nú staðsett undan Kóreusaga.

2) USS Ronald Reagan (CVN-76) og CSG er einnig staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan.

3) USS Theodore Roosevelt er nýkomið úr þjálfunarleiðangri til heimahafnar í San Diego og hafa flotayfirvöld sagt að flugmóðurskipinu verði sett ný verkefni á næstunni, en áfangastaður var ekki gefinn upp.

4) Hundrað F-16 orrustuþotur Bandaríkjahers eru staðsettar í Suður-Kóreu og miklar æfingar hafa staðið yfir, sem aðeins fáir minnast á í fréttum.

5) Stealth F-35 flugvélar Bandaríkjanna hafa frá því í janúar verið staðsettar í Japan.

6) Andersen flugstöð bandaríska flughersins er á eyjunni Guam, þrjú þúsund kílómetra suðsuðaustur af Pyongyang. Þar eru strategíaskar sprengjuflugsveitir bandaríska flughersins staðsettar. Þær sem eru "stealth", það er B-1 og B-2, og svo ásamt þungavinnuvélunum B-52. Flotastöð sjóhersins er einnig á Guam.

7) Almannavarnir (civil defence) og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna halda kynningu á fundi á vegum Viðskiptaráðs Guam-eyju á miðvikudaginn, þar sem borgaralegar öryggisvarnir (civil defence) verða kynntar vegna stöðunnar á Kóreuskaga. Eyjan er hluti af Bandaríkjunum og þar búa um 160 þúsund manns. Enginn hefur minnst á þetta nema fréttamiðlar eyjunnar. Maður hræðir ekki líftóruna úr 160 þúsund manns sér til gamans.

8) Nýr leiðtogi Suður-Kóreu tók sér sólarhringsfrí frá stöfum í síðustu viku. Það er ekki dæmigerð suður-kóreönsk hegðun. Þurfti hann að hugsa sig vel um? 

Summa summarum: ég er næstum sannfærður um að árás á NK sé yfirvofandi. Það er ekki verið að fela neitt. Þetta er hefðbundin leið Bandaríkjanna. Að láta alla vita hvað er að fara að gerast með því að fela ekki neitt. Það er þá bara hægt að stöðva þetta áður en það byrjar, ef Norður-Kórea bakkar út og gefst upp. Og allir vissu að þetta myndi gerast ef NK færi yfir rauða strikið. Það er búið að vera öllum ljóst í meira en 20 ár.

Trump sagðist ætla að senda “armada” til NK. Þetta er sennilega hún.

Öryggisráð Sþ er hér málinu algerlega óviðkomandi. Það skaffar ekki öryggi. Það gera hins vegar heraflar Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2017 kl. 18:21

7 Smámynd: Merry

Sæll Gunnar

Ég held að allir verði hamingjusamir þegar Kim Jong Un er loksins hætt frá því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugum til að afhenda þeim. Það gæti verið vandamál við Kína þó eftir.

Merry, 28.5.2017 kl. 19:36

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Merry og Theódór fyrir innlitið.

Það er mjög líklegt að eftirleikurinn verði mörgum mjög erfiður. Svona eins og alltaf gerist þegar ófreskjur falla saman ofan á borgarana sem voru þvingaðir til að halda henni uppi.

Hvað gerist þegar 25 milljón manns sem eru á barmi hungursneyðar og sem einnig frá fæðingu eru heilaþvegnir til að halda að allir sem koma og bjarga þeim séu verstu skrímsli veraldar, er vandamál sem erfitt verður að glíma við. Bandaríkin og Suður-Kóra munu eiga fullt í fangi með þá mannlegu katastrófu sem þarf að lækna. Það krefst fjármuna og samstöðu þjóðar sameinaðrar Kóreu.

Ég myndi ekki búast við neinu góðu frá Kína, enda á það nóg með sín eigin innvortis vandamál. Það er ekki stórveldi nema í einum skilningi: þ.e. það er stórveldi fátæktar og kúgunar. Samt mun skárra en NK, en slæmt samt.

Sameinuð Kóra myndi undir vernd Bandaríkjanna verða stórveldi innan álfunnar. Svo mikið er víst. Og ekki mun Kína gleðjast yfir því, né gleðjast yfir að hafa misst sírenu-vælandi hótunarvald sitt yfir Bandaríkjunum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2017 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband