Mánudagur, 24. apríl 2017
Frakkland: ein allsherjar höfnun og klofningur
Umdæmi: Macron: gult | Le Pen: dökkgrátt (krækja)
Úrslit fyrstu umferðar frönsku forsetakosninganna liggja nú fyrir. Emmanuel Macron fékk 23,86 prósent atkvæða og Marine Le Pen fékk 21,43 prósent atkvæða. Þau tvö berjast síðan um forsetaembættið á komandi vikum
Öllum gömlu flokkunum hefur hér með verið hafnað og úthýst. Þeir koma ekki lengur til greina í embætti forseta Frakklands á næstunni. Spyrja má hvort að kjósendur séu að hafna því sem gömlu flokkarnir hafa komið til leiðar á undanförnum 70 árum, þ.e. frá styrjaldarlokum
Frakkland er klofið í tvennt. Algerlega öndverðir pólar berjast um embættið. Kjósandi Macrons talar helst ekki við kjósanda Le Pens. Annar frambjóðandinn hafnar því mikilvægasta sem franska byltingin boðaði: þ.e. sameiginlegum örlögum þjóðarinnar. Að hún yrði að standa saman um sameiginlega sögu, tungumál og menningu, því aðeins þannig væri hægt að deila sameiginlegum örlögum og styðja við þjóð sína innbyrðis (fraternité). Það þyrfti þjóð til þessa og til að þjóðin geti verið þjóð verður hún að eiga sitt þjóðríki
Þessu hafnar Emmanuel Macron, en þessu berst hins vegar Le Pen fyrir. Hún vill varðveita andann úr frönsku byltingunni en hann vill það ekki
Þetta er nokkuð eins og sagan um Evrópusambandið. Þýskalandið sem vildi ekki deila örlögum með Grikkjum né heldur Suður-Evrópu. Þegar áföllin dundu yfir þá hvellsprakk Evrópusambandið við fyrsta mótbyr og engin sameiginleg útkoma kom úr hvellinum. Byrðunum var ekki dreift jafnt. Það varð til ein útkoma í Grikklandi, önnur á Spáni, ein í Finnlandi og önnur í Frakklandi og svo framvegis. Evrópusambandið féll eins og spilaborg, en eftir stóð Evrópa. Sagan kom þarna heim úr sumarfríi sínu, sem hófst árið 1945. Evrópa hafði ekkert breyst
Við hefðum aldrei sökkt Vestmannaeyjum til að bjarga Akureyri. Og heldur ekki aumingja Reykjavík. Ísland er nefnilega þjóðríki og við erum þjóð sem á sér sameiginleg örlög. Það er Evrópa ekki. Hún er einungis landfræðilegt heiti og verður aldrei neitt annað. Við munum aldrei nokkru sinni sökkva Íslandi til að bjarga neinu öðru landi og síst af öllu skrifstofuveldi imperíalista
Ljóst er, sama hver verður næsti forseti Frakklands, að vaxandi ójafnvægi og ófriður mun ríkja innanlands í Frakklandi á næstu mörgum árum. Á sama tíma er landið njörvað niður í Evrópusamband sem er að springa í loft upp. Mun Frakkland þola þetta. Mun það rifna í sundur. Verða gömlu björgunarbátar frönsku þjóðarinnar brotnir í spón (þjóðríkið og landamæri þess), eða er kannski þegar búið að sökkva þeim. Getur landið snúið við heim
Eins og sést á kortinu, hafa menn kosið sterkari varnir og sterkari landamæri, því nær sem þau liggja að daglegu lífi þeirra. Varnarleysið er þar mest. Utanlands-umdæmin kusu eðlilega rautt: þau vilja meiri peninga frá aðalstöðvunum, því þau liggja í langvarandi massífu atvinnuleysi, eins og ástandið er reyndar líka, að miklu leyti, heima í blessuðum aðalstöðvum Evrópusambandsins í Frakklandi. Hvað verður um Frakkland, spyr ég. Mun það sökkva sér til að bjarga skrifstofuveldi. Það efast ég um
Það sem gildir núna fyrir þjóðir Evrópusambandsins -og sem er einmitt í gangi í Evrópu núna- er að reyna að tryggja sig sem best gegn drukknun áður en sambandið springur endanlega í loft upp og allir ætla að synda út um sömu botnlokuna samtímis, þegar sambandið og mynt þess sekkur. Ekkert land vill verða nýtt Grikkland á botni Evrópu. Þeir sem hugsa minnst, munu drukkna. Engin sameiginleg örlög eru í pakkanum - og hafa aldrei verið
Fyrri færsla
Eru ESB-sinnar aumingjar? Já, oft eru þeir það
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það er mikið gleði efni að sjá þetta þroskamerki hjá frönsku þjóðinni sem er langt komin með að kjósa sér jafnaðarmann sem forset, mann sem er mikil Evrópu sinni og vill veg Evrópusambandsins sem mestan. Það má því túlka úrslit kosninganna sem sigur Evrópu sinna og sigur Evrópu sambandsins og sigur jafnaðarmanna í leiðinni.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 11:58
Það er vonandi að fleiri þjóðir t.a.m Ísland sýni jafn mikið þroska merki og franska þjóðin er að gera þ.e að hafna hægri öfga þjóðernishyggju og sjái ljósið í jafnaðarstefnunni
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 12:08
Þakka þér Helgi.
Þær eru broslegar athugasemdir þínar og innatómar.
Það er reyndar Evrópusambandið sem nú stendur fyrir "þjóðernishyggjunni" sem þú talar um og fordæmir. Þar skiptir þjóðernið öllu máli núna. Þar skipti það allt í einu öllu máli þegar á reyndi. Það skipti nefnilega öllu máli hvort að þú varst og ert Grikki eða Þjóðverji eða Spánverji eða Íri eða Finni eða Ungverji þegar á reyndi og áföllin dundu yfir og sem enn standa óleyst níu árum eftir að þau dundu yfir. Þetta er heimsmeti í getuleysi. Þýskaland ætlaði ekki að borga fyrir Grikki né neinn annan. Þýskaland ætlaði ekki að borga fyrir neinn nema sjálft sig. Þetta er þjóðernishyggja og hún er vatteruð með heimsku Evrópusambandssinna sem virðast vera kynslóð glærra gáfumenna með grjót í heilastað. Svo mikil er hugsun þeirra að hún jafnast á við heilastarfsemi gjósthrúgu.
Ergo ESB-absúrdiztanista: "það þarf að stöðva Evrópusambandið til að stöðva þjóðernishyggju þess, sem til þessa felst í því að afvopna ríkin til þess eins að geta drekkt þeim varnarlausum með þjóðernisstefnu í áföllum". Þeir sem sjá ekki hversu holur málflutningur þetta er, eru sannarlega bæði blindir og heyrnarlausir.
En reyndar byggir frjálslynt lýðræði nútímans og fortíðar á þjóðernishyggju, sem er næsti bær við móðurástina. Því að þjóðin er forsendan fyrir sjálfsákvörðunarrétt hennar og þar með frelsi hennar. Frelsið sem af því leiðir, þ.e. þjóðfrelsið, er forsendan fyrir lýðræði: þar sem fólk deilir sameiginlegum örlögum, en drekkir ekki hvort öðru, eins og í Evrópusambandinu.
Niðurstaða frönsku byltingarinnar var rétt. En framkvæmd hennar, niðurstöðunnar, hefur hins vegar farið út um þúfur og spillst að miklu leyti.
Emmanuel Macron er bara enn einn kjáninn í viðbót í þessari hrúgu. Bara enn einn lýðskrumari Evrópusambandsismans með rétt útlit og í réttum fötum á réttum tíma. Annað hefur hann ekki.
Það er kominn tími til að þið grjóthrúga Evrópusambandssinna reynið að leggja eitthvað á ykkur af hugarstarfsemi annað en grjóttómt blaður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2017 kl. 13:24
Ein spurning...hvað er gjósthrúga..?
Annars er mikil þversögn í þessu svari þínu, í einu orðinu gagnrýnir þú þjóðernishyggju Evrópusambandsins sem, samkvæmt því sem þú segir, að það sé verið að mismuna þjóðum vegna þjóðernis innan Evrópusambandsins og að t.d Þjóðverjar ætli ekki að koma Grikkjum til aðstoðar, í hinu orðinu svo ég vitni í þig:
"En reyndar byggir frjálslynt lýðræði nútímans og fortíðar á þjóðernishyggju. Því að þjóðin er forsendan fyrir sjálfsákvörðunarrétt hennar og þar með frelsi hennar"
..og gagnrýnir svo Þjóðverja fyrir að taka þá sjálfstæðu og réttlátu kröfu, um að ætla ekki að borga spillingar brúsann fyrir Grikkland..?
Þvílík þversögn.
ÁFRAM ESB
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 13:34
Þakka þér Helgi
Þegar stafsetningarvillur mínar eru fyrsta mál á dagskrá, þá veit maður strax hversu tunnan er tóm af rökum.
Það er nytsamt hjá lýðskrumurum Evrópusambandsins að tala um spillingu í landi X eða Y þegar á reynir. Bandaríkin áttu til dæmis með "spillingu" að hafa selt Þýskalandi og Frakklandi ónýt lánasöfn. Og Grikkland átti að hafa hafnað í þeirri stöðu sem það er í vegna "spillingar". En það var einmitt því "spillingarbæli" sem Þýskaland og Frakkland lánuðu peninga til í svo miklum mæli að löndin sjálf riða til falls. Þýskaland og Frakkland vissu mjög vel hvað Grikkland, Spánn, Ítalía, Kýpur, Írland, Portúgal, Ungverjaland og Pólland eru. Ef þau vissu það ekki fyrirfram þá eru þau kjánar, eða réttara sagt; öll stjórnmálastétt þessara landa samanstendur þá af afglöpum.
Allar helstu stofnanir Þýskalands hafa tekið þátt í öllum verstu svindl- og spillingarnúmerum á heimsvísu sem hægt var yfir höfuð að taka þátt í, og jafnvel verið dæmd fyrir spillingu sína. Svo þetta eru rök sem bíta hvergi í Evrópu né annarsstaðar. Að reyna að drekkja öðrum löndum, sem búið var að gera varnarlaus, með svona rökum.
Víða upp við landamæri Norður-Frakklands ríkir 30 prósent atvinnuleysi meðal Frakka. Hinumegin við þau landamæri er 5 prósent atvinnuleysi. Þeir sem halda að svona lagað geti gengið upp til lengdar innan ramma þess Evrópusambands sem bjó þetta ástand til, eiga virkilega bágt. Sé þetta ekki leyst þarna sem og annarstaðar í Evrópu, þá mun Marien Le Pen líta út sem fótalaus og meinlaus vesalingur miðað við þann sem á eftir henni kemur til að kippa hlutunum í lag sem tilvist Evrópusambandsins hefur skapað fyrir þjóðir Evrópu. Þá mun hennar verða minnst sem hins mjúka stjórnmálamanns. Ef Macron tekst vel til þá ber að fanga því. En litlar líkur eru á því að hann sé neitt annað en sá sem sparka mun dósinni lengra niður eftir götunni til glötunar Evrópu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2017 kl. 14:21
Sér er nú hver þroskinn að kjósa jafnaðarmann til forseta í Frakklandi,eins og Helgi kemst að.
íslendingar hafna "falsettu" ESB,svo augljós og fölsk sem hún er.Sannar hún best þessa oft'nefndu orðatilvitnun: "Að sumir eru jafnari en aðrir"
Takk Gunnar minn fyrir dugmikla baráttu og hollustu við þjóð okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2017 kl. 02:33
Sæll Gunnar.
Bestu þökk fyrir svo góðan og skeleggan pistil.
Yfiburðasigur Marion vekur athygli því augljóst
er að hún hefur unnið hug og hjörtu Frakka sjálfra.
Í stórborgunum myndi hún ná langtum fleiri atkvæðum
með því að hliðra ögn til í stefnunni því þar eru
fjölmargir sem beinleiðis eru vitlausir í að geta
kosið hana en óttast að einhverju leyti um eigin stöðu
og að þeir með atkvæði sínu myndu senda sjálfum sér
reisupassann því hvítir og hreinræktaðir eru þeir ekki
sem þeir á 'sléttunni' en vildu gjarna ílengjast
í Frakklandi ef ekki væri fyrir þá Egyptalandsplágu
sem þar gengur yfir.
Maríon mun vissulega gjörsigra 7. maí ef hún
ber gæfu til að hnika örlítið til og leyfa sér
að sýna löndum sínum hvílíkur leiðtogi hún er
og að hún hefur það sem til þarf til að draga
Frakka uppúr forarvilpunni en þeir kleprahundar
sem í boði eru geri ekki annað en að sökkva þeim endanlega.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.4.2017 kl. 04:04
Þakka þér góðar kveðjur Helga
Reyndar beið sá flokkur sem kallast "jafnaðarmannaflokkur" (sósíalistar eða "Parti socialiste") í Frakklandi algert afhroð í þessum kosningum. Þetta er flokkur Hollande, sem er óvinsælasti forseti í sögu Frakklands, og Mitterands og Royale. Frambjóðandi þeirra Hamon fékk 6,3 prósent atkvæða. Ég hugsa að fáir viti enn hvað banka-drengurinn Macron og svo kallaður Áfram flokkur hans standi fyrir, nema banka. Macron var hátt settur í glötunarstiganum hjá Hollande, sem er með 4 prósent vinsældir kjósenda.
Það er greinilegt að Frökkum finnst orðið óþolandi að kjósa til valda þá sem verið hafa við völd í landinu til þessa. Svo ekki veit ég hverju Helgi Jónsson er að fagna hér fyrir ofan, enda veit hann það greinilega ekki sjálfur nema að hann haldi að sósíalistar séu eitthvað annað en sósíalistar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2017 kl. 13:26
Þakka þér Húsari fyrir skrif og innlit.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2017 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.