Leita í fréttum mbl.is

Eru ESB-sinnar aumingjar? Já, oft eru þeir það

Hér hvílir 70 ára tímablið frá 1945 til 2015 e.Kr.

Mynd: Útför síðustu 70 ára fer nú fram

Það er mikil vinna og kostar mikið erfiði að viðhalda fullveldi og sjálfstæði þjóða. Auðveldast er að gefa bæði burt þegar á móti blæs. Láta aðra og ókjörna um þau mál. En mjög erfitt er hins vegar að fá þessa tvo hluti til baka. Mjög erfitt og oft vonlaust. Næstum alltaf vonlaust og krefst oft ofboðslegra hörmunga og fórna

Þeir sem nenna ekki að viðhalda fullveldi og sjálfstæði Íslands, eru oft aumingjar. Það verður að segjast eins og það er. Þannig er það

Tímabilinu frá 1945 til í dag, er nú lokið. Árangurinn af fjölþjóðaveldi fyrirbæra eins og Evrópusambandsins, svo kallaðra "alþjóðasamfélaga" og hámenntaðra teknókrata þannig samsteypa og annarra, er það sem fyrir augum okkar liggur í dag. Árangurinn er heimur í uppbroti. Heimur í upplausn. Þetta er þeirra árangur. Og þeir ætla sér ekki að deila kjörum með þeim sem þeir brugðust. Bara alls ekki. Þeir halda enn að allt sé ókei bara ef bankarnir hanga opnir. Að allt verði ókei bara ef meira fullveldi og sjálfstæði þjóða sé hent fyrir hunda þeirra

Réttast væri að stilla hinum ókjörnu vesalingum sem gerðu þetta upp við vegg. En þannig virkar heimurinn ekki þar sem þeir er héldu réttindum þjóðar sinnar á lofti, ráða ríkjum. Þar eru aumingjarnir umbornir, en kosnir burt. Hvað verður hins vegar á hinum stöðunum, vitum við ekki enn. En ekkert þakklæti mun koma frá þeim fyrir að vera umbornir sem aumingjar. Þannig virkar heimurinn ekki

En þeir verða samt að læra að það er þrotlaus vinna að viðhalda fullveldi og sjálfstæði þjóðar okkar. Þetta er allt sem við höfum. Og þetta er allt sem allir aðrir í heiminum hafa - eða hafa ekki lengur. Sjötíu ára sumarfríinu frá sögunni er hér með lokið. Spennið beltin

Fyrri færsla

Breskt þorskastríð í uppsiglingu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við sem eru miklu eldri en þú vinur vitum að það er bannað að stilla upp við vegg.Hverjir banna? Þeir ókjörnu góðu umbornu hávaðasömu,sem skapa siðferðið. Aga leysið hefur verið viðvarandi svo lengi.. Mb.Kv. á spani.

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2017 kl. 14:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Lýðræðið, sem er eins konar framkvæmdaarmur þjóðfrelsisins, en það var um sjálft það frelsi sem baráttan fyrir fullveldi og sjálfstæði snérist um, já það felst í því að geta kosið burt þá sem reyna að tortíma því.

Það er valra mögulegt að hindra þessi ömurlegu öfl í að komast til valda. En ef maður tekur burt möguleikann á að kjósa þessi öfl burt, já þá er sjálft frelsið dautt og þar með lýðræðið einnig. Þetta hefur gerst í ESB og sérstaklega á evrusvæðinu. Ógnin sem frá dauða frelsisins stafar, blasir þar nú við. Allt titrar þar og skelfur. 

Á undan lýðræðinu kemur alltaf frelsið. Það er númer eitt. Enda var það um sjálft frelsið sem stofnun Bandaríkjanna snérist. Þau lifa því enn traustu lífi á þessari fyrstu tilraun - á meðan Frakkar eru á sinni fimmtu - og ætlar ekki að takast verkið enn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2017 kl. 16:25

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein. Ég er samt ekki viss um að þeir á Alþingi séu komnir úr fjölþjóðagírnum hvað þá hávaðasami minnihlutinn en hann hefir haft sínu fram sérstaklega með innflutning á flóttafólki og dreifingu á vegabréfum til fólks sem okkur kemur ekkert við. Ég spyr mig oft er Alþingi og þeir sem eru á vegum okkar Óvinir okkar. Ég bara sé ekki betur.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2017 kl. 21:14

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ertu þá að meina, að við eigum að hverfa aftur um ein 70 ár, loka dyrum að húsi okkar og halda áfram að lifa við það sama og við höfum gert á þessum 70 ára sumarfrítíma okkar Gunnar? Leyfa spillinguni að grassera í friði, sem er að koma verulega niður á flestum stigum fólks. Ef eithvað er, þá erum við með fullvalda spillingu á Íslandi. Eithvert ólýðræðislegasta kostningakerfi sem þekkist. Básúnist yfir ESB, sem vissulega á sína galla, en einnig sína kosti, hagið ykkur eins og sagt er "sjáið flísina í auga bróður ykkar, en ekki bjálkann í eigin auga", sem er, hvernig raunverulegt ástand er á Íslandi. Um það ræðið þið aldrei, einungis EF Ísland fer í ESB, ekki það sem er AÐ á Íslandi.

Jónas Ómar Snorrason, 22.4.2017 kl. 08:25

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jónas ef ég má. Ekki blanda ESB við vandamál hér á íslandi. Þau lagast þegar við verðum búinn að skipta út kristnum Íslendingum fyrir löghlýðnum Afríku og Asíu búum með sterka trú og löghlýðni þar sem þjófnaður er handarhögg og hálshögg fyrir ýmis stærri brot. 

Valdimar Samúelsson, 22.4.2017 kl. 11:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Spilling var óveruleg fyrir 70,árum! Kallist það spilling þegar venslafólk hjálpaði hvert öðru. Það gekk þá niður eftir öllum stöðugildum,frá  skipsstjórum verksstjórum og ráðherrum til verkamannsins.                        


Þegar allir flokkar voru siðprúðir langt fram á 20ugustu öldina,uns græðgis,uppalningarnir fóru að gramsa í bönkum,o.s.frv. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2017 kl. 13:21

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Það er rétt hjá Helgu að einu sinni fæddust menn inn í íslenskt þjóðfélag þar sem allir töluðu við alla. Framandi stéttir í landi okkar voru ekki til þegar ég fæddist árið 1956. En svo byrjuðu þær að myndast. Sérfræðingastóðið sem nú hefur klúðrað öllu á heimsvísu. 

Við sóttumst eftir fullveldi og sjálfstæði til að geta sjálf ákveðið við hverja við vildum versla, með hverjum við vildum vinna saman með og við hverja við vildum það ekki. 

Nú er hins vegar upprisin alþjóðleg ókjörin stóð-elíta sem þykist hafa öll völd í þessum efnum og sem þykist vita hvað ég, Helga og Valdimar eigum að hugsa, kjósa og lepja. Til fjandans með þessa tapara. Tími þeirra er liðinn, því þeir hafa klessukeyrt veröldinni. Og það er tími til kominn að stjórnmálamenn hoppi upp úr vösum þessarar elítu. 

Ályktunin sem menn drógu af styrjöldinni frá 1914-1945 var röng. Þær voru ekki þjóðríkjunum að kenna. Þær voru elítum og imperíalistum að kenna. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.4.2017 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband