Laugardagur, 8. apríl 2017
Mjög slæmur dagur fyrir Rússland í Sýrlandi
Loftárás bandaríska sjóhersins á herstöð sýrlenska flughersins var óvænt. Hún var gerð á þá herstöð sem sendi efnavopn á almenna borgara. Gera má ráð fyrir að herstöðin sé nú ónýt
Bashar al-Assad forseti Sýrlands er viðskiptavinur Rússlands. Árás hans með efnavopnum á almenna borgara er gagnslaus, frá hernaðarlegu sjónarmiði séð. Efnavopn eru lélegustu vopn sem til eru og geta snúist eins og hendi sé veifað í hönum þeirra sem nota þau
Bashar al-Assad var farinn að reikna með því sem Barack Obama sýndi af sér. Að engar rauðar línur dregnar í sand yrði staðið við. Sýrlandsforsetinn var því hér að færa sig upp á skafið. Hann setti með þessu Rússland í afar slæma klemmu. Hann sýndi heiminum að Rússland hefur ekki lengur stjórn á kúnna sínum. Honum sjálfum
Þessi forseti Sýrlands var í mörg ár viðskiptavinur Norður-Kóreu og hafði með þeim í fimm ár byggt upp kjarnorkuvopnastöð í austanverðu Sýrlandi sem flugher Ísraels lagði skilvirkt í rúst með Orchard-aðgerðinni í september 2007
Tilgangur Assads núna var að reyna að hræða þá íbúa landsins sem setja sig þvers á móti honum með því að kasta á nokkra þeirra efnavopnum. Þessi efnavopnaárás var því fyrst og fremst hugsuð sem hryðjuverk til að valda ótta og skelfingu meðal borgara landsins. Hún á að skelfa og hræða þá íbúa sem Assad veit að hvort sem er aldrei munu dá hann né hylla, hvernig sem allt fer
Flestir bjuggust við að Donald J. Trump myndi ekki bregðast við, þar sem hann hafði í kosningabaráttu sinni sett hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra efst á sinn lista, ásamt uppbyggingar- og hvíldarinnlögn fyrir bandaríska herinn, sem háð hefur lengstu baráttu sína undanfarin 15 ár. Og engar línur hafði hann sjálfur dregið í þennan sand
Þarna var þó ekki um neitt annað að velja fyrir Donald J. Trump. Hann varð að gera það sem hann á staðnum gat gert: slá til strax með því sem hendi var næst án þess að um neinar skuldbindingar inn í framtíðina væri að ræða. Gerðu þetta ekki aftur, eru skilaboðin. En því sem hendi lá næst hafði Barack Obama að mestu komið fyrir kattarnef og því, í þessu tilfelli, fækkað möguleikum hins nýja forseta niður í aðeins einn, því aðeins þúsund bandarískir hermen eru á jörðu niðri í Sýrlandi
Þegar litið er upp að verki loknu, má segja að tilviljun hafi þarna gert bandaríska forsetanum vissan greiða. Á öxlum hans hvílir frest á frest uppsöfnuð Norður-Kórea þyngra en á nokkrum öðrum forseta Bandaríkjanna. Það skilgetna skrímsli kommúnista Sovétríkjanna er nú óðum að nálgast tvennt: að geta hæft stórborgir á vesturströnd Bandaríkjanna með kjarnorkuvopnum og að sanna sig sem verandi þeir brjálæðingar sem gera myndu slíkt sér til skemmtunar. Efinn um að staðan í Norður-Kóreu hafi náð einmitt þessu stigi, nagar nú forseta Bandaríkjanna að innan. Hvað á hann að gera?
Donald J. Trump sýndi hér að hann er fær um að taka ákvarðanir. Þungi ákvörðunarinnar féll beint á samningaborð hans og forseta Kína, sem svitnaði þegar borðið fyrir framan hann svignaði undan þunga ofureflis Bandaríkjanna. Sameinuð Kórea undir vernd Bandaríkjanna á tröppum kínverska forsetans myndi flá af honum bæði andlit og orður
Eftir situr Rússland og nagar sig í handarbök vegna viðskiptavinar sem fór illilega yfir á reikningi þess. Sá yfirdráttur mun ekki hjálpa Vladimír Pútín á versnandi heimavelli
Á meðan þetta er að gerast í túnfæti Evrópu, býr Evrópusambandið um sig í líkkistunni í gorkúlus píramída sambandsins í Brussel. En borgarastyrjöldin í Sýrlandi mun þó eftir sem áður halda áfram og ef til vill breiða á næstu árum úr sér til hins borgaralega eldfima ástands sem tilvist Evrópusambandsins hefur svo víða skapað
Fyrri færsla
100 ár síðan Bandaríkin lýstu stríði á hendur Þýska heimsveldinu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 26
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 442
- Frá upphafi: 1389062
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
1. Efnavopn = "red herring"
Minnir þetta ekkert á "Colin Powell" og WMD í Írak?
Til hvers, á Assad að skjóta sjálfan sig í fótinn þegar hann er að sigra stríðið?
Ef þú hefur "eitthvert" vit í hausnum, ættir þú að sjá þetta strax.
2. Slæmur dagur fyrir Rússa.
Nú ertu alveg úti að aka ... og sérð ekki skóginn fyrir trjánum.
Eina leiðin fyrir Ísrael að geta verið til í framtíðinni, er að "leggja mið austurlönd í rúst". Eina leiðin til að leggja þau í rúst, er með hjálp ISIS, Al Qaida og slíkum aðilum. Og eini maðurinn sem "stóð" í vegi fyrir því, var Osama bin Ladin ... trúarleiðtoginn. Sem bandaríkjamenn myrtu, og fleigðu líkinu í sjóinn ... svo að hann gæti aldrei komið fram og sagt "ég er saklaus".
Hvað eru Rússar að gera í mið austurlöndum? Setja sig á kannt við Bandaríkjamenn?
Nei ... Pútin sagði skírt og skorinort, hann er ekki þarna til að hjálpa heiminum, eða mannkyninu.
Hvað sögðu ráðamenn í Bandaríkjunum ... að hryðjuverkum myndi auka og "rússar" myndu verða skotmark. Voru þeir að "spá", eða voru þeir að hóta?
Ætli "hóta", sé ekki réttara orðið hér.
Rússar eru þarna, EINUNGIS til að þjálfa her sin, fullkomna vopnin sín, athuga stöðu, getu og kunnáttu. Þeirra staða er, ef þeir "geta" hjálpað mið-austurlöndum, þá er það bara plús. Ef ekki ... þá fara þeir.
Þetta veit kaninn ... Rússinn er að undirbúa sig undir innrás bandaríkjanna .... ekki að bjarga heiminum.
Ef það fer að hitna í kolunum, munu Rússar "hverfa" ... þeir hafa engan ásettning í að vera í stríði þarna. Sem hver og einn, sem ekki er "rússa hatari" og bara illa gefinn, ætti að geta séð. Því Rússar beita ekki vopnum sínum ... heldur nota þeir "electronic surveillance". Þeir reyna, eftir bestu getu ... að sýna "hvað raunverulega" gerðist ... en tala fyrir "daufum eyrum".
Vandamálið með Rússa er, að þeir eru ekki tilbúnir í stríð ... þeir beita sér ekki. Þessi "eiginleiki" þeirra, er bæði "jákvæður" og "neikvæður".
Hann er líka "neikvæður" fyrir okkur, því Bandaríki Norður-Ameríku, eru SÖKUDÓLGARNIR, þegar kemur að hryðjuverkum sem Evrópa hefur orðið fyrir.
Það eru Bandaríkin, sem standa að baki þeirra ... sem standa að baki þeirra, sem standa að hryðjuverkunum hér.
Og Trump, er bara "refur í gæruskynni". Af gerðum þeirra, skalltu þekkja þá ... ekki orðum þeirra, eða annarra.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 07:15
Þakka þér Bjarne
Assad-stýrið er enn við viss völd í Sýrlandi í dag vegna aðkomu Rússa að átökunum. Eina ástæða Rússa fyrir þátttöku í uppihaldi Assads var sýndarmennska, sem sýna átti heiminum og sérstaklega fólkinu heima fyrir í Rússlandi hvernig standa ætti að málum, miðað við þá mynd af óreiðu sem framreidd hafði verið af aðkomu Bandaríkjanna. Þetta átti að sýna Rússland sem þá sem kunna að taka á svona málum af festu og ábyrgð.
En þetta snérist í höndunum á Rússum. Þeir standa nú uppi með þunga hlutdeildar-ábyrgð á efnavopnaárás Assads. Og það sem enn verra er fyrir Rússa, er að stjórn- og getuleysi þeirra í málinu opinberaðist með þessum hætti vanvita kúnnans.
Þetta var séns sem Rússland tók vegna veikrar stöðu heimafyrir. Hann er greinilega ekki að skila þeim árangri.
Rússneskir hermenn í umræddri herstöð fengu aðvörun frá Bandaríkjamönnum svo þeir gætu forðað sér áður en þetta efnavopna-flugbretti Assads var lagt í rúst. Engan Rússa sakaði.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2017 kl. 15:46
Ef þu heldur að Assad hafi staðið að árásinni, ertu ekki sérstaklega gáfaður ... eða kanski bara "glópur". Þetta er sama spil og kaninn spilaði í Írak "red herring". Til hvers ætti Asssad að nota "shells" núna, en "heimatilbúna canisters" áður. Segir sig sjálft, að þessar "mortar shells" er eitthvað sem kemur frá Tyrklandi.
Hvað varðar Rússa, er ég sammála ... Þetta er, og hefur alltaf verið vandamál við Rússa. Ef ég væri Putin, væri ég kominn í stríð ... ég myndi nota kjarnorkusprenjgurnar mínar óspart. Ég get ekki tapað ... en Bandaríkjamenn hafa reiknað Putin út alveg hárrétt ... Putin er of varkár. Annaðhvort fer maður í stríð ... eða ekki.
Á meðan "putin" er við völd ... munu málin ekki verða alvarlegri en "blaðamennska" (sem betur fer). En hvað með Sergei Pavlov ... og aðra? Sama á við Kínverja ... bæði Kína og Rússland eru svolítið "heimskir". Ég segi heimskir, en þessi heimska er okkur hér í Evrópu til "hagnaðar". En, þegar bandaríkin eru búnir að ganga frá Rússlandi ... sem mun leiða til miljóna manna dauða í Evrópu ... munu þeir ganga frá Kína.
Ef "pútin" hefði vit fyrir landi sínu ... færi hann í stríð. Sama á við Kína.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 19:25
Síðan vil ég leggja til, að við hér í Evrópu erum svolítið illa gefinn að halda að kaninn sé vinur okkar. Það sem þú segir um ESB er alveg rétt. Ekki vegna þess að ESB sé slæmt, heldur vegna þess að það tekur allt rangt upp. Hugsaðu þér Merkel ... hún kemur fram í sjónvarpi og segir "allir velkomnir" ... en á bak við tjöldin borgar hún miljarða evra til Tyrklands, til að þeir "sópi vandamálinu undir mottuna". Skiljanlegt að Erdogan kalli Evrópu fyrir nasista ... þessi tvískinnungsháttur er alveg fyrir neðan allar hellur. Eða Svíðar, sem ganga um og segjast "aldrei munu ganga að skilmálum hryðjuverkamanna" ... á sama tíma og þeir kenn rússum um allt, og þar með hafa gengið að ÖLLUM SKILMÁLUM HRYÐJUVERKAMANNA.
Þessi "tvískinnungsháttur" er fyrir neðan allar hellur ... og þessar þjóðir, sem einu sinni voru leiðtogar hins siðmentaða heims ... eru lítið annað en mafíu sóðar í dag.
Því miður.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 19:33
Síðan, punktinn yfir i-ið. Þetta gefur Rússum gullið tækifæri til að "koma sér út úr stríðinu". Bandaríkjamenn gefa þeim tillástæðu "Assad notaði eiturvopn" ... sem er lygi, en samt "tillástæða". Gefur Rússum "tækifæri" til að komast út ... og skella öllu á Assad. Ganga í lið með Bandaríkjunum.
Hljómar vel ... við "krossfestum Jesús" ... "myrðum Assad, Saddam og alla fjölskyldu þeirra". Græðum á tá og fingri ... og "live happily ever after".
"kanski" Pútin bíti á agnið ... allar Evrópu þjóðir hafa gert það, þrátt fyrir fleiri þúsund ára "viðvörun við að krossfesta fólk".
Síðan sitjum við hér, og sjáum hvað gerist ... og ég segi "may you live in interresting times". Þetta er kínverkst máltæki, sem þýðir að við lifum í tímum "helvítis á jörðu". Og þetta "helvíti" er Bandaríkin. En bæði Rússar og Kínverjar vilja "harmony" ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 19:46
Wow, þvílíkt hatur hef ég ekki lesið lengi. Það hlýtur að vera erfit að eyða svona miklum tima og kröftum í svonalagað.
Vonandi kemur þú til með að vaxa upp úr þessu herra Hansen og vonandi verð þú tíma þínum í eitthvað betra og þarfara þegar þú verður stór.
kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.4.2017 kl. 00:13
Wow video firir hann Johann made in America
https://www.youtube.com/watch?v=Cr7ePrCAqzo
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.4.2017 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.