Leita í fréttum mbl.is

Betra að endurskoða heilbúskap Viðreisnar en "peningastefnuna"

Allir vita til hvers og hvers vegna þessi sóun á almannafé á að fara fram í að endurskoða "peningastefnuna"

Hún á að fara fram vegna þess að Viðreisnarmenn í ríkisstjórn eru með krónískan heilaskaða sem varð til með tilkomu evru sem pólitísks gervipenings. Þeir skilja því ekki heiminn sem þeir búa í. Þeir héldu að Evrópusambandið og mynt þess væru það sem þau eru sannarlega ekki. Hvorki friðarverkefni né hagsældartól. Þau eru að sýna sig sem ófriðarverkefni og tortímingarvél velmegunar. Sagan er að sanna það

Af hverju ekki frekar að endurskoða verðlag fasteigna og hlutabréfa. En bæði eiga það til að hoppa og skoppa fram og til baka eftir því sem vindar blása. Þessi nefnd hlýtur að geta endurskoðað fasteigna- og hlutabréfaverðbólgur. Koma svo með tillögur um afnám veruleikans. Leggja til að veruleikinn verði afnuminn með stofnun veruleikaráðs

Þetta nefndaruppátæki er það sem í daglegu máli er kallað pólitísk myntsláttuvél. Hún á að fleyta kosningaloforðum Viðreisnar pólitískum kellingum út í hafsauga. Það eina sem mun standa eftir eru spor þeirra í fjöruborðinu fram að næstu öldu sem þurrka mun þau algerlega út

Hvernig skyldi annars ganga með Lissabon-2000 markmið Evrópusambandsins? Nú eru liðnir 2630 dagar frá því að íbúar Evrópusambandsins áttu að vera orðnir ríkastir í heiminum samkvæmt þessum Lissabon 2000 markmiðum Evrópusambandsins. Hvað með að endurskoða brjálsemis geðklof þeirrar samkundu og þeirra sem hér á landi hafa hugmyndir hennar enn í höfðum sér !

Svo þurfa menn einnig að gera sér grein fyrir því að tímar algerlega frjálsra fjármagnsflutninga í heiminum eru liðnir. Sú hugmynd var í heiminn fædd á röngum forsendum, þ.e. á súperstrengjakenningum hagfræðinnar (þvaður frá upphafi til enda) og því miður einnig á John Locke, sem misskildi Gamla testamentið og þjóðfrelsi þess frekar herfilega

Þessi nefnd mun aldrei geta neitt án þess að verða fyrst sérfræðingur í Gamla testamenti hinna Heilögu ritninga, en þær eru tilvistarlegur hornsteinn Vesturlanda

Fyrri færsla

Líkir Bill Clinton Bandaríkjaforseta við Erdogan Tyrklandsforseta


mbl.is Krónan lögð til grundvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að spá í að lesa greinarstúfinn en hætti eftir þessi orð höfundar; "krónískan heilaskaða" [þá rætt um Viðreisn] en hætti við. 

Sælir eru þeir sem standa í svona skirfum.....en um leið marklausir, að mínu mati.

Sigfús (IP-tala skráð) 14.3.2017 kl. 20:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Sigfús.

Það má deila um það hvort þetta sé krónískt eða ekki. Slæmt getur batnað. En ég er þó efins um það eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis kom fram í Washington Times þann 23. febrúar 2017 og lýsti sig sem verandi algerlega ótengda veruleikanum.

Hvort þetta er geðklof eða krónískur heilaskaði er ekki gott að vita. En hryllilegt er þetta. En öðru var eðlilega ekki við að búast úr pólitískt gjaldþrota útibúum Samfylkingarinnar, og það er einmitt það sem Viðreisn er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.3.2017 kl. 21:03

3 Smámynd: Elle_

Hvað ég vona að þetta standist með sporin þeirra í fjöruborðinu og þau muni endanlega þurrkast út.

Elle_, 14.3.2017 kl. 23:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segjum tvær Elle,altaf sama lymskan í þessu liði.    

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2017 kl. 02:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Elle og Helga.

Það íslenska ESB-lið sem er búið að standa í styrjöld við íslensku þjóðina og þjóðríki hennar nú í samfellt 9 ár, ætti að stíga til hliðar núna, segja af sér öllum opinberum embættum og biðja þjóðina afsökunar á þeirri martröð sem þetta lið hefur kallað yfir landið okkar og stjórnmál þess. Ekkert minna en þetta dugar. Ef þetta lið biðst ekki afsökunar núna, þá verður það þurrkað út í komandi kosningum og fær aldrei aftur að koma nálægt íslenskum stjórnmálum.

Að öðrum kosti til fjandans með þetta ESB-lið allt saman. Það er alger hryllingur og niðurlæging að sumt af þessu ESB-liði skuli nú sitja í ríkisstjórn lands okkar, sem það vildi leggja niður, meðvitað eða ómeðvitað. Óvitar og afglapar sem ekki er hægt að treysta fyrir neinu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2017 kl. 07:18

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég horfði á vefútsendingu Seðlabankans rétt í þessu þar sem ákvörðunin um óbreytta stýrivexti var rökstudd (veðmál sem ég vann). Ég er sammála seðlabankastjóranum um verðbólguvæntingar og ég sé einnig að hann er sammála mér um að Ísland sé að mörgu leyti nýmarkaðsland.

Fullt af hagvexti er eftir í pípunum og við verðum aldrei eins og alkulnað líkhús evrusvæðis sem þolir ekki kapítalisma vegna ónýtrar myntar. En kapítalistískt hagkerfi krefst kapítalisma. Hann höfum við, en líkhús evrusvæðis hefur hann ekki, það ber og þolir því enga vexti.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2017 kl. 10:59

7 Smámynd: Elle_

Já hann talaði sko ekki eins og við gætum ekki verið með okkar sjálfstæða gjaldmiðil. Eitt sem hann sagði var: Ef gengið yrði of langt í því að leggj­ast gegn hækk­un krón­unn­ar yrði verðbólgu­mark­miði mögu­lega stefnt í hættu til lengri tíma.

EN - - Benedikt vildi fella gengið. Hví skyldi það nú hafa verið? Landskömm að maðurinn og hans flokkur skuli vera í ríkisstjórn blaðrandi fyrir þau sjálf í útlöndum eins og ef þau væru að tala fyrir íslenska ríkið. 

Elle_, 15.3.2017 kl. 12:40

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Ég hef ekkert vit né skilning á peningastefnu Seðlabanka.

En mig langar að spyrja þig og aðra fróða um nokkuð sem ég sá á netinu í morgun? Hvað er:

1kdailyprofit.net

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2017 kl. 12:48

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Anna.

Ég veit ekki hvað þetta er og vil helst ekki vita þetta er. Líklega ekkert hollt né gott. Hljómar eins og svik og prettir H/F eða Trójuhestur. Þetta er að minnsta kosti örugglega ekki happdrætti Sjálfsbjargar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2017 kl. 13:02

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, Elle

Sannarlega tvennir tímar. Árið 2008 þorðu menn ekki að standa með krónunni, nema hann elsku Davíð Oddsson okkar. Hann stóð einn ásamt sínum mönnum. En nú styður krónan við stöðu Más og það veit hann. Allt annað er nefnilega orðið burtflognar hænur og teiknaðar kartöflur með evrumerki á. Már hallar sér að því sem reynst hefur rétt. Og er það bara fínt. Annað er auðvitað ekki í stöðu hans, né starfslýsingu. Hann á að verja krónuna með kjafti og klóm. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.3.2017 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband