Leita í fréttum mbl.is

Brjéf til: Hæstvirtrar Janet L. Yellen formanns seðlabanka

Bréf Patrick McHenry til Janet L Yellen

Mynd; Brjéfið

31. janúar 2017

Kæri stjórnarformaður Yellen:

Ég skrifa þér vegna ítrekaðrar þátttöku seðlabanka Bandaríkjanna, Federal Reserve, í alþjóðlegum samkundum um reglugerðir fyrir fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sent skýr skilaboð um að hagsmunir Bandaríkjanna í alþjóðlegum samningaviðræðum hafi forgang, þá virðist seðlabankinn halda áfram að semja um reglur fyrir fjármálastarfsemi við alþjóðlega skriffinna í fjarlægum löndum, án gagnsæis, ábyrgðarskyldu og heimildar til að gera svo.

Þetta er óásættanlegt.

Áframhaldandi þátttaka í alþjóðlegum samkundum eins og Ráðgjafarnefndar um fjármálastöðugleika (FSB), Baselnefndinnni um bankastarfsemi og eftirlits þess (BCBS) og svo í Alþjóðasamtökum vátryggingaeftirlita (IAIS) grundavallast á því að ná fram markmiðum hinnar nýju ríkisstjórnar. Hún mun líklega krefjast yfirgripsmikillar endurskoðunar á þegar gerðum samkomulögum sem á ósanngjarnan hátt refsa bandaríska fjármálakerfinu á sviðum eins og kröfum til eiginfjár, tryggingum, afleiðum, kerfislegri áhættu og eignastýringu.

Hina leynilegu skipan þessara alþjóðlegu samkunda verður einnig að endurmeta. Samkomulag eins og Basel III samkomulagið um fjármagn var gert og samþykkt af seðlabanka Bandaríkjanna með lítilli vitneskju bandarísks almennings og þær voru niðurstöður ógagnsæs ákvarðanatökuferlis. Alþjóðlegu stöðlunum var síðan snúið yfir í innlenda reglugerð sem þvingaði bandarísk fyrirtæki af ýmsum stærðum til að hækka verulega eiginfjárþarfir sem leiddi til lakari hagvaxtar hér í Bandaríkjunum.

Það er skylda og ábyrgð allra eftirlitsstofnana að styðja við bandaríska hagkerfið, og að gegnumlýsa og rannsaka alþjóðleg samkomulög sem eru að drepa bandarísk störf. Þar af leiðandi verður bandaríski seðlabankinn að stöðva allar tilraunir til að semja um bindandi staðla sem íþyngja bandarísku atvinnulífi þar til að Trump forseti hefur haft tækifæri til að útnefna embættismenn sem veita bestu hagsmunum Bandaríkjanna forgang.

Einlæglega
Patrick McHenry
Varaformaður
Fjármálaþjónustunefndar bandaríska þingsins

****

Já það er nú það. Er þetta kannski upphafið á endinum fyrir svo kallað "sjálfstæði seðlabanka"? Þetta er að minnsta kosti ekki upphafið á "sjálfstæði herafla", þar sem hershöfðingjar eru algerlega látnir einir um herinn með þeim rökum að fulltrúum fólksins sé ekki treystandi til að hafa vit á hermálum og að þeir skaði "trúverðugleika" hersins. Ef að menn eru hræddir um svo kallaðan "trúverðugleika seðlabanka" í höndum fulltrúa fólksins, þá er hægt að leysa það mál með því að skipa tölvu sem seðlabankastjóra, því eins og allir vita, þá hafa tölvur óendanlegan trúverðugleika, ekki satt. Náttúrlega algerlega galið

Verður "sjálfstæði seðlabanka" átlitin samskonar firra eftir 20 ár? Já það getur bara vel verið. Það getur bara vel hugsast

Seðlabanki Bandaríkjanna er peningakerfis- og greiðslustofnun sem þingið bjó til og sem á sig sjálf án þessa að eiga sig sjálf og hún skal skila rekstrarhagnaði, en ekki rekstrartapi. Seðlabanki Bandaríkjanna starfar í umboði bandarísku þjóðarinnar. Enginn á seðlabanka bandaríkjanna en þjóðin á umboð og hlutverk hans og hann starfar í þágu hennar

Fyrri færsla

Trump kominn í Obama-stöðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Athyglisvert. Hvað með Má Guðmundsson og okkar "Seðlabanka"(peningatank Jóakims)?

Halldór Jónsson, 10.2.2017 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband