Leita í fréttum mbl.is

Trump kominn í Obama-stöðu

Árið 2015 stöðvaði alríkisdómari á vegum 26 fylkja bandaríkjanna tilskipun Obama forseta um að veita milljónum ólöglegra innflytjenda lagalega stöðu í Bandaríkjunum

DDRÚV, góða fólkið og þvagræstimennin sem þá stefndu á þing hér á landi, ásamt stjórnlaga-óráðsmönnum, kúrðu sig þá sætt og hefðu eflaust dásamað lögleysuna ef þeir hefðu yfirhöfuð tekið eftir henni. En þar sem um vonda fólkið var að ræða árið 2015, þá var haldið aftur af sér á þingi og uppsafnaður vökvinn í  góðra manna blöðrunni í staðinn látinn gossa yfir æðstu stofnun lýðveldis okkar í þessari viku

Málið fór að sjálfsögðu fyrir hæstarétt og þar endaði það, því sá réttur komst ekki að annarri niðurstöðu en jafnteflis, og var því dómur alríkisdómarans látinn standa og stendur hann enn. Obama reyndi að brjóta lögin en komst ekki upp með það, því Bandaríkin eru réttarríki. Það verða þau svo lengi sem menn komast ekki upp með að reyna að fylla þau upp af milljónum lögleysu-eininga á borð við þá sem Obama reyndi að dæla inn í landið. Öllum ber að fara eftir lögum landsins. Ólöglegir innflytjendur eru tímasprengja undir réttarríkinu og bandarískri menningu. Takast þarf á við þessa sprengju og er það stefna hins nýkjörna forseta að gera einmitt það. Kjósi menn að drekkja sínu eigin landi í vandamálum annarra, þá hafa þeir á endanum ekkert gott að bjóða umheiminum, þegar upp er staðið

Ég tel hins vegar að Trump forseti muni vinna þetta mál núna, komi það fyrir hæstarétt, sem er sú eina stofnun bandaríska lýðveldisins sem getur ógilt tilskipanir forsetaembættisins

Fyrri færsla

Ísland herðir hengingarólina um háls lýðveldis síns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er spurning hvaða dómsleið Trump fer, en mér þykir líklegt að hann setji málið í flýtimeðferð til 9th. Circuit of Appeals sem hefur umráð á málum frá Seattle. En það er möguleiki að hann fari í D.C. Circuit Court of Appeals.

En ég held að domsorðið verði að tímabundna ferða og innflytjendabannið verði dæmt löglegt og samkvæmt stjórnarskrá USA af því að dómstólar vilja ekki taka fram fyrir hendur forsetembættisins sérstaklega þegar um er að ræða öryggismál USA.

Útskýring á dómsorði verður að það sé ekki rétt að dómarar taki fram fyrir hendur forsetaembætisins þegar um öryggismál USA er að ræða og þetta sé ekki bann heldur tímabundið hlé á ferða og innflytjendum til USA á meðan að það er verið að setja upp kerfi til að ransaka ferðamenn og innflytjendur betur. Dómurinn kemur til með að hliðstæðar aðgerðir hafi verið gerðar af öðrum forsetum.

Hversu lengi þetta tekur er svo annað mál, en það er nú svo að sumir dómarar vilja búa til lög og reglur en ekki að fara eftir lögum og reglum sem eru í gildi.

Semsagt, ættla dómstólar að skerða vald forsetaembættisins eða leifa því að vera eins og það er?

það verður spennandi að fylgjast með þessu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 04:15

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jóhann fyrir innlit og skrif sem auka innsæi okkar í þessi mál.

Kveðjur Vestur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2017 kl. 06:04

3 identicon

Sæll Gunnar.

Athyglisvert að helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna
eru þeir Demókratar sem hata lýðræðið og virða
ekki úrslit kosninga.

Þeir skirrast ekki við að hveta til þess að
innflytjendur frá helstu hryðjuverkaríkjum heims
noti nú tækifærið.

Mig minnir að afgangsgúmmí í Detroit hafi verið notað
í sérstök munnstykki til handa ruddum og frekjuhundum
til að gófla á í verstu köstunum og svo er það auðvitað
gleðiefni ef rétt reynist að í undirbúningi séu sérstakar
meðferðarstofnanir ætlaðar þeim hinum sömu
og viðhengjum þeirra.

Áfall þeirra er mikið og ástæða til að hvetja menn
til að reyna að umbera blindu þeirra, illsku og hroka.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband