Föstudagur, 30. desember 2016
Spá mín fyrir árið 2017 - næsta ár
Stjórnmálamenn í öllum löndum vita sennilega einna minnst um það sem er að gerast í heiminum í dag og alla daga. Af hverju er það þannig? Jú það er þannig vegna þess að stjórnmálamenn eru bara stjórnmálamenn (ekki neikvætt né niðrandi) og kunna mest að vera bara stjórnmálamenn. Þeir kunna það sem ég kann ekki, sem er að láta kjósa sig. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að þeir eru stjórnmálamenn. Þeir vilja verða það, þeir berjast fyrir því að verða það og þegar þeir eru orðnir það, þá snýst flest um að láta kjósa sig aftur. Þeir hafa engan tíma né getu til neins annars, sem er ofurskiljanlegt. Sumir þeirra hafa þó betri meðfæddan innbyggðan áttavita en aðrir. Hann og brjóstvitið hjálpar þeim mikið. En oft eru þeir samt algerlega úti að aka hvað varðar heiminn og það sem í honum er að gerast fyrir framan nefið á þeim alla daga
Ísland
Hagvöxtur á Íslandi er nokkuð mikill en hann er samt ekki gegnheill. Greinilegt er að hagkerfið er að bryðja möl sem bráðnar sem móberg í munni þess og skilar hver hitaeining minna raunafli út í öxla þess en fyrri hagsveiflur hafa gert. Enn er fólk dálítið atvinnulaust þrátt fyrir góðæri og því langar ekki neitt sérstaklega til að vinna langskólagengið við að steikja hamborgara og bera kaffi ofan í erlenda ferðamenn. Sósíalistar hafa því enn mikinn mat á afætuborðum sínum við að bjarga þjóðinni frá ekta íslenskri uppsveiflu. Á meðan menn halla sér um of að þessum kodda sem mun leggjast saman, þá búa þeir sér til slæma gröf eins og öll ríki sem stóla um of á ferðamenn. Þau festast í gröfinni og verða láglaunalönd sem geta ekki fjármagnað góða framtíð fyrir foreldra og börn. Allir sem hafa augu sjá og vita að þetta er bóla sem mun bresta. Á árinu 2017 munum við sjá ferðamannabóluna byrja að missa loftið og mun það síga úr henni fram til 2020 þar til að 1/3 mun haldast eftir í henni til lengri tíma litið. Sem er ágætt og passlegt fyrir Ísland
Hryðjuverkaógn á Íslandi er eins og dropar sem smám saman fylla flösku. Því fleiri dropar sem falla í flöskuna, því meiri hætta. Þessa aukningu í áhættu þarf að stöðva. Þessi hætta er sjálfskaparvíti stjórnmálamanna Íslands. Þeir einir skapa áhættuna. Um leið og fyrstu Íslendingarnir hafa verið myrtir á íslenskri grund, mun blóð þeirra sitja fast á höndum ykkar. Það er ekki hægt að þvo af sér. Takið ykkur því vinsamlegast samstundis á og látið slíkt ekki gerast
Árið 2017 verður mjög stormasamt á alþjóðamörkuðum. Verðbólgan er aftur mætt til leiks, og svo að segja ókeypis fjármagn frá pumpandi seðlabönkum mun minnka til mikilla muna og vextir hækka. En þar sem flest er í frekar mikilli steik á flestum stöðum, nema í Bandaríkjunum, munu stóraukin ríkisafskipti og höft koma í stað pumpandi seðlabanka
Evrópa
Evrópusambandið er í upplausnarferli. Það vita bæði Frakkland og Þýskaland mjög vel. Og þess vegna er staðan eins og hún er. Evrópusambandið hefur verið í upplausnarferli síðan 2009 og það vita einnig allir. Ekkert mun verða gert til að bjarga því og allir sem hingað til hafa kallað sig leiðtoga þess, eru fyrir löngu hættir að þykjast vera það. Það eina sem getur bjargað áframhaldandi virkri tilvist Evrópusambandsins, er að senda alla fjármuni Norður-Evrópu sem gjöf til Suður-Evrópu næstu 70 árin. Ár eftir ár og áratug eftir áratug. Allir vita að slíkt er pólitískt sjálfsmorð fyrir hvern sem reynir slíkt
Svo kallaðir leiðtogar, en sem hættir eru að vera leiðtogar, bíða nú í ofvæni eftir því að kjósendur taki af þeim höfuðið í kosningum. Það er alveg sama hvernig kosningarnar fara í bæði Þýskalandi og Frakklandi á næsta ári, Evrópusambandið mun halda áfram að brotna upp og liðast í sundur. Ekki verður aftur snúið því sambandið er bæði lýðfræðilegur, landfræðilegur og pólitískur ómöguleiki. Eina spurningin sem skiptir máli á næsta ári er hvort að evrusæðið mun halda áfram að virka sem eitt myntsvæði árið út, eða ekki. Um leið og byrjað er á svarinu við þeirri spurningu þá munu bankakerfi Suður-Evrópu verða stormuð niður og hætta að vera til, og myntsvæðið mun enda daga sína með því að verða óvirkt, en samt lifandi, á svipuðum nótum og Skandínavíu krónan hætti að virka en var samt til
Borgarastyrjöld nálgast í mörgum löndum Evrópusambandsins. Þeir sem vinna í bönkum og hugsa sem bankar munu lítið skilja í því sem er að gerast. Það verður ekki fyrr en að kúla fer í gegnum að minnsta kosti einn stóran haus fjármálaelítunnar, að staðan rennur upp fyrir þeim
Pólitíski Tyrklandsmúrinn sem ESB fjármagnar getur brostið hvenær sem er, og þá má ESB-stjórnmálastéttin í Evrópu eiga fótum fjör að launa, því allt er að verða snarbandbrjálað í löndum Evrópusambandsins. En sú stétt, eins og fjármálastéttin, hefur verndað sig gegn því sem almenningur þarf að búa við á götum og í íbúðahverfum sínum. Þessi stétt fattar ekki Brexit og hún fattar ekki Trump
Í Austur-Evrópu mun Pólland halda áfram að rísa sem leiðtogi þess hluta álfunnar. Restin af ESB býr á annarri plánetu og mun að engu leyti gagnast né aðstoða þessi ríki að neinu leyti. Pólland mun leitast við að skapa það samband á milli ríkja Austur-Evrópu sem Józef Pilsudski dreymdi um og kallaði Intermaríum. Bandaríkin eru öflugasti og eini náttúrlegi bandamaður Póllands og þeirra ríkja sem geta orðið að Intermaríum. Það er klemman sem þessi ríki eru í á milli Rússlands og Þýskalands sem skapa stjórnmálin í þessum hluta Evrópu. Frá austri eru það drunurnar frá stórskotaliðinu sem móta mun framtíðina í þessum löndum hve mest. Á miðju næsta ári mun rússneski herinn vera orðinn nægilega styrktur til að ógna og þrýsta með miklu afli á Úkraínu og nágrenni
Mið-Austurlönd
Ísrael mun farnast vel á næsta ári, því að Mið-Austurlönd eru að brotna upp og þar með öll sú ríkjaskipan sem þar hefur verið. Ríkin eru að leysast upp og enginn hefur því sérstakan áhuga á ríkjum sem koncepti og hvað þá tveggja-ríkja deilu Ísraels og Palestínu. Sömu vindar blása um ríkjahugmyndir Palestínumanna og annarra arabaríkja. Allur þessi heimshluti er kominn í enduruppsetningarfasa og ekkert vor var um að ræða að neinu leyti, heldur einungis spurningin um hvort að nýtt arabískt eða íslamískt ríkja-skipulag yrði um að ræða. Ekkert mun bóla á neinum lýðræðisvæntingum meðal þeirra sem elda matinn í sjóðheita eldhúsinu handa þessum heimshluta. Þegar þessi hluti heimsins er hve sameinaðastur og einhuga, þá er það alltaf undir íslam sem hann sameinast. Nýtt kalífat er því undir uppsiglingu í þessum heimshluta og það verður annað hvort Tyrkland eða Íran sem mun leiða hann. Það eru draumórar einir að hægt sé að ráða niðurlögum ISIS. Það er ekki hægt frekar en að hægt er stöðva sólina. Hið nýja kalífat mun svo sækja að Evrópu upp Balkanskagann á einn eða annan máta þegar frá líður
Saudi-Arabía sem siglir hægt en örugglega inn í ríkisgjaldþrot, þarf 100 dala olíuverð til að geta mútað fólkinu áfram til að halda sig á mottunum. Engar líkur eru á því verði fyrir olíu. Landið mun því sogast inn í þá stöðu sem ríkir umhverfis það; inn í kalífatsköpunina
Rússland
Vladimír Pútín hefur mistekist að nota náttúruauðlindir Rússlands til að umbylta landinu yfir í frjálst hagsældarríki fyrir borgarana. Hann hefur áorkað miklu en samt ekki nægilega miklu til að Rússland standist vel. Rússland þarf 90 dala olíuverð til að komast í ríkisfjárlagalegt lágmarksjafnvægi. Það verð mun ekki sýna sig því Bandaríkin hafa enn einu sinni umbylt sér innvortis og koma inn sem risaframleiðandi um leið og verðið hækkar. Rússland á því ekki eftir nema tvö ár ólifuð í núverandi ríkisuppsetningu. Og sú stað gerir landið hættulegra en ella og eykur spennuna í heimshlutanum. Segja má að hægt en örugglega sé að kvikna í öllum landmassa Evrópu og Asíu; þ.e. í gamla heiminum, nema Indlandi
Á þessum landmassa búa nú þrjú örvæntingarfull óðaöldrunarríki: deyjandi Þýskaland, Rússland og Kína. Öl þrjú ríkin eru pólitísk misfóstur í eðli sínu. Til Þýskalands var stofnað á fölskum forsendum 1871 og Rússlandi og Kína er ekki hægt að halda saman sem ríkjum nema með síauknum innvortis terror - og hvorug ríkin geta brauðfætt sig sjálf vegna landafræði sinnar. Þetta eru ómöguleg ríki sem framleiða pólitískan ómöguleika sem aldrei mun linna
Kína
Kommúnistaflokkurinn mun halda áfram að treysta sig í sessi með vaxandi einræði og úthreinsunum. Kínverski herinn, sem er lífvörður flokksins gegn fólkinu, er undir einræðisherranum Xi Jinping að efla skipulag sitt svo að hann verði betur í stakk búinn til að vernda flokkinn þegar skuldafjall kommúnistaflokksins byrjar að hrynja ofan á fólkið seint á næsta ári og sem halda mun áfram að hrynja fram til 2020. Þetta verður tífalt verra en japanska hrunið 1989 sem Vesturlönd föttuðu ekki að væri að gerast fyrr en 1993. Viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Kína er það stór og mikilvægur hlutur fyrir Kína, en ekki Bandaríkin, að það gæti komið flokknum frá völdum sé herinn ekki algerlega á valdi hans. Þetta er það eina sem flokkurinn hugsar um þessa dagana. Skuldafjallið mun þó byrja að hrynja, óháð framvindu mála á milli Bandaríkjanna og Kína. Þegar skuldafjallið hrynur mun það í leiðinni taka tappann úr sumum útflutningsháðustu ríkjum veraldar, sem flest eru geldneyti á borð við Kína og þar með talin eru einnig Rússland og Þýskaland. Þýskaland er Kína Evrópu, stórslys í bígerð. Vinnuafl Kína er þegar byrjað að minnka vegna öldrunar og enginn mun koma í stað þess né endurnýja það. Það er óendurnýjanlegt. Landið mun brotna upp í þjóðsvæði og verða ekkert sérstakt í heiminum, annað en svæði við svæði
Bandaríkin
Bandaríkin munu halda sig heima og eru þau komin í svipaða hugarfarslega stöðu og þau voru í í aðdraganda Síðari heimsstyrjaldar; komin í frígír og best að láta heiminn um að kála sér sjálfur, nema náttúrlega á höfunum sem eru stuðarar Bandaríkjanna. Þar munu Bandaríkin áfram ríkja. Bandaríkin munu því um sinn halda áfram að byggja sig upp að innan og bíða átekta eins og síðast. Ekki skerast í leikinn fyrr en þjóðarhagsmunir þeirra krefjast þess alveg bráðnauðsynlega. Og hver getur láð þeim það, eins og er
Vesturlönd
Eina virka tilvistarlega límið sem eftir er á Vesturlöndum, og sem eiga hornsteinn sinn í Jerúsalem, eru Bandaríki Norður-Ameríku, mótmælenda þjóðkirkjur Vesturlanda, þjóðarkaþólskar kirkjur og rétttrúnaðarkirkja Vesturlanda. Það verða þessar stofnanir og Jerúsalem sem varðveita munu hornsteina Vesturlanda, takist það yfir höfuð vegna innri skemmdarverka
Fyrri færsla
Er allt Þýskaland orðið að DDR-Austur-Þýskalandi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk Gunnar, þú ert maður sem hugsar vítt. Ég dáist að þér og þinni víðsýni sem ég get ekki annað an tekið undir að mörgu leyti.
Islam-ógnin er hrikaleg sem steðjar að Vesturlöndum og henni verður ekki svarað með appeacement. Saudi Arabia er viðbjóður og smánarblettur á mannkyni eins og Norður Kórea.
Hugsanlega fær Saud-konungsættin makleg málagjöld af næsta harðstjóra en arabaskríl verður aldrei stjórnað öðruvísi en með einræði og kúgun. Islam og lýðræði þrífst ekki saman af augljósum ástæðum.
Halldór Jónsson, 30.12.2016 kl. 22:22
Þakka þér Halldór.
Það var nú bara fyrir kurteisisakir að Bandaríkin settu Norður-Kóreu á listann yfir "Axis of evil" 2002. Ef NK hefði ekki verið þarna með á listanum þá hefðu löndin á listanum öll verið íslamísk ríki. Þetta gerðu Bandaríkin til að fá aðstöðu í Pakistan.
Til hamingju Halldór með það að nýársfagnaði í ýmsum Þýskum bæjum skuli nú vera aflýst vegna innleiðingar Sharialaga og að flugeldasýningar séu nú bannaðar í musteri heimskunnar í Brussel og svo einnig í Frakklandi. Varla mun þetta gleðja þýskar sálir.
Skrítið fannst mér að CVN-69 (USS Dwight D. Eisenhower) skuli hafa verið siglt í gegnum Gíbraltar út úr Miðjarðarhafi þann 22. þessa mánaðar og beint heim. Það lagði að í Norfolk fyrir 4 tímum síðan og sýnist mér þá að öll nema eitt meiriháttar skip flotans vera komin í heimahöfn eins og er. Er þetta kannski útaf valdaskiptunum í janúar, spyr ég fávís maðurinn? Sjaldan sem maður sér svona.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.12.2016 kl. 01:44
Rétt eins og þú Gunnar minn álykta ég að CVN-69,sigli heim útaf valdaskiptunum.Þú sérð svo margt fyrir og hefur lengi skrifað uppörvandi varðandi hjöðnun ESB.
Svo þessi um BNA; þeir muni skipta niður í frígír og restin af heiminum getur deytt hvert annað án þeirra aðkomu. -- Gleðilegt nýtt ár! Og þakka þér fyrir alla pistlana.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2016 kl. 04:44
Þakka þér Helga.
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir þau liðnu.
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.12.2016 kl. 12:18
Mjög athyglisverð spá fyrir næsta ár sem mig skortir þekkingu til að gagnrýna.
Á Íslandi hefur verið og er ríkjandi hamfara menning og hefur verið svo lengi sem ég hef fylgst með, eins og tildæmis hamfara síldarmenning, hamfara loðnumenning, Hamfara fiskeldismenning, hamfara togaramenning, hamfara loðdýramenning og svo hamfara útrásarmenning og núna hamfara túrista menning ásamt stjórnarmyndunnar hamfar rugli í boði forseta.
Náttúru hamfarir á Íslandi valda okkur mun minna tjóni heldur en allt það sem hér hefur verið upp talið. Ekki er ég að lasta það að möguleikar séu nýttir, en á öllum tímum þarf víðsýni að vera til staðar sem og tryggð við það sem vel hefur reynst.
Fari svo sem horfir með íslenska pólitík þá verða hér mestu hamfarirnar þegar múslíma drengirnir fara að vaxa úr grasi og áttasig á að forfeður þeirra voru hetjur sem drápu fólk í nafni Múhameðs.
Þakka þér Gunnar Rögnvaldsson margt ágæt, hafðu ánægjulega framtíð með ástvinum þínum.
Hrólfur Hraundal.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.12.2016 kl. 13:55
Að venju horfir þú yfir sviðið, Gunnar og dregur þínar ályktanir. Hin síendurteknar hringrás deyjandi heimsvelda og ris nýrra er á fullri ferð þótt risið sé tæpast í okkar heimshluta. Svona endurtekur sagan sig í sífellu. Verst að við getum ekki bara koðnað niður friðsamlega, en þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Við opnuðum hliðin fyrir blóðþyrstum tyrkjahundum og verðum víst að gjalda fyrir það.
En er á meðan er og þér óska ég gleðilegs árs og þakka fyrir alla góðu pistlana á þeim liðnu.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2017 kl. 12:02
Þakka ykkur Hrólfur og Ragnhildur. Óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka fyrir þau liðnu.
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.1.2017 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.