Leita í fréttum mbl.is

Tilvistarkreppa ESB bitnar á NATO

Allt sem gerist meðal NATO-bandalagsþjóða hefur möguleika á að bitna á, eða gagnast, NATO sem varnarbandalagi. Fari hagkerfi ESB-ríkja í steik, eins og þau hafa gert með tilkomu Evrópusambandsins, þá bitnar það á NATO, sem félagsskap

Ríki sem verða vanmáttug vegna efnahags- og samfélagslegrar ESB-eyðni (eurosclerosis), verða veikari og veikari sem NATO meðlimir. En það sem meira er; orsök ESB-eyðni og hnignunar leiðir til innri ófriðar á milli ESB-ríkja. Sú spenna, klofningur og andúð á milli ESB-ríkja sem hlýst af því, bitnar á NATO

Þegar Rússland snéri aftur til sögunnar sem alvöru ríki, eins og allir hugsandi menn vissu að það myndi gera, þá gerðist það svona; Rússland tók Georgíu 7. ágúst 2008. Georgía var þá orðið vestrænt áhrifasvæði. Og réttum fjórum vikum síðar féll Lehmansbræðra bankinn. Þessir tveir atburðir mörkuðu endalok tímatalsins sem hófst 1945 og 1992, og alger kaflaskipti urðu í sögu mannkyns. Ofur-kaflaskipti sem munu spila sig út og móta framtíðina næstu marga áratugi, ef ekki hundruð ára

Og Rússar sem vissu sennilega að fjármálahrunið var í vændum, slógu til á réttu augnabliki. Þeir rúlluðu yfir Georgíu. Rússland var aftur mætt til leiks og Vesturlönd voru í áfalli bæði hið innra og ytra. Algerlega upptekin við bölvað baks, innvortis og útvortis. Og það var alger tilviljun að leiðtogi Rússlands hét þá Pútín. Ef það hefði ekki verið Pútín þá hefði það bara verið einhvern annar úr öryggisstofnunum landsins, og jafnvel enn djarfari maður. Utanríkistefna Rússlands og Bandaríkjanna hefur ávallt verið varfærin, miðað við utanríkisstefnu Evrópuríkja meginlandsins, sem ávallt hefur verið hálfgerð spastísk villimennska á köflum

Ástæðan fyrir því að Rússar tóku Gerorgíu var þessi: "Nú ætlum við að sýna ykkur hvert raunvirði hins vestræna ábekings ykkar og áhrifa er; það raunvirði er ekkert! Og þau önnur ríki í jaðri Rússlands sem sækja vernd með því að gera sig að vestrænum áhrifasvæðum, eru að leika sér að eldinum. Þessi ábekingur ykkar er einskis virði. Við tökum Georgíu og þið eruð núll."

Þessi skilaboð frá Rússum voru hugsuð til Úkraínu og Moldavíu og jafnvel fleiri ríkjum. Svona fer fyrir ykkur ef þið gerið það sem Georgía gerði. Þessi vestræni ábekingur er einskis virði. Við munum aldrei aldrei þola að Úkraína verði á vestrænu áhrifasvæði. Punktur

NATO sem félagsskapur hefur sjálft engan her. Það eru meðlimsríkin sem hafa og ráða yfir herjunum. Og það vill svo til að ekkert meðlimsríkjanna hefur neinn herafla til eins né neins, nema Bandaríki Norður-Ameríku. Restin er bara rest. Sú rest er þó í sumum tilfellum jafnvel fær um að verja hálft kanslerí og einn mann á skellinöðru

Atlantshafið og Kyrrahafið eru stuðarar Bandaríkjanna (buffer-zones). Úkraína er stuðari Rússlands og Rússar munu aldrei samþykja Úkraínu undir vestrænum yfirráðum né áhrifavaldi. Þess ber að gæta að það var einmitt í Úkraínu sem að Rauði herinn sigarði þýska herinn. Það gerði hann vegna þess að Úkraína er langförull drekkingarhylur Rússlands þegar að innrásarherjum kemur. Þessum landamæravirkjum mun Rússland aldrei sleppa því þau eru það eina sem landið hefur á innrásarhraðbraut norðursléttu Evrópu inn í Rússland, þar sem Pólland er umferðarljós, sem stanslaust er keyrt niður, nema þegar landið sjálft ræðst inn í Rússland eins og það gerði með pólska samveldinu. Rússland sleppir ekki Úkraínu frekar en Íslendingar sleppa landhelginni, Melrakkasléttu og Vestmannaeyjum sem einum "vinstri pakka"

En Rússland getur hins vegar sætt sig við hlutlausa Úkraínu sé Hvítarússland stöðugt. Þessi deila mun standa lengi og sennilega alltaf. Kjör Donalds Trump mun engu breyta fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Engu. Algerlega engu

Bandaríkin hafa nú komið sér fyrir í þeirri upphafsstöðu sem landið var í í aðdraganda Síðari heimstyrjaldar. Landið er farið heim, nema auðvitað á höfunum, og það hefur kúplað sig í frígír. Það bíður átekta en styður og fjármagnar Intermarium í Austur-Evrópu. Allt sem gerst hefur í Austur-Evrópu með aðkomu Bandaríkjanna, er algerlega framhjá NATO, því að NATO-félagsskapurinn krefst einróma samþykkis allra sem í honum eru. Austur-Evrópa getur að engu leyti treyst á ESB, hún óttast sambandið frekar en hitt, og hún getur heldur ekki stólað á NATO, þar sem hið nýja Stór-Þýskaland, sem frú Thatcher varaði við, er jóker og sabotör með leynda eða ekki leynda dagskrá. Það veit enginn

En hvað um það, fyrstu F-22 vélar Bandaríkjamanna, en ekki NATO, lentu í hafnarborginni Konstansa við Svartahaf á þessu ári. Það eitt og sér er athyglisverð staðreynd. Þær vélar eru ekki sendar hvert sem er

En Evrópusambandið er búið að vera. Heimur þess sem hófst formlega árið 1992 endaði 2008. Það innsiglaði dauða sinn sjálft, með vanskapnaði í fæðingu. Og það sem verra er, draugaskipið ESB er fært um að sprengja Evrópu í tætlur. Og það er einmitt það sem sambandið er að gera

Stóra spurningin fyrir Evrópu og NATO er hvað Þýskaland mun gera í framtíðinni. Þýskaland er nýtt ríki með stórveldisdrauma sem enn er að ryðja sér til rúms á meginlandi Evrópu. Og það sem verra er, tvær sameiningar Þýskalands, 1871 og 1990, eru enn að spila sig út sem misheppnaðasti geo-pólitíski atburður í Evrópu á nýrri tímum. Enginn veit hvað Þýskaland er að hugsa og enginn getur treyst á Þýskaland. Það er rótlaust ríki og Evrópa og Bandaríkin óttast óútreiknanleika þess

Ef ég væri Pútín núna, þá myndi ég pota með nokkrum prikum í Norður-Atlantshafið og hella svona eins og desílítra af hrísgrjónum ofan í þann tank. Bara svona til að trylla, ógna og sjá hvað gerist næst. Gerist ekkert, þá mun ég stækka skammtinn

Fyrri færsla

Ítalía hótar að stöðva Evrópusambandið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stórkostleg grein hjá þér Gunnar.  Eitthvað það magnaðasta og best skrifaða sem ég hef lengi séð.  Til hamingju.  Ég á bara ekki til nógu og sterk lýsingarorð til að lýsa hrifningu minni.

Jóhann Elíasson, 18.11.2016 kl. 08:55

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jóhann fyrir innlitið og góðar kveðjur. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2016 kl. 10:50

3 Smámynd: Elle_

Góður Gunnar.  Já ég tel að fólk ætti og ætti alltaf að hafa óttast Þýskaland en ekki Rússland.

Elle_, 18.11.2016 kl. 12:41

4 Smámynd: Elle_

Svo er fólk sem ruglar enn saman ESB-valdabákninu og álfunni Evrópu.  Skilur ekki eða vill ekki vita munninn, og að það er ESB sem er að eyðileggja Evrópu og tæta í tætlur.

Elle_, 18.11.2016 kl. 12:44

5 Smámynd: Elle_

Og svo var ég að tala um muninn þarna 12.44.

Elle_, 18.11.2016 kl. 20:04

6 identicon

Ég andmæli þessu Rússa bulli ... geri mér vel grein fyrir því, að þetta sé kaldhæðni hjá þér, en samt.  Af hverju Rússar ákváðu að stöðva framgöngu inn í Georgíu, er nú vegna þess að NATO var of nálægt.  Viðkvæmt ... sama gildir Krímskaga.  Rússar byggðu "flotbryggju" yfir á hana, sem ætti að vera ábending um það að þeir voru með hluti þar, sem ekki gekk að gefa Ukraínu.  Hvað gerist "síðar", kemur í ljós ... Ukraína.  Er "gas" dreifistöð Rússa ... Hér hefur verið stærsta flæði gass, frá Rússlandi inn í Evrópu.  Bandaríkin, réðust inn í banka á Möltu og "rændu" Rússa þar ... um hábjartan dag.  "Yfirskinið" var að hér væru peningar Rússneskrar mafíu ... en það mál, er innaríkismál Rússa ... ekki kanans. Þannig að um hreint bankarán var að ræða.  Ég bendi á þetta, í því sambandi ... að það er Evrópa sem er "leiðandi" í að ögra Rússum, með það fyrir augum að reyn að ná pólitísku, ef ekki algeru valdi á gass og olíu dreyfingu Rússa til Evrópu.

Þetta er það sem liggur að baki.  ESB er Hættulegt ... þar er ég algerlega sammála.  Og þori að veðja, að Rússar eru sama sinnis og þú ... Að Evrópa og ESB er ónýtt og vilja ekkert með þá hafa.  Nýjasta "gas" dreyfingin verður í gegnum TYRKLAND! Jamm, Tyrkland... munið að það eru Rússar sem "aðvara" Erdogen um kúppið.

Rússar, eru að beina sér í austur ... Indland og Kína.  Og Bandaríkjamenn eru að gera það sama ... sjáið það sem er að gerast núna ... fasistar á götum úti ... brjótandi, bramlandi ... hér í Evrópu ... umræður, sem meira að segja ganga svo langt að segja að "gyðingar" standi að baki Trump.  Málaður upp, sem Mussolíni ... skoplegt að vissu leiti en fasistahátturin ... algjör.

Gunnar, ég get ekki Ímyndað mér ... að Rússar hafi áhuga á þessu "rusli".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 22:06

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo brilljant! Gunnar er svo næmur á ástand þessara ríkja og þekking hans svo yfirgripsmikil,allt frá seinasta hildarleik þessara þjóða.Hvort ég man frá þessu blessaða landi sem gerði í raun útaf við framrás Nazistanna.Var farin að hlusta á stríðsfréttir eins og fótboltaleiki,þótt öllu meiri alvara væri yfir þeim. Rétt eins og þá  fylla þessir hugdjörfu pennar hug okkar og von um fall skrímslisins ESB.

Þótt því fylgi fórnir sem vonandi eru þá aðeins á menningarsviðinu. Takk fyrir.       

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2016 kl. 01:00

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mark Blyth er no bullshit gæi.

https://youtu.be/rGvZil0qWPg

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 08:47

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir Elle, Bjarne og Helga.

Krækjan þín góð Jón Steinar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.11.2016 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband