Föstudagur, 18. nóvember 2016
Tilvistarkreppa ESB bitnar á NATO
Allt sem gerist meðal NATO-bandalagsþjóða hefur möguleika á að bitna á, eða gagnast, NATO sem varnarbandalagi. Fari hagkerfi ESB-ríkja í steik, eins og þau hafa gert með tilkomu Evrópusambandsins, þá bitnar það á NATO, sem félagsskap
Ríki sem verða vanmáttug vegna efnahags- og samfélagslegrar ESB-eyðni (eurosclerosis), verða veikari og veikari sem NATO meðlimir. En það sem meira er; orsök ESB-eyðni og hnignunar leiðir til innri ófriðar á milli ESB-ríkja. Sú spenna, klofningur og andúð á milli ESB-ríkja sem hlýst af því, bitnar á NATO
Þegar Rússland snéri aftur til sögunnar sem alvöru ríki, eins og allir hugsandi menn vissu að það myndi gera, þá gerðist það svona; Rússland tók Georgíu 7. ágúst 2008. Georgía var þá orðið vestrænt áhrifasvæði. Og réttum fjórum vikum síðar féll Lehmansbræðra bankinn. Þessir tveir atburðir mörkuðu endalok tímatalsins sem hófst 1945 og 1992, og alger kaflaskipti urðu í sögu mannkyns. Ofur-kaflaskipti sem munu spila sig út og móta framtíðina næstu marga áratugi, ef ekki hundruð ára
Og Rússar sem vissu sennilega að fjármálahrunið var í vændum, slógu til á réttu augnabliki. Þeir rúlluðu yfir Georgíu. Rússland var aftur mætt til leiks og Vesturlönd voru í áfalli bæði hið innra og ytra. Algerlega upptekin við bölvað baks, innvortis og útvortis. Og það var alger tilviljun að leiðtogi Rússlands hét þá Pútín. Ef það hefði ekki verið Pútín þá hefði það bara verið einhvern annar úr öryggisstofnunum landsins, og jafnvel enn djarfari maður. Utanríkistefna Rússlands og Bandaríkjanna hefur ávallt verið varfærin, miðað við utanríkisstefnu Evrópuríkja meginlandsins, sem ávallt hefur verið hálfgerð spastísk villimennska á köflum
Ástæðan fyrir því að Rússar tóku Gerorgíu var þessi: "Nú ætlum við að sýna ykkur hvert raunvirði hins vestræna ábekings ykkar og áhrifa er; það raunvirði er ekkert! Og þau önnur ríki í jaðri Rússlands sem sækja vernd með því að gera sig að vestrænum áhrifasvæðum, eru að leika sér að eldinum. Þessi ábekingur ykkar er einskis virði. Við tökum Georgíu og þið eruð núll."
Þessi skilaboð frá Rússum voru hugsuð til Úkraínu og Moldavíu og jafnvel fleiri ríkjum. Svona fer fyrir ykkur ef þið gerið það sem Georgía gerði. Þessi vestræni ábekingur er einskis virði. Við munum aldrei aldrei þola að Úkraína verði á vestrænu áhrifasvæði. Punktur
NATO sem félagsskapur hefur sjálft engan her. Það eru meðlimsríkin sem hafa og ráða yfir herjunum. Og það vill svo til að ekkert meðlimsríkjanna hefur neinn herafla til eins né neins, nema Bandaríki Norður-Ameríku. Restin er bara rest. Sú rest er þó í sumum tilfellum jafnvel fær um að verja hálft kanslerí og einn mann á skellinöðru
Atlantshafið og Kyrrahafið eru stuðarar Bandaríkjanna (buffer-zones). Úkraína er stuðari Rússlands og Rússar munu aldrei samþykja Úkraínu undir vestrænum yfirráðum né áhrifavaldi. Þess ber að gæta að það var einmitt í Úkraínu sem að Rauði herinn sigarði þýska herinn. Það gerði hann vegna þess að Úkraína er langförull drekkingarhylur Rússlands þegar að innrásarherjum kemur. Þessum landamæravirkjum mun Rússland aldrei sleppa því þau eru það eina sem landið hefur á innrásarhraðbraut norðursléttu Evrópu inn í Rússland, þar sem Pólland er umferðarljós, sem stanslaust er keyrt niður, nema þegar landið sjálft ræðst inn í Rússland eins og það gerði með pólska samveldinu. Rússland sleppir ekki Úkraínu frekar en Íslendingar sleppa landhelginni, Melrakkasléttu og Vestmannaeyjum sem einum "vinstri pakka"
En Rússland getur hins vegar sætt sig við hlutlausa Úkraínu sé Hvítarússland stöðugt. Þessi deila mun standa lengi og sennilega alltaf. Kjör Donalds Trump mun engu breyta fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Engu. Algerlega engu
Bandaríkin hafa nú komið sér fyrir í þeirri upphafsstöðu sem landið var í í aðdraganda Síðari heimstyrjaldar. Landið er farið heim, nema auðvitað á höfunum, og það hefur kúplað sig í frígír. Það bíður átekta en styður og fjármagnar Intermarium í Austur-Evrópu. Allt sem gerst hefur í Austur-Evrópu með aðkomu Bandaríkjanna, er algerlega framhjá NATO, því að NATO-félagsskapurinn krefst einróma samþykkis allra sem í honum eru. Austur-Evrópa getur að engu leyti treyst á ESB, hún óttast sambandið frekar en hitt, og hún getur heldur ekki stólað á NATO, þar sem hið nýja Stór-Þýskaland, sem frú Thatcher varaði við, er jóker og sabotör með leynda eða ekki leynda dagskrá. Það veit enginn
En hvað um það, fyrstu F-22 vélar Bandaríkjamanna, en ekki NATO, lentu í hafnarborginni Konstansa við Svartahaf á þessu ári. Það eitt og sér er athyglisverð staðreynd. Þær vélar eru ekki sendar hvert sem er
En Evrópusambandið er búið að vera. Heimur þess sem hófst formlega árið 1992 endaði 2008. Það innsiglaði dauða sinn sjálft, með vanskapnaði í fæðingu. Og það sem verra er, draugaskipið ESB er fært um að sprengja Evrópu í tætlur. Og það er einmitt það sem sambandið er að gera
Stóra spurningin fyrir Evrópu og NATO er hvað Þýskaland mun gera í framtíðinni. Þýskaland er nýtt ríki með stórveldisdrauma sem enn er að ryðja sér til rúms á meginlandi Evrópu. Og það sem verra er, tvær sameiningar Þýskalands, 1871 og 1990, eru enn að spila sig út sem misheppnaðasti geo-pólitíski atburður í Evrópu á nýrri tímum. Enginn veit hvað Þýskaland er að hugsa og enginn getur treyst á Þýskaland. Það er rótlaust ríki og Evrópa og Bandaríkin óttast óútreiknanleika þess
Ef ég væri Pútín núna, þá myndi ég pota með nokkrum prikum í Norður-Atlantshafið og hella svona eins og desílítra af hrísgrjónum ofan í þann tank. Bara svona til að trylla, ógna og sjá hvað gerist næst. Gerist ekkert, þá mun ég stækka skammtinn
Fyrri færsla
Ítalía hótar að stöðva Evrópusambandið
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1387413
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Stórkostleg grein hjá þér Gunnar. Eitthvað það magnaðasta og best skrifaða sem ég hef lengi séð. Til hamingju. Ég á bara ekki til nógu og sterk lýsingarorð til að lýsa hrifningu minni.
Jóhann Elíasson, 18.11.2016 kl. 08:55
Þakka þér Jóhann fyrir innlitið og góðar kveðjur.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 18.11.2016 kl. 10:50
Góður Gunnar. Já ég tel að fólk ætti og ætti alltaf að hafa óttast Þýskaland en ekki Rússland.
Elle_, 18.11.2016 kl. 12:41
Svo er fólk sem ruglar enn saman ESB-valdabákninu og álfunni Evrópu. Skilur ekki eða vill ekki vita munninn, og að það er ESB sem er að eyðileggja Evrópu og tæta í tætlur.
Elle_, 18.11.2016 kl. 12:44
Og svo var ég að tala um muninn þarna 12.44.
Elle_, 18.11.2016 kl. 20:04
Ég andmæli þessu Rússa bulli ... geri mér vel grein fyrir því, að þetta sé kaldhæðni hjá þér, en samt. Af hverju Rússar ákváðu að stöðva framgöngu inn í Georgíu, er nú vegna þess að NATO var of nálægt. Viðkvæmt ... sama gildir Krímskaga. Rússar byggðu "flotbryggju" yfir á hana, sem ætti að vera ábending um það að þeir voru með hluti þar, sem ekki gekk að gefa Ukraínu. Hvað gerist "síðar", kemur í ljós ... Ukraína. Er "gas" dreifistöð Rússa ... Hér hefur verið stærsta flæði gass, frá Rússlandi inn í Evrópu. Bandaríkin, réðust inn í banka á Möltu og "rændu" Rússa þar ... um hábjartan dag. "Yfirskinið" var að hér væru peningar Rússneskrar mafíu ... en það mál, er innaríkismál Rússa ... ekki kanans. Þannig að um hreint bankarán var að ræða. Ég bendi á þetta, í því sambandi ... að það er Evrópa sem er "leiðandi" í að ögra Rússum, með það fyrir augum að reyn að ná pólitísku, ef ekki algeru valdi á gass og olíu dreyfingu Rússa til Evrópu.
Þetta er það sem liggur að baki. ESB er Hættulegt ... þar er ég algerlega sammála. Og þori að veðja, að Rússar eru sama sinnis og þú ... Að Evrópa og ESB er ónýtt og vilja ekkert með þá hafa. Nýjasta "gas" dreyfingin verður í gegnum TYRKLAND! Jamm, Tyrkland... munið að það eru Rússar sem "aðvara" Erdogen um kúppið.
Rússar, eru að beina sér í austur ... Indland og Kína. Og Bandaríkjamenn eru að gera það sama ... sjáið það sem er að gerast núna ... fasistar á götum úti ... brjótandi, bramlandi ... hér í Evrópu ... umræður, sem meira að segja ganga svo langt að segja að "gyðingar" standi að baki Trump. Málaður upp, sem Mussolíni ... skoplegt að vissu leiti en fasistahátturin ... algjör.
Gunnar, ég get ekki Ímyndað mér ... að Rússar hafi áhuga á þessu "rusli".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 22:06
Svo brilljant! Gunnar er svo næmur á ástand þessara ríkja og þekking hans svo yfirgripsmikil,allt frá seinasta hildarleik þessara þjóða.Hvort ég man frá þessu blessaða landi sem gerði í raun útaf við framrás Nazistanna.Var farin að hlusta á stríðsfréttir eins og fótboltaleiki,þótt öllu meiri alvara væri yfir þeim. Rétt eins og þá fylla þessir hugdjörfu pennar hug okkar og von um fall skrímslisins ESB.
Þótt því fylgi fórnir sem vonandi eru þá aðeins á menningarsviðinu. Takk fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2016 kl. 01:00
Mark Blyth er no bullshit gæi.
https://youtu.be/rGvZil0qWPg
Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 08:47
Þakka ykkur kærlega fyrir Elle, Bjarne og Helga.
Krækjan þín góð Jón Steinar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.11.2016 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.