Leita í fréttum mbl.is

Ítalía hótar að stöðva Evrópusambandið

Ítalía hótar að stöðva fjárlagagerð Evrópusambandsins með neitunarvaldi ef landið fær ekki meiri peninga þegar fjárlagagerðin fyrir næsta ár fer í lokameðferð fyrir áramót. Þar með hefur tilvistarkreppa Evrópusambandsins og hins peningapólitíska myntbandalags þess náð nýjum hæðum. Beinni fjárkúgun við fjárlagagerð er nú hótað fyrir opnum tjöldum

Enginn hagvöxtur hefur verið á Ítalíu í samfellt 14 síðastliðin ár. Ítalska hagkerfið er orðið að jökli í evrum. Stjórnmálamenn í landinu segja að Evrópusambandið fari með Ítalíu eins og nýlendu

Fyrir skömmu fjallaði ég um fjárlagagerð í Evrópusambandinu í ljósi útgöngu Bretlands úr sambandinu: Fátæktin dafnar og vex í Evrópusambandinu

Evran heldur áfram að falla á mörkuðum. Staðan gagnvart Bandaríkjadal versnar dag fyrir dag, sérstaklega eftir forsetakosningarnar vestanhafs. Kostar evran nú aðeins 1,07 dali í dag. Hún kostaði rúmlega 1,5 dali um miðbik ársins 2008

Bændablaðið fjallar í dag um efnahagsmál á Ítalíu: Fyrirtækin hrundu við innleiðingu evrunnar

Fyrri færsla

Herveldin gengu út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Áfram Ítalía!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.11.2016 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband