Leita í fréttum mbl.is

Fátæktin dafnar og vex í Evrópusambandinu

Þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið á næstu tveim árum, þá minnkar sambandið um tæplega 20 prósent, fjárhagslega. Einn fimmti hluti fer, en fjórir sitja fastir eftir. Og ESB-báknið losnar þá við um helming af öllu lýðræði og ekkert land verður þá eftir í sambandinu sem hefur hernaðarmátt sambærilegan við þann breska. Næst stærsta ríki sambandsins er að fara úr því. Bless, bless og haldið endilega áfram á leið ykkar niður til fjandans, en sú vegferð ykkar verður algerlega án okkar

Þegar Bretland er farið þá hefur áhuginn á lýðræði sem pólitísku stjórnarfyrirkomulagi minnkað í heild um 60-70 prósent í öllu Evrópusambandinu, og var hann ekki sérlega mikill fyrir. Allt niður í 40 prósent í mörgum ESB-ríkjum. Yfirgnæfandi verður restin af ESB hinu vaxandi einræði sennilega mjög fegin, því að þeir sem eftir sitja trúa flestir mikið á einn "sterkan mann". Og Þýskaland er ennþá í gangi með frumtilraun sína til lýðræðis, og ferst það illa úr hendi, eins og sést á ríkisstjórn landsins, sem ennþá er næstum því bankakerfið að innan og utanþings

Nettó-framlag Bretlands til reksturs Evrópusambandsins var tæplega 15 milljarðar evra á síðasta ári. Bretar borguðu 15 milljarða meira til ESB en þeir fengu þaðan. Til samanburðar þá var nettóframlag Frakklands til sambandsins 7,2 milljarðar evra það árið. Beint fjárhagslegt framlag Bretlands var því tvöfalt stærra en framlag Frakklands. Og það munar um minna. Það munar um tvö Frakkalönd

Núverandi sjö ára fjárlagatímabili Evrópusambandsins lýkur árið 2020. En löngu áður þarf að koma sér saman um rammann fyrir næsta sjö ára fjárlagatímabil. Það verður skrautleg samkunda. En á hverju ári þurfa aðildarríkin og framkvæmdastjórn sambandsins að koma sér fyrir innan þess ramma, sem áratugum saman aldrei hefur fengist samþykktur af endurskoðenda, og semja í kröppum dansi um bókhaldslega falsaða tilvist sína þar. Þeir sem fá mest vilja að sjálfsögðu dansa harðast á bökum annarra. Þeir sem borga mest dansa ekki við neinn. Hvorki Svíþjóð né Finnland hafa nokkru sinni fengið einn grænan eyrir frá ESB. Eru þau farin að þreytast á dansinum og fyrir alvöru byrjuð að tala um brottför. Finnaland kemst hvergi því það er frosið fast í evru sem gerir landið fátækara með hverju árinu sem líður í skrúfstykki evrunnar

Um fátt er að velja fyrir þau 27 ríki sem eftir eru í sambandinu því að 11 af þeim eru gömul Sovétríki og geta ekki borgað. Þá eru vonandi 16 ríki eftir til að borga brúsann. En 5 ríki af þeim 16 eru gjaldþrota, geta ekki borgað og bíða eftir að fá að komast í þjóðargjaldþrot á réttum tíma. ESB-aðildin byggði upp gjaldþrot Grikklands á 30 aðildarárum með fé annarra ríkja og tókst að koma landinu í eina samfellda rjúkandi rúst, sem er heimsmet, fyrir 113 milljarða evra, í ekki neitt! Þá eru heil 11 ríki eftir. En 9 af þeim 11 ríkjum sem þarna eru eftir og sem ekki eru enn gjaldþrota eða orðin að gömlum Sovétríkjum, eru einungis smáríki sem engan veginn geta haldið fimm gjaldþota og ellefu Sovétríkjum uppi. Þá er bara um tvenn stór ríki að ræða sem eftir eru á listanum

Og hvað skyldi nú þeim tveim stórríkjum, sem eftir eru, detta í hug til að leysa fjármögnunarvandann. Banakerfi Þýskalands hristist og skelfur og Frakkland getur ekki mikið lengur nauðgað sér og barið niður franska byltingarandann, sem varðveita átti neista hennar öllu landinu til framtíðar lífsviðurværis, án þess að hún endurtaki sig sjálfkrafa. Atvinnuleysi í Frakklandi er 10 prósent og hefur verið svo í 30 ár. Og Þýskaland hefur bara blásið út og gnæfir nú algerlega yfir því

Það verður fróðlegt að sjá hvaða nýja tröllslega og eyðileggjandi skattheimta verður lögð á þau ríki sem enn yfir höfuð eru sköttunarleg í sambandinu, því ekki mun báknið sætta sig við minna spillingar- og mútufé til sinna umráða

Fyrri færsla

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ekki einsdæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, er það ekki merkilegt, að ESB-flokkarnir hérna á Íslandi skuli loka augunum fyrir þessu, og ESB-fjölmiðlarnir sömuleiðis. Þetta vilja þeir endilega, að verði hér á landi líka, og aka með okkur inní brennandi hús og fátæktarkofaræskni, sem stendur varla af sér veður né vinda, hvað þau ausandi rigningu. Ég hreinlega skil ekki þetta fólk, og skil ekki Sovétfréttastofu Rúv og 365 að vilja ekki sjá og skilja, að við eigum ekkert erindi í þennan selskap, og loka augunum fyrir ástandinu í þessum löndum. Þetta ESB-lið hérna syngur bara háfleyga dýrðarsöngva um kosti ESB og ávinning fyrir Ísland að fara þar inn, nokkuð sem þeir einir sjá, en er hulið sjónum okkar, venjulegra, skynsamra borgara. Ennþá furðulegra finnst mér, að þrátt fyrir andúðina á inngöngu í ESB, skuli sumir þessarra flokka skora svona hátt í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, eins og þær birtast okkur, þó að mér finnist þetta allt saman vera skoðanakannanir, sem fjölmiðlarnir hafa látið gera fyrir sig til heimabrúks. Það er bara verst, að fólk skuli trúa á þetta og áróður fjölmiðlana og ætla að kjósa eftir því. Það fer um mann, ef niðurstaða kosninga verður eins og nýjustu skoðanakannanir benda til, þó að ég vilji ekki trúa því, enda sýndi það sig líka í forsetakosningunum í vor, að það var ekkert að marka þær skoðanakannanir, sem fjölmiðlarnir voru sífellt að birta, og var verið að búa til af þessum fyrirtækjum, sem sjá um slík. Maður skilur þetta ekki, og hvað það fólk er að hugsa, sem sér ekkert nema sól og sælu í ESB, og vill ekki viðurkenna, hvernig hlutirnir eru í raun og veru þar inni, og segir allt annað lygi en að allt sé í sómanum suður í Brüssel. Haldið það sé nú lið!!!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 13:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jú mest Sovét kommúnistar núna, en voru þar til múrinn féll allt saman helvítis nasistar. Kannski ekki alveg allir, en ný rannsókn á starfsemi og mannavali þýska dómsmálaráðuneytisins segir okkur, Guðbjörg Snót, að allt að 76 prósent af embættismönnum þess hafi komið beint út þýska nasistaflokknum. Rannsóknin spannar tímabilið frá 1949 til 1973 og nær ekki lengra en til stofnunar ESB-gúlagsins. Og ekki nóg með það, sá sem stjórnaði kanslerí Konráðs Adenauer Þýskalandskanslara var einmitt sá sérfróði lögfræðingur sem samdi Nuremberg-ofsóknarlögin sem beitt var á Gyðinga undir stjórn þáverandi Kanslara Þýskalands sem hét herr Hilter og sem var þjóðkjörinn með einskonar ESB-aðferðum; kosið þar til rétt niðurstaða fékkst (þessi frétt kemur auðvitað ekki í DDRÚV).

Önnur rannsókn sem skoðar þýska innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið er í gangi. Þetta er líklega gert núna til þess að komast hjá því að rannsaka Evrópusambandið. Þeir afsaka sig með því að segjast hafa haft of mikið að gera vegna sameiningar kommúnista Þýskalands inn í nasista Þýskaland og ESB. Einfaldara væri bara að rannsaka Evrópusambandið. Þá myndi koma í ljós að það er bæði allur helvítis nasistaflokkurinn, kommúnistaflokkurinn, Stazi og allt það sem miður hefur farið í stjórnmálum meginlandsins síðustu 100 árin og sem kostaði 150 milljón manns lífið frá 1917 til 1990.  Í dag er ofsóknarlögunum hins vegar beint gegn ESB-andstæðingum og þeim varpað í vitsmunalegt gúlag út um allt ESB.

Má ég þá heldur biðja um Donald Trump í landinu eina sem stofnað var einmitt í þeim tilgangi að óheflaður götustrákur með gult hár og strigakjaft geti orðið leiðtogi þess. Það aðhyllist ég frekar en hvítskúrað og kjaftasótthreinsað glæpagengi meginlands Evrópu með bindi um hálsinn. Það er orðið Lenín með vindil.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Raunveruleika-athugun:

Basta Euro er enn ein evru-útgönguhreyfingin á Ítalíu og var hún í helstu fréttum Financial Times í dag. Ítalía er að farast úr evrueyðni.

Í Danmörku er nýr borgaralegur flokkur kominn með uppskriftina að því hvernig Danmörk eigi að yfirgefa Evrópusambandið. Danmörk er að farast. Enginn hagvöxtur hefur verið þar í 15 ár.: Nye Borgerlige: Sådan skal Danmark ud af EU

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 19:38

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Alt eller intet – så vælger jeg intet

”Vi kan se, at reglerne ødelægger dansk fiskeri – og vi får dårligere og dyrere fisk som forbrugere. Hvis det er alt eller intet, foretrækker jeg intet. Jeg vil hellere have, at Danmark selv finder ud af, hvordan vi passer på vores farvande.

- Pernille Vermund

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 19:44

5 identicon

Takk Gunnar fyrir þessi skrif. Ég fæ hroll við tilhugsunina að svona margir flokkar í framboði núna vilja fara inn í ESB. Það er mér algjörlega óskiljanlegt eins og staðan er og verður um ókomin ár. Það þarf að hamra meira á stöðunni eins og þú lýsir henni svo ég ætla að fá að nýta pistilinn þinn og hvetja fólk að lesa og hugsa um þessi mál af meiri alvöru.

Takk aftur fyrir skrifin.

Kv. Ingibjörg

Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 20:12

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Ingibjörg.

Hér er allt mitt þitt, svo gjörðu svo vel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 20:25

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Peningaeignir í óhófi hljóta að stýra hversu margir hafa snúist til ESB'innlimunar. Græðgin er voldugri en ættjarðarástin,þótt þeir ærist ef einhver spræna er stífluð,þær skal geyma handa Esbéistunum.Svo þykjast þeir vera mannvinir!!! það er eins og þeir hafi það á tilfinningunni að nú sé "björninn" unnin. Þeir eru svo spakir núna,sem stökkva venjulega á alla sem finna að Esb eða þeirra flokkum. kannski þeir séu afmunstraðir, þeirra er ekki þörf lengur. kveð með góðri ósk um gott gengi. Nú er þeð maður á mann,fyrir landið okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband