Föstudagur, 14. október 2016
Fátæktin dafnar og vex í Evrópusambandinu
Þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið á næstu tveim árum, þá minnkar sambandið um tæplega 20 prósent, fjárhagslega. Einn fimmti hluti fer, en fjórir sitja fastir eftir. Og ESB-báknið losnar þá við um helming af öllu lýðræði og ekkert land verður þá eftir í sambandinu sem hefur hernaðarmátt sambærilegan við þann breska. Næst stærsta ríki sambandsins er að fara úr því. Bless, bless og haldið endilega áfram á leið ykkar niður til fjandans, en sú vegferð ykkar verður algerlega án okkar
Þegar Bretland er farið þá hefur áhuginn á lýðræði sem pólitísku stjórnarfyrirkomulagi minnkað í heild um 60-70 prósent í öllu Evrópusambandinu, og var hann ekki sérlega mikill fyrir. Allt niður í 40 prósent í mörgum ESB-ríkjum. Yfirgnæfandi verður restin af ESB hinu vaxandi einræði sennilega mjög fegin, því að þeir sem eftir sitja trúa flestir mikið á einn "sterkan mann". Og Þýskaland er ennþá í gangi með frumtilraun sína til lýðræðis, og ferst það illa úr hendi, eins og sést á ríkisstjórn landsins, sem ennþá er næstum því bankakerfið að innan og utanþings
Nettó-framlag Bretlands til reksturs Evrópusambandsins var tæplega 15 milljarðar evra á síðasta ári. Bretar borguðu 15 milljarða meira til ESB en þeir fengu þaðan. Til samanburðar þá var nettóframlag Frakklands til sambandsins 7,2 milljarðar evra það árið. Beint fjárhagslegt framlag Bretlands var því tvöfalt stærra en framlag Frakklands. Og það munar um minna. Það munar um tvö Frakkalönd
Núverandi sjö ára fjárlagatímabili Evrópusambandsins lýkur árið 2020. En löngu áður þarf að koma sér saman um rammann fyrir næsta sjö ára fjárlagatímabil. Það verður skrautleg samkunda. En á hverju ári þurfa aðildarríkin og framkvæmdastjórn sambandsins að koma sér fyrir innan þess ramma, sem áratugum saman aldrei hefur fengist samþykktur af endurskoðenda, og semja í kröppum dansi um bókhaldslega falsaða tilvist sína þar. Þeir sem fá mest vilja að sjálfsögðu dansa harðast á bökum annarra. Þeir sem borga mest dansa ekki við neinn. Hvorki Svíþjóð né Finnland hafa nokkru sinni fengið einn grænan eyrir frá ESB. Eru þau farin að þreytast á dansinum og fyrir alvöru byrjuð að tala um brottför. Finnaland kemst hvergi því það er frosið fast í evru sem gerir landið fátækara með hverju árinu sem líður í skrúfstykki evrunnar
Um fátt er að velja fyrir þau 27 ríki sem eftir eru í sambandinu því að 11 af þeim eru gömul Sovétríki og geta ekki borgað. Þá eru vonandi 16 ríki eftir til að borga brúsann. En 5 ríki af þeim 16 eru gjaldþrota, geta ekki borgað og bíða eftir að fá að komast í þjóðargjaldþrot á réttum tíma. ESB-aðildin byggði upp gjaldþrot Grikklands á 30 aðildarárum með fé annarra ríkja og tókst að koma landinu í eina samfellda rjúkandi rúst, sem er heimsmet, fyrir 113 milljarða evra, í ekki neitt! Þá eru heil 11 ríki eftir. En 9 af þeim 11 ríkjum sem þarna eru eftir og sem ekki eru enn gjaldþrota eða orðin að gömlum Sovétríkjum, eru einungis smáríki sem engan veginn geta haldið fimm gjaldþota og ellefu Sovétríkjum uppi. Þá er bara um tvenn stór ríki að ræða sem eftir eru á listanum
Og hvað skyldi nú þeim tveim stórríkjum, sem eftir eru, detta í hug til að leysa fjármögnunarvandann. Banakerfi Þýskalands hristist og skelfur og Frakkland getur ekki mikið lengur nauðgað sér og barið niður franska byltingarandann, sem varðveita átti neista hennar öllu landinu til framtíðar lífsviðurværis, án þess að hún endurtaki sig sjálfkrafa. Atvinnuleysi í Frakklandi er 10 prósent og hefur verið svo í 30 ár. Og Þýskaland hefur bara blásið út og gnæfir nú algerlega yfir því
Það verður fróðlegt að sjá hvaða nýja tröllslega og eyðileggjandi skattheimta verður lögð á þau ríki sem enn yfir höfuð eru sköttunarleg í sambandinu, því ekki mun báknið sætta sig við minna spillingar- og mútufé til sinna umráða
Fyrri færsla
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ekki einsdæmi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 77
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 296
- Frá upphafi: 1390926
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Já, er það ekki merkilegt, að ESB-flokkarnir hérna á Íslandi skuli loka augunum fyrir þessu, og ESB-fjölmiðlarnir sömuleiðis. Þetta vilja þeir endilega, að verði hér á landi líka, og aka með okkur inní brennandi hús og fátæktarkofaræskni, sem stendur varla af sér veður né vinda, hvað þau ausandi rigningu. Ég hreinlega skil ekki þetta fólk, og skil ekki Sovétfréttastofu Rúv og 365 að vilja ekki sjá og skilja, að við eigum ekkert erindi í þennan selskap, og loka augunum fyrir ástandinu í þessum löndum. Þetta ESB-lið hérna syngur bara háfleyga dýrðarsöngva um kosti ESB og ávinning fyrir Ísland að fara þar inn, nokkuð sem þeir einir sjá, en er hulið sjónum okkar, venjulegra, skynsamra borgara. Ennþá furðulegra finnst mér, að þrátt fyrir andúðina á inngöngu í ESB, skuli sumir þessarra flokka skora svona hátt í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, eins og þær birtast okkur, þó að mér finnist þetta allt saman vera skoðanakannanir, sem fjölmiðlarnir hafa látið gera fyrir sig til heimabrúks. Það er bara verst, að fólk skuli trúa á þetta og áróður fjölmiðlana og ætla að kjósa eftir því. Það fer um mann, ef niðurstaða kosninga verður eins og nýjustu skoðanakannanir benda til, þó að ég vilji ekki trúa því, enda sýndi það sig líka í forsetakosningunum í vor, að það var ekkert að marka þær skoðanakannanir, sem fjölmiðlarnir voru sífellt að birta, og var verið að búa til af þessum fyrirtækjum, sem sjá um slík. Maður skilur þetta ekki, og hvað það fólk er að hugsa, sem sér ekkert nema sól og sælu í ESB, og vill ekki viðurkenna, hvernig hlutirnir eru í raun og veru þar inni, og segir allt annað lygi en að allt sé í sómanum suður í Brüssel. Haldið það sé nú lið!!!
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 13:08
Jú mest Sovét kommúnistar núna, en voru þar til múrinn féll allt saman helvítis nasistar. Kannski ekki alveg allir, en ný rannsókn á starfsemi og mannavali þýska dómsmálaráðuneytisins segir okkur, Guðbjörg Snót, að allt að 76 prósent af embættismönnum þess hafi komið beint út þýska nasistaflokknum. Rannsóknin spannar tímabilið frá 1949 til 1973 og nær ekki lengra en til stofnunar ESB-gúlagsins. Og ekki nóg með það, sá sem stjórnaði kanslerí Konráðs Adenauer Þýskalandskanslara var einmitt sá sérfróði lögfræðingur sem samdi Nuremberg-ofsóknarlögin sem beitt var á Gyðinga undir stjórn þáverandi Kanslara Þýskalands sem hét herr Hilter og sem var þjóðkjörinn með einskonar ESB-aðferðum; kosið þar til rétt niðurstaða fékkst (þessi frétt kemur auðvitað ekki í DDRÚV).
Önnur rannsókn sem skoðar þýska innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið er í gangi. Þetta er líklega gert núna til þess að komast hjá því að rannsaka Evrópusambandið. Þeir afsaka sig með því að segjast hafa haft of mikið að gera vegna sameiningar kommúnista Þýskalands inn í nasista Þýskaland og ESB. Einfaldara væri bara að rannsaka Evrópusambandið. Þá myndi koma í ljós að það er bæði allur helvítis nasistaflokkurinn, kommúnistaflokkurinn, Stazi og allt það sem miður hefur farið í stjórnmálum meginlandsins síðustu 100 árin og sem kostaði 150 milljón manns lífið frá 1917 til 1990. Í dag er ofsóknarlögunum hins vegar beint gegn ESB-andstæðingum og þeim varpað í vitsmunalegt gúlag út um allt ESB.
Má ég þá heldur biðja um Donald Trump í landinu eina sem stofnað var einmitt í þeim tilgangi að óheflaður götustrákur með gult hár og strigakjaft geti orðið leiðtogi þess. Það aðhyllist ég frekar en hvítskúrað og kjaftasótthreinsað glæpagengi meginlands Evrópu með bindi um hálsinn. Það er orðið Lenín með vindil.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 14:43
Raunveruleika-athugun:
Basta Euro er enn ein evru-útgönguhreyfingin á Ítalíu og var hún í helstu fréttum Financial Times í dag. Ítalía er að farast úr evrueyðni.
Í Danmörku er nýr borgaralegur flokkur kominn með uppskriftina að því hvernig Danmörk eigi að yfirgefa Evrópusambandið. Danmörk er að farast. Enginn hagvöxtur hefur verið þar í 15 ár.: Nye Borgerlige: Sådan skal Danmark ud af EU
Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 19:38
Alt eller intet – så vælger jeg intet
”Vi kan se, at reglerne ødelægger dansk fiskeri – og vi får dårligere og dyrere fisk som forbrugere. Hvis det er alt eller intet, foretrækker jeg intet. Jeg vil hellere have, at Danmark selv finder ud af, hvordan vi passer på vores farvande.
- Pernille Vermund
Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 19:44
Takk Gunnar fyrir þessi skrif. Ég fæ hroll við tilhugsunina að svona margir flokkar í framboði núna vilja fara inn í ESB. Það er mér algjörlega óskiljanlegt eins og staðan er og verður um ókomin ár. Það þarf að hamra meira á stöðunni eins og þú lýsir henni svo ég ætla að fá að nýta pistilinn þinn og hvetja fólk að lesa og hugsa um þessi mál af meiri alvöru.
Takk aftur fyrir skrifin.
Kv. Ingibjörg
Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 20:12
Þakka þér góðar kveðjur Ingibjörg.
Hér er allt mitt þitt, svo gjörðu svo vel.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2016 kl. 20:25
Peningaeignir í óhófi hljóta að stýra hversu margir hafa snúist til ESB'innlimunar. Græðgin er voldugri en ættjarðarástin,þótt þeir ærist ef einhver spræna er stífluð,þær skal geyma handa Esbéistunum.Svo þykjast þeir vera mannvinir!!! það er eins og þeir hafi það á tilfinningunni að nú sé "björninn" unnin. Þeir eru svo spakir núna,sem stökkva venjulega á alla sem finna að Esb eða þeirra flokkum. kannski þeir séu afmunstraðir, þeirra er ekki þörf lengur. kveð með góðri ósk um gott gengi. Nú er þeð maður á mann,fyrir landið okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 05:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.