Leita í fréttum mbl.is

Frá V8-krónu til hins verra og þaðan til helvítis

Nýjasti gagnagrunnur frá AGS er: IMF World Economic Outlook Database, April 2016

Þegar skoðaðar eru tölur gagnasafnsins, má til dæmis finna eftirfarandi grundvallar staðreyndir:

1) Hagvöxtur á Íslandi frá og með 2001 til og með 2015, var 41,6 prósent. Íslenska hagkerfið hefur vaxið um 41,6 prósent að raungildi á þessu tímabili, þrátt fyrir bankahrun. Velmegun Íslendinga á þessu tímabili hefur aukist gríðarlega, þrátt fyrir bankahrun. Hún hefur aukist um 41,6 prósent, eða um nær helming

2) Á sama tímabili hefur hagvöxtur í Danmörku -sem er með gjaldmiðil sinn fastbundinn við evru Þýskalands- aðeins verið 10,5 prósent. Hagvöxtur, velmegunaraukning, hefur þannig verið fjórfalt meiri og betri á Íslandi en í Danmörku á þessu tímabili. Þrátt fyrir bankahrun hér heima

3) Á sama tímabili hefur hagvöxtur á Ítalíu verið minni en enginn, eða -0,2 prósent. Viðreisnar-gjaldmiðill Ítalíu er sjálf evra Þýskalands. Hún hefur reist landið þannig við að það er nú á barmi þjóðargjaldþrots. Enginn hagvöxtur í 14 ár! - og því allt að veslast og rotna upp

41,6 prósent hagvöxtur á 14 árum

10,5 prósent hagvöxtur á 14 árum

-0,2 prósent hagvöxtur á 14 árum

Hvort skyldi nú vera betra. Allt, einn fjórði, eða ekkert?

Öll lönd sem binda gjaldmiðil sinn fastan, eru með því að reyna að hengja sig. Þau lönd sem tekið hafa upp evru, dingla nú þegar hálf dauð í hegningarólinni, bendir Lars Christensen réttilega á hér

 

Aldrei aftur

- undir erlent vald

Fyrri færsla

Evran og norska krónan að hverfa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Beri íslendingar gæfu til að stjórna efnahagsmálum sínum einsog menn, ættu að vera bjartir tímar framundan.  Mestalla síðustu öld bjuggu íslendingar við það að gengi krónunnar var handstýrt eftir geðþótta misvitra stjórnmálamanna.  Margt er enn óljóst t.d. varðandi vaxtastefnuna en óbúandi er við þá okurvaxtastefnu sem nú er rekin, að því er virðist mest til að hlaða undir bankana.  

Ágúst Marinósson, 4.8.2016 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband