Leita í fréttum mbl.is

Norski olíusjóðurinn býr sig undir pólitíska upplausn og styrjöld

Í byrjun vikunnar birti Financial Times frétt þess efnis að auðlegðarsjóður Norðmanna, sem í daglegu tali nefndur er "norski olíusjóðurinn", sé að ljúka við að undirbúa sjóðinn undir styrjöld í kjölfar: pólitískrar upplausnar, innrásar, borgarastyrjaldar eða valdaráns

Það er norski seðlabankinn sem ber ábyrgð á þeim þjóðarauð Norðmanna sem í þessum sjóði er. Í honum hafa safnast tekjur sem fullveldi og sjálfstæði Noregs ól af sér

Þegar síðasta sameiningarafl Evrópu fór um álfuna með samruna sinn, þá var það nánast reglan að sú sameining Evrópu hæfist á því að tæma seðlabanka landanna og senda fjármuni og gullforða þjóðanna í sameiginlegan sjóð í Berlín, til að fjármagna sigurför sameinarans um álfuna og útrýmingu þjóðríkjanna

Það er mikilvægt fyrir norsku þjóðina og kjörna fulltrúa hennar að hún hafi möguleika á að nálgast fjármuni sína þegar friðurinn í Evrópu er orðinn það mikill undir Evrópusambandinu, að stjórnmálin séu loks að fullu uppleyst. En þangað stefnir Evrópa. Öll stjórnmál í Evrópusambandinu hafa þegar verið þjóðnýtt í þágu eins málstaðar: samrunans

Fyrri færsla

Er Guðni Th. brunagildra?

Krækja

Norwegian oil fund draws up contingency plans for war (fyrirsögn FT var síðar breytt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband