Leita í fréttum mbl.is

Her-lýðræði Evrópusambandsins

Í dag er þjóðhátíðardagur Danmerkur, "Grundlovsdag". Í tilefni dagsins segja landsins sérfræðingar í stjórnarskrárrétti, að ástandið sé orðið þannig að í Danmörku sé verið að koma á "her-lýðræði" (militant demokrati). Að landið sé á leið burt frá lýðræði í nafni frelsis

"Ógn við öryggi ríkisins" hefur nú lifnað við í Evrópusambandinu. Áður fyrr var það bara stjórnarskrá Sovétríkjanna sem gerði mönnum kleift að myrða samborgara sína á stóriðnaðarskala, samkvæmt stjórnarskrá. Þegar ekki var hægt að finna neitt refsivert á andstæðinga sína með tilvísun í refsilöggjöf, þá var gripið til ákvæðisins um "ógn við öryggi ríkisins" í sovésku stjórnaskránni. Milljónir og tugir milljónir borgara týndu lífinu sem "ógn við öryggi ríkisins" í Sovétríkjum sósíalista. Fæstir voru jarðsettir í því blóðbaðshafi sósíalisma vantrúar og trúleysis. Fólkinu var bara hent eins og hræjum. Fjarvera hinna heilögu ritninga sem ólu af sér Vesturlönd, var alger

En bíddu aðeins. Nú er það hins vegar stjórnaskrá Evrópusambandsins sem stolt veifar ákvæðinu um "öryggi ríkisins". Þessi gamla stjórnaskrár-klásúla Stalíns hefur nú verið uppfærð til notkunar í stjórnarskrá Evrópusambandsins. Þar heitir hún "brot gegn grunngildum Evrópusambandsins" sem enginn nokkru sinni kaus

Hefðu nýafstaðnar forsetakosningar í Austurríki skilað ESB-andstæðingi í forsetastól, þá var "forseti" framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins klár með refsiaðgerðir gegn Austurríki sem hefðu sett landið í einangrunarbúðir sambandsins (í skjól). Forsetinn Juncker er yfirlýstur lygari. Þetta ákvæði hinnar nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins, sem enginn kaus, stóð klappað og klárt til notkunar gegn landinu nú um daginn

Víða í Austur-Evrópu þar sem menn muna enn síðustu sósíalista her-lýðræðisins, er verið að beita þessu Stalínistíska vopni á þær þjóðir sem neita að láta drekkja sér með annarri þjóð

En hefðu kosningaúrslitin í Austurríki hins vegar orðið þau að ESB-andstæðingur hefði unnið, þá hefði miðstjórn fræðimanna sósíalismans í Brussel, umsvifalaust krafist þess að kosið yrði aftur. Örmjótt var á mununum í þessum kosningum. Upp úr kjörkössum nokkurra kjörsvæða, eins og í Sovétríkjunum, sem næstum öll, ásamt gerspilltum embættismönnum þeirra, gengin eru í ESB, töldu menn 140 prósent kosningaþátttöku, ógildir kjörseðlar urðu hreint ótrúlegur fjöldi og utankjörstaðatkvæði skyndilega stjarnfræðilega mörg, 700 þúsund. "Kerfið" er nú að rannsaka sig sjálft

Það er afar passandi að Sjómannadagurinn skuli verða nýjum sósíalistaformanni Samfylkingarinnar að slíku gangi að hún tilkynnti landsmönnum að inn á þennan sorphaug sannleikans skuli flokkur hennar áfram sækja til atkvæðaveiða og baktjaldamakks. Til aðstoðar hefur flokkurinn nú forsetaframbjóðandann Guðna Th. sem er yfirlýstur ESB-sinni og sem enn fremur lýgur eins og þaulæfður Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Líkir sækja líka heim

Fyrsta tækifæri forsetaframbjóðandans til að tala við íslensku þjóðina, notaði hann til að segja henni ósatt, eins og formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, gerir á sínum fyrsta degi sem formaður sem fer með lygarnar um EES-samninginn og "70-80 prósent" uppspunann. Það vantar bara á hennar fyrsta degi sem fræðaformaður Samfylkingarflokka sósíalismans, að segja að við séum fávís lýður. Dómgreindarskortur beggja er alger

Í Sovétríkjunum var kommúnismi eini löglegi lífsmátinn undir stjórnarskrá þeirra. Í Evrópusambandinu er þar hins vega samruninn sem er eini löglegi lífsmátinn undir stjórnarskrá þeirra - og dómstóli!

Öll stjórnmál í löndum Evrópusambandsins hafa því verið þjóðnýtt í þágu samrunans. Svona uppskrift að einræðinu sást síðast í Vestur-Evrópu undir herra Adolf Hitler: hann þjóðýtti fólkið í þágu sameiningar Evrópu. Öll önnur stjórnmál voru bönnuð

Evrópusambandinu allt, Íslandi ekkert, er slagorð ESBismans

Fyrri færsla

Forsetaframbjóðandinn veit ekki að Evrópusambandið er sjálfstætt ríki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband