Leita í fréttum mbl.is

Hittir ryðgaðan Erfðahreppsnagla á höfuðið

Ríkissjúkrahús er ekki hreppsmál

Kristinn Snævar Jónsson hittir naglann á höfuðið þegar hann segir: Kárna nú rökin fyrir katakombuklastrinu við Hringbraut

Já Kristinn, þú hittir þennan ryðgaða Erfðahreppsnagla á höfuðið. En ekki er við öðru að búast en svona skrifum frá nagladeild sem heldur að hún sé hreppshamar. Öllum má nú nokkuð ljóst vera að geðheilbrigðiskerfið að þrotum er komið, ef ég mætti vera svo djarfur að impra á því. Annars væri ekki verið að reyna flytja þetta mál á þennan hátt - eins og að um venjulegt hreppsmál væri að ræða. Katakombuklastur er einmitt réttnefni á því sem þegar er staðreynd og getur aðeins enn verra orðið

Nýtt ríkis-háskólasjúkrahús þarf um rúmlega einn ferkílómetra af frjálsu óbyggðu landrými til að vaxa í áratug eftir áratug. Það yrði í umsvifamikilli byggingu í að minnsta kosti heilan áratug og tekið í friðsæla notkun í áföngum. Það yrði stærsti byggingarstaður landsins í langan tíma með 500-1000 manns vinnandi við byggingu þess. Ef ekki, þá er einungis um viðbyggingu að ræða, en ekki nýtt sjúkrahús

Byrjunarþörf á bílastæðum væri ca 3000 stæði og fullbyggt yrði þörfin ca 6000 bílastæði og 30-40 þúsund bílferðir á dag. Það er sprenghlægilegt að menn skuli yfir höfuð láta sig dreyma um að hægt sé að troða og klaska svona framtíðarverkefni niður innan núverandi byggðar höfuðborgarsvæðisins

Eftir aðeins 50 ár verður íbúafjöldi landsins 450-500 þúsund manns og 130-150 þúsund íbúar hafa bólu-bæst við á höfuðborgarsvæðinu, vegna krónískrar fjarveru byggðastefnu fyrir Lýðveldið Ísland. Take that!

Nýtt ríkissjúkrahús þarf að geta þjónað öllu landinu um langa framtíð. Það mun einnig verða nálægðar-miðstöð lækninga fyrir næstu nágrannalönd: Færeyjar, Grænland, jafnvel Nýfundnaland og bandaríska sjóherinn, sem mun þurfa að hafa svakalega aukna viðurvist á Norður-Atlantshafi um langa framtíð, sem stigmagnandi óvissuþættir ríkja um

Menn þurfa að skoða sig um utan skotgrafa sinna. Ekki má byggja enn eina einbreiðu brúnna í viðbót í þessum málum

Eins og Sigmundur Davíð forsætisráðherra, þá hef ég einnig mikla og sterka trú á framtíð Íslands. Það hafa okkar báðir Davíðar Íslands haft, og barist hart fyrir henni. Þess vegna heyrast jú þessi urg

Hæstvirt Alþingi, æðsta stofnun Lýðveldisins, ætti svo að flytja inn í glæsilega virðulega gamla og hvíta byggingu gamla Landspítalans, með beinu flugi í öll kjördæmi. Andrúmsloftið í gamla Alþingishúsinu er orðið of þrúgandi lítið fyrir stjórnmálin. Þau þurfa á meira og betra súrefni að halda til að geta andað

Fyrri færsla

Landspítali Seltjarnarness á frímerki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband