Leita í fréttum mbl.is

Já, raunveruleikinn hélt síðan áfram

Eftir að Sovétríkin féllu, þá féll Rússland í einskonar dá. Það lagðist í trans með Boris Jeltsin við stýrið. Ekið var í hlutlausum gír fyrir engu afli þar til að sú stutta ökuferð stöðvaðist af sjálfu sér. Sumir héldu að þarna væri Rússland komið í sitt eðlilega ástand á ný. Þeir voru ekkert smá skrítnir sem hugsuðu þannig

Á meðan Boris var úti að aka, notaði ESB og NATO tækifærið til að gúffa í sig það sem annars hefði ekki verið hægt: sjálft öryggissvæði Rússlands öldum saman. Svæðið sem verndar Rússland gegn innrásum, því ekki gerir landslagið það fyrir þetta landmassaríki, sem er án náttúrulegra landamæra og þarfnast því manngerðra stuðara. Pólitískra stuðara

Svo hætti Boris að dunda sér við aksturinn á sjáfum sér, missti reyndar prófið, og þá hrökk Rússland í sinn gamla gír á ný. Og fór þar með að hugsa um hin gömlu utanríkisliggjandi öryggissvæði sín

Þetta var svo ofur eðlilegt að engum þurfti að koma þetta á óvart. Þeir sem eru hneykslaðir, eru það bara í þykjustunni. En þannig hefur utanríkispólitík ávallt verið. Þykjusta að mestu, en þó án þess að vera það að fullu

Allt er við sitt gamla á ný. Það fer veröldinni best, því Útópía er og verður alltaf einungis klikkunarmannadella er hvergi tollir við veraldlegt landakort

Fyrri færsla

Hvað eru mörg núll í Evrópu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband