Leita í fréttum mbl.is

Fastgengi: afneitun veruleikans

Heilaskurðaðgerð eina lausnin?

Það dettur mér helst í hug er Jón Baldvin Hannibalsson slær því fram að "fastgengisstefna sé eina lausnin" og svo náttúrlega einnig þeim framslætti hans, eins og venjulega, að "krónan sé ónýt"

Þetta tvennt er það eina sem eftir stendur af 40-50 ára áróðri eins einstaks sósíaldemókrata og þess konar stjórnmálaflokka á baki hans, fyrir sjálfu Evrópusambandinu og myntbandalagi þess

Og alltaf er það eina eina lausnin sem kynnt er enn til sögunnar. Nú er það "fast gengi" sem á að tryggja sósíalista-krötum framhaldslíf á Íslandi

Evran var nefnilega frá byrjun ekki það sem hún var sögð vera, segir Jón Baldvin. Og þar með varð Samfylkingin heldur ekki það sem hún var sögð vera. Jafnvel kjósendur hafa fattað það. Ekkert nýtt er hér

Hvað fleira segir Jón Baldvin, að sé ekki eins og það var sagt vera? Jú, allt Evrópusambandið! Það er ekki það sem sambandið var sagt vera. Ja hérna. En jafnvel þar er ei heldur neitt nýtt. Kjósendur hafa ávallt fattað það

Sprunginn sandur

Það eina sem enn er eins og það var rækilega sagt vera, er sem sagt krónan okkar. Og hvenær fáum við svo, minn kæri Jón, að vita það að krónan okkar sé ekki eins og hún, af þér og flokkum þínum, er sögð vera? Því ekki þarf annað til, minn kæri Jón, svo að allt verði í stakasta lagi og blessað til að vera. Bara eina setningu Jón - og allt verður þá aftur ekki eins og það var sagt vera. Að vera eða ekki vera, það er spurningin Jón

Sprengisandur er ei heldur það sem hann er sagður vera. Hann var ekki sandur áður en hann sprakk. Það gat hann ekki. En hvað var hann þá? Áður en hann var sagður og skrifaður sprengisandur

En hvað ert þú? Og hverju getum við treyst frá og með svo sem nú? Jú fastgenginu, auðvitað. Hinu fasta gengi: teiknimyndaseríum seðlabanka!

En samt tek ég nú hattinn ofan fyrir þér

Evrópa er hér með fallin

Fyrri færsla

Hvaða bandamenn?


mbl.is Fastgengisstefna eina lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meira bullið sem þessi maður kemst upp með að senda frá sér.  Hann hlýtur að hafa fengið þessa hagfræðigráðu sína í Cheerios-pakka???????????????

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 08:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þó ég sé nú enginn krati frekar en annað þá tel ég samt að fastgengi til ákveðins tíma í senn ( eins árs eða tvö)  með leið réttingu inn á milli geti verið hagkvæmt til að jafna sveiflur á gjaldmiðlinum. Veit hins vegar ekki hvernig Jón Baldvin hefur í huga með fastgengisstefnu. Lítill gjaldmiðill hagar sér eins og trilla eða tveggja manna flugvél en á móti koma ótvíræðir kostir framyfir stærra peningasvæði sem byggist á sjálfstæði og eigin gjaldmiðill sýnir stöðu hagkerfisins á sínum tíma. Ertu ósammála þessu?

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2015 kl. 08:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg eins hægt að taka upp evruna eins og að taka upp fastgengisstefnu.  Ef við höldum okkur við líkingu af sjónum, þá virkar fastgengi svipað og rekakkeri og með því að festa gengið er verið að draga úr og jafnvel að gera að engu hagkvæmnina sem felst í litlum gjaldmiðli.

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 11:44

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei Jóhann. Þetta er tvennt ólíkt. Ef þú tekur upp Evruna ertu með gengissvæði sem er ekki bundið við Ísland heldur öll lönd sem eru með gjaldmiðilinn. Hann tekur þá ekki breytingum samkvæmt breytingum á vöruskiptajöfnuði sem króna með fastgengi myndi gera á þeim tímapunti sem leiðrétting færi fram. 

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2015 kl. 15:16

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, skoðaðu hvað er átt við með fastgengisstefnu, þá sérðu að þessi samlíking er alveg 100%.

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 16:21

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir því sem mér skildist á JBH, þá byggðist þessi svokallaða fastgengisstefna hans ekki á því að við festum okar gengi við meðaltal þeirra gjaldmiðla sem við notum til viðskipta við útlönd, heldur er hans sýn á fastgengisstefnu að binda krónuna við einn gjaldmiðil, evru.

Það er hins vegar ekki fastgengisstefna heldur binding.

Fastgengisstefna getur aldrei orðið nema meðaltal allra gjaldmiðla sem verslað er með er notað, auðvitað í hlutfalli við vægi hvers gjaldmiðils fyrir sig.

Þetta gæti hins vegar Seðlabankinn ekki gert, þar sem lang stæðsti hluti gjaldeyrissafns hans eru evrur. Þessi banki sem fer með fjöregg okkar, hefur verið duglegur að kaupa gjaldeyri undan farin misseri. Í flestum tilfellum hefur það verið hin stórhættulega mynnt evra, sem bankinn fellur fyrir.

Viðskipi okkar við útlönd eru þó mest í dollurum, nærri helmingur allra viðskipta fara fram í þeim gjaldmiðli. Hinn helmingurinn skiptist síðan milli annara gajdlmiðla.

Seðlabankinn á að kaupa erlenda gjaldmiðla í sama hlutfalli og viðskipti með þá fara fram. Þannig er gengið rétt skráð hverjum tíma og þannig væri hægt að taka upp fastgengi krónunnar, ef mönnum sýndst vera hagur af því.

Í dag er gengi íslensku krónunnar kolrankt skráð. Meðan evran hefur hrapað gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum hefur lækkun hennar hér á landi verið næsta lítil. Dollar hefur vissuega styrkst, en hækkun hans hér á landi er þó langt umfram þa styrkingu. Aðrir gjaldmiðlar hafa hækkað.

Hér hefur því orðið gengisfelling, falin gengisfelling. Allt vegna þess að gjaldeyrisforði Seðlabankans er að stæðstum hluta í evrum og bankinn hefur ekki efni á að skrá gengi hennar rétt.

Gunnar Heiðarsson, 27.7.2015 kl. 16:38

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fastgengi eins og Gunnar Heiðarson lýsir og mér skilst að sé hugmynd JBH , þ.e. að festa krónuna við einn gjaldmiðil ( Evru) er nú ekki það fastgengi sem ég var að tala um. Ef þetta fastgengi Jóns Baldvins heitir sínu rétta nafni þá verð ég bara að finna annað orð yfir mína hugmynd. hún felst einfaldlega í því að gengi krónunnar á ákveðnum tímapunkti sé fest til ákveðins langs tíma og þá leiðrétt og síðan fest aftur. Hugmyndin er ekki að skekkja gengið eða skrá það vitlaust heldur einungis að jafna sveifluna. En að sjálfsögðu verður ekki rétt gengi í raun meðan á festingunni stendur. Það verður annaðhvort of lágt eða of hátt nema það slumpist til að vera rétt. Hvort þetta er framkvæmalegt veit ég ekki en að sjálfsögðu hlýtur það að vera erfitt meðan nægur gjaldeyrisforði er ekki til staðar.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2015 kl. 17:13

8 identicon

Að setja smæsta gjaldmiðil Evrópu á flot, eins og gert var, var brjálæði,og vera svo með allar fjárskuldbyndingar verðtryggðar, er kokteill sem er baneytraður,síðan hækkaði Seðlabankinn stýrvexti í örvæntingu sinni upp í hæstu hæðir,og byrjuðu þá mestu vaxtmunaviðskipti sem fram hafa farið á norðuhveli jarðar, enda fór sem fór efnahagskerfi þjóðarinnar fór á hliðin og Seðlabankinn með, og þúsundir heimila og fyrirtækja varð gjaldþrota.

Hagfræðingur sem var í Hörpu í vetur benti á Singapúr sem er með fastgengisstefnu sennilega gagnvart dollar með ákveðnum vikmörkum, og þetta hafi gengið mjög vel hjá þeim, og benti á að Ísland ætti að taka upp fastgengistefnu með ákveðnum vikmörkum, td. mætti miða 50% við dollar og 50% við evru og jafnvel pundið mætti vera þarna inni líka,Þetta er sú peningastefna sem við þurfum að taka upp sem fyrst.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 20:44

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og skrif

Nú er það svo að litlar myntir sveiflast minna en stórar myntir. Þó svo að íslenska krónan sé lítill gjaldmiðill á alþjóðamælikvarða þá skilgreinir og smíðar einmitt lítil stærð hennar, stærð þeirra afla sem geta virkað á flökt hennar. Enginn getur gert áhlaup á krónuna með stærra afli en hún sjálf hefur. Svo að því leyti situr krónan við sama borð og dalur og pund.

En ástæðan fyrir því að stórar myntir sveiflast meira en smærri myntir er sú að það er einmitt í stóru myntunum sem hin stærstu alþjóðlegu fjármálakerfi eiga heima. Og það er hin spekúlatífi hluti hins alþjóðlega fjármálakerfis (og fjárstraumar þess hluta hans) sem er orsakavaldur þeirra stóru sveiflna sem þessir stóru gjaldmiðlar verða fyrir.

Litlar myntir eru ekki vel til þess fallnar að hýsa alþjóðlegt fjármálakerfi. Það ætti öllum að vera ljóst nú.

Fastgengi hverju nafni sem það nefnist er afneitum á veruleikanum og sú afneitum mun alltaf leiða til þess að öfl framboðs og eftirspurnar, sé þeim afneitað, munu brjótast út annarsstaðar í hagkerfinu sem vanskapningar og krypplingar sem krypplað geta sköpun velmegunar sem er grundvöllur velferðar. 

Fáum dettur víst lengur í hug að innleiða fastgengi á hækkunum eða lækkunum á húsnæðisverði eða verðlagningu á eignarhlutum í fyrirtækjum. Hækkun húsnæðisverðs vegna eftirspurnar hefur neikvæð áhrif á þá sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skiptið. Á þá að banna eftirspurnarhækkun á húsnæðisverði eða miðstýra því?

Ekkert alvöru þjóðríki með alvöru hagkerfi getur bundið verðið á gjaldmiðli sínum við eitthvað án þess að enda sem örkumla hagvaxtarríki eins og öll ESB-löndin sem tóku þátt í ERM urðu krónískt fyrir og sem standa nú samanlagt sem versta efnahagssæði veraldar - og með Danmörku sem eitt stærsta stjörnuhrapið á hagvaxtarhimni OECD ríkja.

Þar er ekki hægt að láta einn sæmilegan banka fara í þrot af ótta við að fall hans muni grafa undan pólitísku fastgengi DKK við evru svo honum þarf því að henda yfir á herðar skattgreiðenda í satðinn af tillitssemi við fastgengið og þá pólitík sem á bak við það liggur.

Öll gengisbinding er pólitík. Og öll gengisbinding endar ávallt sem rotin pólitík af því að hún er einmitt pólitík.

Að vera stjórnmálaflokkur sem byggir pólitík sína upp í krignum einn pening - pólitískan pening - er vitfirra og totalitarism, eins og ávallt hjá sósíalistum, eins og sést.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2015 kl. 00:28

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skondin tilviljun í ljósi þessarar umræðu. Daninn Lars Christensen, sem er Íslendingum með eyru nokkuð kunnur, lýsti því fyrir á Bloomberg í síðustu viku að Danmörk ætti að leggja niður hina trúarlegu bindingu dönsku krónunnar við evru. Viðtalið má sjá hér.

Viðbrögðin í Danmörku munu verða þau að Lars verður gerður útlægur og settur þrælkunarbúðir sem trúarlegur glæpamaður.

Meginefni viðtalsins er hið dauðvona Finnland í handjárnum stálfátæktarevru, þar sem forsætisráðherra landsins grenjar nú á 5 prósent launalækkun á öll laun í landinu svo að hann geti haldið áfram að borga reikninga sína og flugin til Brussels handa sér og Olle Rehn.

Finnland hefur tekið við af Þýskalandi sem hinn sjúki maður Evrópu af því að það tók upp evru (handjárnað fastgengi með monetary-steglu). Gert allt "rétt" sem ESB-elítan bað landið um og meira að segja skorið undan sér og er því orðið getu- og meinlaus skriðdýra nýlenda í vasa Þýskalands.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2015 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband