Leita í fréttum mbl.is

Hvaða bandamenn?

Framhaldið á fölsku og hættulegu lífi Evrópusambandsins mun að miklu leyti velta á því hvaða bandamenn veraldar munu frá og með nú styðja þvingaða sameiningu Evrópu undir einveldi eins einstaks penings ókjörinna elíta

Kolrangt utanríkismálaútkíkk Bandaríkja Norður-Ameríku frá 1871, byggt á röngum forsendum og einfeldningsskap, studdi aulalega við falska sameiningu Þýskalands. Sú tálsýn hélt lengi vel, byggð á þeirri sameiningu, að um sama væri að ræða þegar að málum elíta Evrópusambandsins kemur

Bandaríkin höfðu rétt fyrir sér að því leiti að um samrunaferli í Evrópu væri að ræða, en álit þeirra var byggt á jafn röngum forsendum og sameiningin sjálf. Sameining Þýskalands var síst minna tímastillt ófriðarsprengja og rotin fyrir Evrópu og alla veröldina, en sá blekkingarleikur sem fram fer á Evrópusambands-stóriðnaðarskala samskonar elítuafla í dag

Hvaða sönnu bandamenn? mun ESB eiga í framtíðinni þegar hinum vestræna (Anglosphere) hluta veraldar er orðið nokkuð ljóst að allt annað en frelsi, lýðræði, velmegun og vestrænn kapítalismi ræður för á leið Evrópusambandsins til einræðis undir gervilýðræði og PR-filtruðum eitursstrókum elítuveldis ESB. Og það með gegnrotið Hegelskt genetískt Þýskaland sem einu aflvél og sem aðeins getur framleitt áframhaldandi hörmungar vegna fölsunarinnar 1871. Já, allt það sem til dæmis Roosevelt fyrirleit og aflúsaði því blint annan en rangan mann

Berlín lítur á Rússland sem næsta, nánasta og eftirsóttasta nágranna sinn. Þau 12 ríki og 160 milljónir manna er liggja á milli Berlínar og Kremlar, eru í augum Berlínar sama ruslið og ávallt áður á andlega geðklofnu landakorti Berlínar, sem er enn það sama og síðast. Það áhrifalausa rusl kemur Berlín ekki að neinum notum, heldur er það bara sama gamla ruslið og síðast. Þetta veit Pútín ákaflega vel og malar mjúkt

Hegelskum díalektsima fjármálaráðherra Þýskalands hefur nú verið stillt út í alla búðarglugga Þýskalands. Hann lætur svo sannarlega í eyrum eins og heima hjá sér núna

Einkennin á sjúkri og falskri sameiningu brutust síðast út úr þessum sömu búðargluggum Þýskalands árið 1933. Í Evrópu er tíminn nú talinn þar

Dynkurinn verður stór þegar Evrópa fellur í Bandaríkjunum. Og þegar Sámur frændi hoppar sannfærður af

Fyrri færsla

Hefur Evrópusambandinu tekist það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband