Leita í fréttum mbl.is

Aldrei aftur, fyrr en kannski nú?

Stigmögnun (e. Escalation)

Nýtt normal

Einhvern veginn er sú hugsun —jafnvel sannfæring— sem svo margir báru hið innra með sér í nokkra áratugi, að ný styrjöld í okkar hluta heimsins væri óhugsandi, já, það er eins og að sú hugsun sé að veslast upp. Og frekar fáir virðast taka eftir uppgufuninni

Ein af annarri eru þær bremsur sem halda sannfæringunni stöðugri, farnar að stynja, marra og gefa sig jafnvel í að gefa sig. Glussinn er byrjaður drjúpa. Fitublettir eru á jörðinni. Það hriktir í járninu. Ryðflaga fellur hér og önnur ryðflaga fellur þar. Svo virðist sem að eitthvað sé ekki lengur eins og það átti að vera

Bilun, lélegt viðhald eða hvað? Heilabilun er örugglega ein skýringin og hún sést strax þegar horft er á þá stigmögnun sem átt hefur sér stað meðal þingmanna til dæmis stjórnarandstöðunnar hér á Íslandi. Þar sem nýtt-normal stigmagnaðra þjóðsvika, heimsku og skrílshegðunar hefur náð að festa rætur eftir að síðasta stigmögnun og bremsufall innan fjármálageirans bráðakvaddi þá menn á vettvang í gömlum en ávallt fölskum fötum sósíalismans, sem alltaf hefur elskað ófrelsi, fátækt og ánauð. Þar er allt bremsulaust og tryllingslegt eins og sést

Hélt ég að við hefðum séð það lægsta sem sést hefur í stjórnmálum þessa lands er þjóðsvikaríkisstjórn sósíalista Samfylkingar og Vinstri grænna nauðgaði kjósendum og umboðsönnum þeirra á þingi með svikaumsókn Íslands inn í Evrópusambandsbrjálæðið. Inn í samband sem nú kyndir elda undir álfunni með nýfengum eldspýtum svo kallaðra valdhafa þeirrar ófreskju, en sem enginn virðist gera sér grein fyrir hverjir eru

Miljörðum evra er hvert ár varið til að breiða út hugmyndafræði Evrópusambandsins, af því að ESB er versti óvinur Evrópu og gengur því illa niður. Hugmyndafræðilegur skítur selst ávallt illa nema að hann sé niðurgreiddur eða troðið ofan í fólk með andlegu eða jafnvel líkamlegu ofbeldi eins og sést. En þjóðsvikin eru þó það sem allir sjá og finna rotnunarlyktina af

Fyrri færsla

Ný fangelsisbygging Evrópusambandsins vígð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Leitt að segja Gunnar, en því miður verð ég að vera sammála þér. Þrýstingurinn sem skapast þegar ólíkum þjóðum, með ólíka menning og viðhorf er pakkað oní sama kassann.

Við sjáum bara úlfúðina sem  vakin hefur verið upp hér á landi með aðildarumsókninni. Hvað þá þegar búið er að troða fólki í formið og það þarf að hegða sér þvert á það sem aldagamlar hefðir hafa innprentað því. Ekki skrítið þótt lokið sé farið að lyftast á suðupottinum.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2015 kl. 09:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér athugasemdina Ragnhildur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband