Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð: ESB-útrýming landsbyggðar gengur vel

"Menningarbyltingin" í ESB

Í fréttum Ríkisútvarpsins kemur fram að verið sé að eyðileggja landsbyggðina í Svíþjóð. Sjá; Bændur mótmæla í Svíþjóð

Þetta er alls ekki svona í Noregi. Þar blómstrar landsbyggðin miðað við ESB-löndin, sem litlu sem engu ráða í eigin landi, því að í ESB-löndum ræður skiptiborið í Brussel flestu

Evrópusambandsaðild Svíþjóðar er að eyðileggja landið og hið sama gildir um Danmörku, eins og kemur fram í þessum leiðara Jótlands-póstsins svo seint sem 29. mars 2015. Horfði ég með eigin augum á þessa vanþróun í Danmörku í samfellt 25 ár. Finnland er líka á leiðinni til heljar, þökk sé einnig ESB-aðild landsins

Þarna gengur allt samkvæmt áætlunum Evrópusambandsins, nema auðvitað í Noregi. Engum í aðalstöðvum Evrópusambandsins kemur þetta á óvart. Þar er inná-við klappað fyrir þessari þróun, en útá-við heldur sambandið áfram blekkingaráróðrinum með aðstoð miljarða evra

Til þess að Evrópusambandið nái markmiðum sínum þá þarf það fyrst að útrýma og slökkva á þeim þjóðríkjum sem eru innan þess. Eitt af stóru verkfærunum sem notað er til þessa er hin fræga byggðastefna og "héraðsismi" embættismannaveldis ESB sem öll ríki þess þurfa að kyngja

Sambandið yfirtekur byggðaþróunina, sama hvort ríkjum þess líkar það eða ekki. Evrópusambandið krefst "héraðsisma" og notar hann sem eitt af helstu verkfærunum til að slökkva á þjóðríkjunum. Það skiptir sér meira og meira af héraðsmálunum undir yfirskini "byggðaþróunar"

Tilgangurinn er að brjóta upp og útrýma því súrefni eða jarðvegi sem alið getur af sér þjóðríki borgara sem hafa með sér sameiginlegan tilgang og markmið. Koma í veg fyrir að þrifist geti þjóðríki sem sjálf setja sér þau lög sem þau lifa í samræmi við

Hin svo kallaða "byggðastefna ESB" (e. imperial regionalism) er notuð til þess að slökkva og til að sundra og þurrka upp þann jarðveg sem þjóðríki borgaranna getur þrifist í. Undir þannig skipulagi og lagaramma er byggðastefna notuð sem eins konar slökkvitæki og verkfæri niðurrifs

Þetta er alveg þveröfugt við byggðastefnu þjóðríkis sem er notuð til að mynda, styrkja og halda þjóðríki borgaranna saman. Þar er hún notuð sem verkfæri í þágu þjóðríkis borgaranna og til að styrkja það. Byggðastefnan er þá lím (ethos) fyrir land þjóðríkis fólks (demos) sem á sér sameiginleg markmið (telos), þ.e.a.s. þann sameiginlega tilgang og markmið sem myndar þjóðríki þeirra

Byggðastefna Evrópusambandsins kemur hins vegar inn í samfélag þjóðríkisins sem tundurspillir (e. destroyer). Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir tilstilli utan að komandi afla eins og við erum að upplifa í dag, sem er Evrópusambandsmartröð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Össurar Skarphéðinssonar

Tilgangurinn er að sundra, spilla, etja fólki saman og upp á móti samfélagi sínu og koma þjóðríkinu fyrir á biðlistanum eftir engu nema þeim hægfara dauða sem ég kynntist svo vel í dreifbýli meginlands Evrópu í samfelld 25 ár

Menningarbylting Evrópusambandsins í löndum þess fer svona fram. Engan skal því undra að sambandið sé —eftir nokkurn umhugsunartíma— orðið helsta aðdráttaraflið fyrir sósíalista meginlands Evrópu í dag. Þar inni sjá sósíalistar nútímans sæng sína útbreidda eftir að síðasta vígi þeirra örkumlaðist til dauða undir byltingum og óendanlegum skipulagsbreytingum (e. eternal structural reforms). Hér með vitum við með frekar mikilli vissu hvernig Evrópusambandið endar. Og það verður ekki skemmtilegur dauðdagi í heljarríki ófrelsis, fátæktar og ánauðar

Fyrri færsla

Aldrei aftur, fyrr en kannski nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það gat aldrei verið eðlilegt að ganga svona langt í samruna "Járn og Kolasmbandsins".Líkast því að draumar hafi vaknað um e.hv.stórt og mikið,eftir öll árin í þrengingum og skömm eftirstríðsáranna. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2015 kl. 15:47

2 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Það hefur nú gengið vel hingað til að rústa landsbyggðinni hér á landi án nokkurrar aðstoðar frá ESB.

Óli Már Guðmundsson, 5.4.2015 kl. 23:10

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Já við höfum hingað til sjálf getað byggt upp landið okkar, það er rétt. Einnig höfum við sjálf endrum og eins getað ekið útaf eins og alltaf gerist þegar stórt og mikið aðhafst er. Alþingiskosningar eru því haldnar hér á að minnsta kosti fjögurra ára fresti. Það er óhagganleg staðreynd.

Það er því gott að Óli Már Guðmundsson og jafnvel sumir ESB-sinnar sjái það að við þurfum ekki á einbeittu, fjarstýrðu sáttmálaföstu eyðileggingarafli Evrópusambandsins að halda til að ríða hér landi okkar óafturkræft til heljar.

Landsbyggðin er eitt af mínum hjartans málum. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins var það þess vegna áréttað að lögð skyldi ný áhersla á koma að jafnvægi á í byggðum Íslands. Þessu hefði ég ekki með hjálp annarra sjálfstæðissinnaðra Íslendinga getað komið beint á dagskrá Lýðveldisins, ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og óafturkræft ofurseld fjarstýrðum þjóðfjandsamlegum byltingaröflum umboðslausrar elítu þess.

Ömurlega er komið fyrir Svíþjóð. Hreint ömurlega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2015 kl. 11:13

4 Smámynd: Snorri Hansson

Það vekur athygli mína að sumir aðildarsinnar virðast haldnir einhvers konar losta í að eiðileggja það sem gerir okkur sjálfstæða þjóð. Það er afar dapurlegt.

Snorri Hansson, 10.4.2015 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband