Leita í fréttum mbl.is

D-dagur 6. júní 1944 kl. 0200 - fyrir 70 árum síðan

 Trucks fully loaded with men and supplies leaving a Rhino ferry

Í dag eru liðin 70 ár frá því að Bandamenn gengust í að frelsa meginland Evrópu frá sjálfu sér. Innrásin í Normandý hófst kl 0200 með loftárásum. Undirbúningurinn hafði þá staðið yfir í meira en tvö ár, eða allt frá því að Bretar höfðu einhentir sigrað í baráttunni um Bretlandseyjar og þar með tekist að sannfæra þjóðríki Bandaríkjamanna í Norður-Ameríku um að Evrópa væri þess virði að fórna bandarískum mannslífum til að frelsa meginland álfunnar frá hinum innbyggða barbarisma þess

Án sigurs Breta í lofinu yfir Bretlandseyjum og víðar —undir ósigrandi fastri leiðsögn Winstons Churchill— hefði þjóðríkið Bandaríkin í Norður-Ameríku varla talið Evrópu þess virði að blóði Bandaríkjamanna væri úthellt meginlandsins vegna

Liðsafli innrásarinnar var 3,5 milljónir manns og hafði hann eftirfarandi hergagnaframleiðslu til umráða:

6483 skip

4000 landgöngupramma

6500 sprengjuflugvélar

5500 orrustuflugvélar

2000 svifflugur

1000 fragtflugvélar

5000 skriðdreka

7 orrustuskip

og endalaust meira magn hergagna og vista

Engin þessara tækja voru framleidd í þrælabúðum. Þessi Engilsaxneska framleiðslugeta frelsisins í Vestri og á Bretlandseyjum sendi svo 400 þúsund trukka til Rauða-hers Sovétríkjanna sem réðu úrslitum um herförina austanfrá. Aldrei áður í sögunni hefur eitt þjóðríki orðið eins mikið stórveldi og Bandaríkin eru. Og aldrei mun neitt eitt þjóðríki um aldur og ævi slá þeim við

US Army Center for Military History Seal

Sagnfræðideild bandaríska hersins gaf árið 1951 út rúmlega 400 blaðsíðna myndafrásögn af bæði undirbúningi og framkvæmd innrásarinnar. Hana má nálgast hér sem PDF-skrá hjá US Army Center for Military History (29,7 MB)

Fyrri færsla

Klíka átti að henda Grikklandi út úr myntbandalaginu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

The Guardian var með skemmtilega umfjöllun 1.júni um innrásina með myndum "then and now".

Ragnhildur Kolka, 6.6.2014 kl. 08:58

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Ragnhildur

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2014 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband