Leita í fréttum mbl.is

Sama evrópska súpan og síðast

 
Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Mynd; The Economist
Brusseldagar 1996 
 
Tuttugu og níu prósent
 
Skoðanakönnun sem rannsakaði skoðanir Austurríkisbúa á stjórnmálum og stjórnarfari kom með þá niðurstöðu fyrir helgina að 29 prósent Austurríkismanna óski eftir sterkum leiðtoga sem þarf ekki að "taka tillit til löggjafarþings né almennra kosninga". Í Austur-Evrópu er ofangreint hlutfall allt að 60 prósent. Flest blöð stóðust þá freistingu að birta mynt af Adolf Hitler samhliða fréttinni, nema Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hana birti ég heldur ekki, því þá yrði ég samstundis sakaður um að vera "hægrisinnaður öfgamaður". Myndin af Adolf Hilter í þessu samhengi er því hér höfð ósýnileg, til að tryggja að ég verði örugglega sakaður um að vera hægrisinnaður öfgamaður
 
Tocqueville 

Hér heima er líklega —"enn sem komið er"— litið á þessa þróun stjórnmála og stjórnarfars í Evrópu sem hreint formsatriði, því að í hinni sömu síðustu viku kom Karlamagnúsardálkur tímaritsins Economist með þau skrif, að samvæmt Alexis de Tocqueville sé hættan á byltingum í löndum Evrópusambandsins yfirvofandi mest á hinum næstu komandi árum og áratugum. Hættan á byltingum er alltaf mest er látið sé í veðri vaka við borgarana að búið sé að bjarga hlutunum (skinni stjórnmála- og embættismanna) - e. kick the can further down their private EU-road
 
Fjórðungur allra og rúmlega helmingur vinnufærs ungs fólks nokkurra landa Evrópusambandsins stendur atvinnulaus eftir þrjátíu ára björgunaraðild landanna að Evrópusambandinu. Og verðhjöðnunarspírallinn sjálfur stendur evrulöndum nú sem bjargandi glansandi klár til að bora út kaupmátt launa og hækka skuldabyrði heimila og fyrirtækja —því að búið sé að bjarga evrunni— sem þýðir að enginn með viti vill fjárfesta á myntsvæði Evrópusambandsins, né hvað þá að eiga heima þar, ef hjá því væri komist
 
 
"We have to kill this referendum" 

Hin áríðandi dagskrá grenjandi kanslara Þýskalands, Angelu Merkel frá DDR, ásamt formanni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og alls Evrópuráðsins, sem á forsíðum Financial Times frá því nú fyrir og yfir helgina segir frá því að á úrslitadagskrá Evrópusambandsins sé að drepa verði þjóðaratkvæðagreiðslur í löndum Evrópusambandsins, sama hvað það kostar. Sú mikilvæga dagskrá mun líklega hér heima verða túlkuð sem að í sumar verði skoðað með hvaða hætti málið verði tekið upp í haust til að satt sé best að segja kjósendum að eiga von á því að stjórnarflokkarnir myndu ná málinu í gegn sjáfum sér; aular, volapyk

Söngvakeppni
 
Klæddur karl sem kerling sigraði í söngvakeppni evrópskra —mest ríkis— sjónvarpsstöðva. Danmörku var yfirþyrmandi mörgum sinnum þakkað fyrir þá umsjá keppninnar sem þeir sáu ekki um, því það er sama sænska fyrirtækið sem setur upp þessa kassakeppni ár eftir ár. Þess vegna upplifast "keppnin" sem sjálfvirk gerilsneydd drepsótt, hvar sem hún er haldin, ár eftir ár. Þetta er eina atkvæða greiðslan —og sem fer til símafélaga— um atkvalma í Evrópu sem leyfð er. Það besta við ríkisreknar evrópskar stjórnvarpsstöðvar á borð við DDRÚV er það, að enn virðist leyfilegt að slökkva á viðtækjunum - þó svo að margir í praxís líti á það sem verandi ólöglegt. Slökkt var því snemma hér
 
Náði ég þó að hlýða á hollensku sveitina flytja hina ljúfu engilsaxnesku tóna sína sem kölluðu fram eðlislæg viðbrögð Íslendinga, sem gáfu lagi hennar 12 stig. Enda varpaði engilsaxneska AFRTS næturvaktin með Wolfman Jack oft óafvitandi ljúfleika og öryggi yfir suðvesturhorn landsins, sem nú hefur misst fæturna. Var því hollenska laginu af eðlislægu en bældu sjálfsöryggi gefin þrusandi 12 stig
 
Münchener FreiheitNena og Sandra áttu AFRTS flest að þakka, sem hóf útsendingar með lánuðum græjum frá BBC á meginlandinu í kjölfar frelsunar Bandamanna sumarið 1945. Með útsendingum AFRTS var hægt að ná til liðsaflans sem barðist fyrir frelsun Evrópu. En svo snéri Neue Deutsche Welle við, því að Evrópusambandið og járnkrumlur þess í Evrópu snúast fyrst og fremst um að snúa meginlandi Evrópu til baka frá engilsaxneskum áhrifum. Grenjaði Angela Merkel kanslari Þýskalands því af gremju yfir þeim stjórnarfarslega ramma sem Bandaríkin og Bretland bundu landið í með æðsta mögulega lögmæti sem nokkru sinni hefur verið handhafið yfir meginlandi Evrópu. Dulbýst Þýskaland prinsins Bismarcks AG nú sem Evrópusamband er eina ferðina enn leikur lausum hala á meginlandi Evrópu. Er Frakkland þegar orðið að þeim afgöngum —trimmings— sem Charles de Gaulle ESB-forseti Frakklands ætlaði frá upphafi öllum öðrum ríkjum Evrópu en Frakklandi og Þýskalandi að verða. Svona éta stjórnarfarsar Evrópusambandsins börnin sín. Fólkið hefur ekkert að segja um þessa þróun. Ekkert
 
Allar útsendingar AFRTS fara nú um lokaðar örbylgjurásir til liðsafala Bandaríkjamanna, sem með Kyrrahafsflota sínum hefur verndað siglingaleiðir og aðgengi útflutnings frá Þýskalandi til umheimsins viðstöðulaust í tæplega sjötíu ár. Öldur ljósvakans eru að mestu hættar að hreyfast. Þar er þögnin að verða háværari og háværari með hverju árinu sem líður
 
Galdrar
 

Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband