Leita í fréttum mbl.is

Fasteignakaup eru ekki "fjárfesting"

Hvað eftir annað heyrir maður stjórnmálamenn tala þannig að um "fjárfestingar" sé að ræða er fólk kaupir sér húsnæði eða byggir sér þak yfir höfuðið

Fasteignir fólks eru ekki fjárfestingar. Þær eru bara ósköp venjuleg einkaneysla. Það eru aðeins fyrirtæki landsins sem fjárfesta. Almenningur sparar hins vegar upp, eyðir ekki öllu - eða - sparar niður og eyðir öllu

Fasteignakaup eru sem sagt einkaneysla. Og fólk fjárfestir ekki, það eyðir einungis eða sparar upp; leggur til hliðar

Ef fólk krefst þess að "stjórnvöld" komi því til hjálpar vegna húsnæðisskulda, þá er fólk að krefjast þess að "stjórnvöld" komi því til aðstoðar vegna lánafjármagnaðrar neyslu þess í húsnæði. Spaði heitir spaði. Við það getur einkaneyslan breyst í samneyslu, sem varla var meiningin að heimili landsmanna yrðu

Það eru ekki mannréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Það er hins vegar á ábyrgð manna að eyða ekki um of í þak sem nær svo langt og er svo stórt, að það er fyrir löngu hætt að vera bara þak og heimili, heldur verður það snjóhengja sem þrýstir sér niður sem farg á heimilið sjálft

Þeir sem héldu að húsnæðiskaup væru "fjárfesting" og keyptu jafnvel tvær eða fleiri fasteignir, eiga ansi oft eftir eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum. Því það er ekki hægt að eiga heimili sitt í tvennum fasteignum á sama tíma. Önnur þeirra stendur alltaf sem tóm einkaneysla og kallar hættur yfir hina, sem heimilið getur ekki verið án, nema með því að hætta að vera heimili

Heimili ættu ekki að leika fyrirtæki eða banka. Og bankar ættu ekki að klæða sig út sem trúðar til leiks í sápuóperum

Stjórnmálamenn verða að sýna þá ábyrgð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Fasteignakaup almennings er einungis einkaneysla. Og einkaneysla er ekki glæpur - nema í Sovétríkjum og stórum hluta Evrópusambandsins

Fyrri færsla

Þjóðstjórnin, sem ekki varð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband