Leita í fréttum mbl.is

Þjóðstjórnin, sem ekki varð

Íslenskir ESB-aðildarsinnar —fyrst og fremst— ruku upp til handa og fóta er aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands, sem kallaður hafði verið á fund ríkisstjórnar Lýðveldisins, leyfði sér í krafti langrar og dýrmætrar reynslu, að impra á möguleikanum á þjóðstjórn til að ráða við það efnahagslega fárviðri sem hlaust að vítaverðum rekstri yfirmanna fjármálastofnana í misþyrmdri einkaeigu. Betur hefðu þingmenn hlustað og tekið eftir, því enn eru þeir heyrnarlausir og jafn umboðslausir og áður í ESB-umsóknarmálinu, sem frá illræmdu upphafi hennar er opinber skömm og stjórnarfarslegt skemmdarverk á Lýðveldinu

Hvernig má það vera að þetta ESB-fólk, sem hrópaði svo hátt, lætur sér vel líka að aðalbankastjóri ECB-seðlabanka Evrópusambandsins ávarpi einstaka þingmenn stærstu aðildarlandanna á einkafundum og lofi þeim hinu og þessu í peningamálum undir fjórum augum. Að aðalbankastjóri ECB-seðlabanka Evrópusambandsins stundi stjórnmál og haldi pólitískar ræður heima og erlendis eins og að um ókjörið konungsvald miðalda og annan reiðmann einræðis Evrópu síðustu aldar væri að ræða. Algerlega án nokkurs umboðs af neinu tagi og þverbrjóti þar með alla þá sáttmála og starfsreglur sem ECB-seðlabanki 14 landa var opinberlega sagður hvíla á. Og þetta kemst allur sá seðlabanki út í gegn margítrekað upp með, sé aðildarland reykfylltra bakherbergja nógu stórt

Þetta er 50 ára pólitísk villimennska Evrópusambandsins í hnotskurn. Í umboðslausa elítuverk það sækir elítan

Fyrri færsla

Frakkar hættir að hugsa - gera eins og þeim er sagt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband