Leita í fréttum mbl.is

Hlé gert á barsmíðum

Landsfundur áréttaði að flokkurinn hætti að svíkja kjósendur sína.

Að gera hlé á barsmíðum er ekki það sama og að hætta þeim. Heill himinn er hér á milli fósturjarðar grasrótarinnar og turnspíru flokksins. Munurinn á réttu og röngu; Því allra mikilvægasta; traustinu sjálfu. 

Hve lengi ætlar turnspíra flokksins að halda barsmíðinni áfram? Kannski þar til allt fylgi hans er plægt niður í ekki neitt ?
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnulífið tekur við sér á evrusvæðinu

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/01/02/atvinnulifid_tekur_vid_ser_a_evrusvaedinu/

Er þetta ekki ákveðið áfall fyrir ykkur nei sinna...???

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 16:09

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Helgi

Merkilegt að þú skulir pósta hér frétt um innkaupavísitölu innkaupastjóra í iðnaði sem er 2,7 vísitölustigum yfir samdrætti í nokkrum löndum ESB sem pantað hafa inn nokkrar aukavélar til að láta Rúmena og Búlgara standa við þær fyrir tíkall á tímann á verksmiðjugólfinu í hinu láglaunaða Þýskalandi.

En hér eru hins vegar fylgistölur Sjálfstæðisflokksins í öllum Alþingsikosningum frá og með 1963 (kosningaár; og prósent af atkvæðum kjörgengra Íslendinga).

1963 −> 41,4 

1967 −> 37,5 

1971 −> 36,2 

1974 −> 42,7 

1978 −> 32,7 

1979 −> 35,4 

1983 −> 38,7 

1987 −> 27,2 

1991 −> 38,6 

1995 −> 37,1 

1999 −> 40,7 

2003 −> 33,7 

2007 −> 36,6 

2009 −> 23,7 

2013 −> 26,7 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.1.2014 kl. 18:00

3 identicon

Ja, þetta fyrirkomulag hefur virkað ágætlega fyrir toppana undanfarinn ár.

Ég efast um að þeir hætti þessu á næstuni þar sem þeir eru nokkuð vissir um hvernig eigi að toga í réttu spottana hjá grasrótini inn á milli kosninga.

Ef landsfundurinn þarf að árétta um það að þingmenn þurfi að hætta að svíkja kjósendur sína er þá ekki grundvallar vandamál í gangi með þá sem treyst er til að vera þingmenn eða trúnaðarmenn?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 20:16

4 identicon

Takk fyrir þessar kosningatölur Gunnar, þó að ég skilji ekki alveg hvað þær koma þessu öllu við, en það er gaman að sjá hvernig fylgi SjálfstæðisFLokksins dalar jafnt og þétt...

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2014 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband