Leita í fréttum mbl.is

"Seljum" peningaprentvélina

Þingmenn sem leggja til að peningaprentvélar íslenska lýðveldisins séu seldar vegna þess að kreditkort hafi gert peninga “óþarfa”, ættu alvarlega að hugsa sinn trapantaða tvígang. 

Enginn ríkissjóður með fullu viti selur undan sér þær peningaprentvélar sem felast í því að prenta út úr þeim þá peningaseðla sem náttúruauðlindir þjóðarinnar hafa gefið okkur.

Það eru mýmörg tilfelli þar sem sala á ríkiseignum almennings borgar sig aldrei. Eitt þannig tilfelli er sjálf skattheimtan. Að selja hana væri geggjun. Allir geta verið því sammála -

- nema að það sé einmitt framtíðarsýn stjórnmálamanna að beita skattheimtunni það hart í þágu þeirra sjálfra, að náttúruauðlindin —sem skattheimtan eys peningum upp úr— hverfi úr landinu. Að þjóðin í þjóðareign pakki saman og fari. Það mun hún gera, sé komið fram við hana sem eins konar ómálga skítapakk.

Að selja peningaprentvélar náttúruauðlinda Íslendinga væri því sem næst geðbilun. Þegar þannig áætlanir eru farnar að grafa um sig meðal þjóðkjörinna stjórnmálamanna lýðveldisins, þá er óhætt að segja að upplausn þess lýðveldis færist í nánd og hefji aðsig. Að helvíti evrusvæðis hafi jafnvel verið flutt inn í Helklufjall. 

Stjórnmálamenn lýðveldisins á þannig buxum verða ekki landsvirkjaðir, því þeir eru bankahrundir. Í rúst og bankaðir niður.

Það er synd að fæstir þeirra vita ekki að við erum heimsmeistarar í rafmagni, þegar að stofnun nýrra og að rekstri núlifandi fyrirtækja kemur. Og sá 2013-listi World Bank nær þó yfir 186 lönd veraldar. 
 
Doing Business á Íslandi er þar í fyrsta sæti á þeim lista þegar að rafmagni kemur. Í heild og á öllum sviðum fyrirtækjarekstrar erum við í fjórtánda sæti á listnaum af 186 mögulegum, þegar að því kemur að stunda, stofna og hefja rekstur nýrra fyrirtækja á Íslandi.
 
Kílómetra-fjarlægðina til vígstöðvanna, e. distance to frontier (DTF), höfum við snúið okkur í hag. Við höfum einfaldlega landsvirkjað hana í þágu Íslendinga. Við erum þess vegna heimsmeistarar í rafmagni, hvorki meira né minna.

Við skulum ekki brjóta í spón það sem hér er best í heimi. Og við skulum ekki enda eins og ESB-haleljúga Mölturíki DDRÚV-ríkisútvarpsins, þar sem verra er að stofna og reka fyrirtæki en í Albaníu.

Annað hvort stöndum við - eða þá að við stöndum bara alls ekki.

Var þetta nokkuð Albanía, Pétur?

Hvenær skyldi ég nú geta kosið Sjálfstæðisflokkinn aftur? Ég sé ekki að flokkurinn sé á neinn hátt að ganga í mig. Þvert á móti: hann virðist vera að ganga fyrir björg.

Hér með upplýsi ég í lokin að ALLAR tekjur ríkissjóðs íslenska lýðveldisins koma frá atvinnustarfsemi. Og að engar aðrar tekjur eru til; ENGAR!
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þjóðaríþrótt Íslendingar er kennitöluflakk. Við þjóðveldismenn viljum því þjóðnýta íþróttina:

Þjóðin skiptir um kennitölu með því að yfirgefa Lýðveldið og endurreisa Þjóðveldi - kerfi sem hún nýtti í fjórar aldir en Evrópumenn lögðu niður.

Er þetta afturhvarf til fortíðar? Nei því við fáum kosningar fjórum sinnum árlega á hverju héraðsþingi og árlega til Alþingis.

Þannig ættum við að geta afstýrt þeirri vá sem þessi ágæta grein varar við.

Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2013 kl. 12:14

2 Smámynd: Flowell

Sæll Gunnar.

Góð grein.

"- nema að það sé einmitt framtíðarsýn stjórnmálamanna að beita skattheimtunni það hart í þágu þeirra sjálfra, að náttúruauðlindin —sem skattheimtan eys peningum upp úr— hverfi úr landinu. Að þjóðin í þjóðareign pakki saman og fari. Það mun hún gera, sé komið fram við hana sem eins konar ómálga skítapakk."

Þetta er kjarni íslensks stjórnkerfis.

Hrun fjármálakerfisins var einungis millileikur.

Flowell, 30.9.2013 kl. 18:36

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað var það sem hugsað var út fyrir?  Var það baukur eða hraukur? Ég er reyndar orðin svo gamall að ég bara man þetta ekki.  Kannski eins gott að við losnum okkur við gæfu okkar í hendur fjármálasnillinga  áður en við verðum alveg elli ær.   

En hvernig var það að vera leiguliði, kaupandi allt,  orku og sukk á hæsta verð? Hvernig var það að með loforðið um að skila til afkomenda ólöskuðu og færu til brúks. 

Hvernig verður það í þriðja lið á framfæri einhvers sem engin veit hver verður?

Hrólfur Þ Hraundal, 30.9.2013 kl. 23:27

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur hefur misskilið hvernig maður hugsar á jákvæðan og hagkvæman hátt út fyrir rammann/boxsið. Þetta mistókst alveg hjá kallinum. Nú er ég hissa á honum Pétri. Þarna bregst honum illilega bogalistin. Verst ef einhverjir aðrir eru sammála honum, eða eiga jafnvel hugmyndina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2013 kl. 01:16

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og athugasemdir

Þröng flokksfoysta Sjálfstæðisflokksins hefur þetta sölumál Landsvirkjunar á heilabúum sínum uppi undir Valhöll. Þetta eru ekki bara oft-á-tíðum öflugir einka-snúningar Péturs.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég gat ekki hugsað mér að kjósa flokkinn, eða að koma nálægt honum með flísatöngum ofan í allt hitt "hvað-er-að-ið"

============================

- Halldór Jónsson: 12.2.2013:

[Þ]ar get ég gjarnan nefnt að margt hjá Framsóknarflokknum get ég sem Sjálfstæðismaður betur fellt mig við en sumt af því sem ég les málefnadrögum á www.xd.is, m.a. mögulega sölu á Landsvirkjun sem er eitur  í mínum beinu[m]

============================

- Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2013 kl. 11:53:

Ertu að segja mér að á stefnuskrá þröngrar flokksforystu Sjálfstæðisflokksins sé að selja Landsvirkjun?

Nú ertu að grínast Halldór? 

Kveðjur

============================

- Halldór Jónsson, 12.2.2013 kl. 15:44:

Gunnar minn, Ágúst frændi og Sigurður vinur: Ég er ekki að grínast. Ég heyrði manninn.

============================  

- Nánar: Halldór Jónsson um Stefnuskrár flokkanna

============================ 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2013 kl. 03:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar Pétur leggur einhverjar barbabrellur ti, þá er eins gott koma sér í skjól. Maðurinn sem feðraði orðtækið fé án hirðis. Guðfaðir undrabarnsins Bjarna Ármanns og grunnhugmyndafræðingur hrunsins þar með.

Það er vænt til farsældar að gera ekki það sem þessi kafbátur leggur til. Hann er stórhættulegur og ætti að færast í bönd.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2013 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband