Leita í fréttum mbl.is

Hver á að verðleggja myntina?

Húsnæðiseigendur búa við markaðsverð á fasteignum þegar þeir kaupa og selja eignir sínar. Á bak við það verð sem myndast, liggur sjálf fasteignin, gæði og ástand hennar ásamt þeim aðstæðum sem ríkja í því hagkerfi sem húsnæðismarkaðurinn er staðsettur í

Stórslys getur hlotist af að grípa inn í verðmyndun á þessum markaði. Hægt er með pólitískum inngripum og lagasetningu að drekkja heilum kynslóðum í enn stórkostlegri vandræðum en þeim sem hagsveiflur og kreppur búa til  

Verslanir búa við markaðsverð þegar þær kaupa inn og selja vörur sínar. Þar ríkja einnig inn- og útgönguaðstæður hvað varðar hið selda og svo þær aðstæður sem verslunin býr við í hagkerfinu  

Hver annar ætti að verðleggja ofangreint en markaðurinn? Ég spyr

Það sama gildir um myntina. Það eina rétta er að láta markaðinn verðleggja myntina okkar

Á bak við íslensku krónuna liggja bæði núverandi aðstæður hagkerfisins og framtíðaraðstæður þess. Og hér með eru talin öll þau mannlegu sem og efnahagslegu auðæfi sem er að finna á myntsvæði krónunnar; sem er 18. stærsta eyja heimsins með 800 þúsund ferkílómetra efnahagslögsögu. Engin smásmíði er það sem mun bera myntina okkar uppi inn í framtíðina. Hún á eftir að verða eftirsóttur alþjóðelgur peningur, gjaldfær og passlega eftirsótt allsstaðar

Við höfum ekkert að óttast nema óttann og leynda pólitíska dagskrá stjórnmálamanna, sem hægt er að flokka sem eins konar samsæri gegn kjósendum (ESB). Samsæri í stjórnmálum er enn verra og glæpsamlegra en samsæri í viðskiptum 

Við ætlum ekki íslensku hagkerfi að búa við sýndarveruleika. Við ætlum að selja og kaupa

Þetta skildi Margaret Thatcher manna best. Eitt hennar fyrsta verk var að frelsa breska pundið undan sósíalisma andskotans og koma því í rétt verð á markaði

Fyrri færsla

Kýpur: þjóð í evrufangelsi evruhafta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Gunnar, þú segir: »Það eina rétta er að láta markaðinn verðleggja myntina okkar

 

Þetta er algjörlega rangt, því að gjaldmiðill smáríkis er ekki vara eins og kartöflur og rófur. Tilgangur með alvöru gjaldmiðli er þrenns konar:

 

  1. Miðlun verðmæta (exchange of value). Efnahagsleg samskipti væru nær útilokuð, ef menn þyrftu að bera verðmæti með sér til að geta notað þau.
  2. Varðveitsla verðmæta (store of value). Ákaflega mikilvægt atriði, að verðmæti gjaldmiðils sé það sama á morgun og það var í gær.
  3. Samanburður verðmæta (comparison of value). Gerir mögulegt að bera saman mismunandi tegundir verðmæta, til dæmis verðmæti eppla og appelsína. Bókhald væri til dæmis ómögulegt án þessa samanburðar-mats á verðmætum.

 

Gjaldmiðill ríkis á að vera ávísun á verðmæti og þessi verðmæti eru gjaldeyrissjóður sá sem útgefandi gjaldmiðilsins heldur í varasjóði sínum. Gjaldmiðill sem ekki heldur verðgildi sínu er fölsuð ávísun!!! Sýndarpeningur eins og Krónan er ekki nothæfur gjaldmiðill, nema sem tæki til að ræna verðmætum af almenningi. Ef menn hafa þann tilgang í huga, er þá ekki sanngjarnt að það sé játað?

 

Gunnar þú segir einnig:

 

»Á bak við íslensku krónuna liggja bæði núverandi aðstæður hagkerfisins og framtíðaraðstæður þess. Og hér með eru talin öll þau mannlegu sem og efnahagslegu auðæfi sem er að finna á myntsvæði krónunnar; sem er 18. stærsta eyja heimsins með 800 þúsund ferkílómetra efnahagslögsögu. Engin smásmíði er það sem mun bera myntina okkar uppi inn í framtíðina. Hún á eftir að verða eftirsóttur alþjóðlegur peningur, gjaldfær og passlega eftirsótt allsstaðar«

 

Ef þetta væri rétt, sem það er ekki, þá má spyrja: Hvar voru þessi gríðarlegu efnahagslegu auðæfi síðustu 100 árin? Íslendska krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart Dönsku krónunni. Þessi ógurlega veiking  samsvarar því, að dönsk króna hafi haldið verðgildi sínu 2.000 sinnum betur en krónan okkar. Þú virðist vera að spá því Gunnar, að eftir 1000 ár verði Íslendskur gjaldmiðill aftur jafn Dönsku Krónunni, en hvaða gagn gerir það?

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 23:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Loftur

Leyfi mér að vitna í Adam Smith sem hló af hugsuninni um að eitthvað annað en landsframleiðslan stæði á bak við myntina.

-------------------------------------- 

The gold and silver money which circulates in any country, and by means of which, the produce of its land and labour is annually circulated and distributed to the proper consumers, is, in the same manner as the ready money of the dealer, all dead stock. It is a very valuable part of the capital of the country, which produces nothing to the country.

The judicious operations of banking, by substituting paper in the room of a great part of this gold and silver, enable the country to convert a great part of this dead stock into active and productive stock; into stock which produces something to the country. The gold and silver money which circulates in any country may very properly be compared to a highway, which, while it circulates and carries to market all the grass and corn of the country, produces itself not a single pile of either.

The judicious operations of banking, by providing, if I may be allowed so violent a metaphor, a sort of waggon-way through the air, enable the country to convert, as it were, a great part of its highways into good pastures, and corn fields, and thereby to increase, very considerably, the annual produce of its land and labour.

--------------------------------------  

Sem sagt: Vegurinn (myntin) er einskis virði nema að það fari um hann verðmæti; landsframleiðslan. Gengið í gegnum "exchange" skapar réttan hraða fyrir verðmætin sem flutt eru á veginum. Og "banking" via "exchange" getur skapað hröðun (velocity).

Mynt er ekki ávísun á verðmæti, Loftur, og hún er ekki geymsla fyrir verðmæti, nema þau sem um veginn eru flutt. Þess vegna er ekki hægt að dæla peningum niður í jörðina til þess að geyma þá þar og í þeim verðmæti. Kostnaðurinn við að grafa þá upp mun breyta genginu á verðlaununum fyrir finnanda.

The entrepreneurial spirit Ameríkana kenndi þeim frá byrjun að láta aldrei gírkassann (möguleikanum á gengisbreytingum) frá sér, því hann gefur hagkerfi borgaranna nýjan séns þegar þess er þörf; nýtt skot í byssuna. Aftur og aftur. Svoleiðis hagkerfi deyja ekki Drottni sínum. Þess vegna er Ameríkönum nok sama þó svo að Bandaríkjadalur hafi fallið 95 prósent í verði síðan honum var bjargað af gullfætinum galna.

Flestum ætti að vera sama um gengið. Það sem mig varðar er hversu lengi ég er að vinna fyrir X í dag miðað við X í gær. Hve lengi er ég að skapa verðmæti sem hægt er að græða á og hversu vel gengur að koma þeim í verð á markaði. Til þess þarf gengið að vera rétt en ekki rangt.

Til dæmis er hægt að nefna það hér, að þó svo að olíuverð sé hátt í dölum og krónum í dag, þá ertu samt fljótari að vinna fyrir einum lítra nú en árið 1984, þegar fatið kostaði ca. 28 dali. Þetta er vegna þess að um veginn fara meiri, fleiri og betri verðmæti og hraðar. 

Ef þetta væri rétt, sem það er ekki, þá má spyrja: Hvar voru þessi gríðarlegu efnahagslegu auðæfi síðustu 100 árin? 

Þetta er góð spurning fyrir okkur Loftur og þetta er líka góð spurning fyrir Norðmenn. Olían var þarna og var búin að vera þarna undir fótum þeirra í þúsundir ára. En hvað gerðist svo Loftur. Hvað gerðist svo? Og sjáðu hér: stórkostlegt afrek - hrein tæknibylting. Unun að horfa á. Við erum ca. 10. stærsta fiskveiðiþjóð verladar - og við þurfum rétt gengi. Rétt gengi og passlegt gengi.

Því skaltu ekki veðja á delluna Bitcoin. Henni hefði Adam Smith sprungið úr hlátri af  

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2013 kl. 03:12

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Kæri Gunnar.

 

Adam Smith var að benda á að gull og silfur væru verðmæti sem óskynsamlegt væri að nota sem peninga, þar sem mikið kostar að afla þessara málma. Skynsamlegra væri að nota pappír eða ódýra málma til að miðla, varðveita og bera saman verðmæti. Af sömu ástæðu mæli ég með myntráði í stað þess að nota erlendan gjaldmiðil til lengdar sem lögeyri, þótt hvort tveggja skapi fastgengi. Adam Smith (1723-1790) er því bandamaður minn í að koma á fastgengi undir stjórn myntráðs.

 

Adam Smith nefnir peninga sem gerðir eru úr góðmálmum  »dead stock« og þar með er hann að taka undir það viðhorf að peningar eigi ekki að vera verðmæti í sjálfu sér, heldur eigi peningar að miðla, varðveita og bera saman verðmæti. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í eftirfarandi tilvitnun úr bók Adams  »An Inquiry into the Nature and Cause of the Wealth of Nations«:

 

»It is not by augmenting the capital of the country, but by rendering a greater part of that capital active and productive than would otherwise be so, that the most judicious operations of banking can increase the industry of the country. That part of his capital which a dealer is obliged to keep by him unemployed and in ready money, for answering occasional demands, is so much »dead stock«, which, so long as it remains in this situation, produces nothing, either to him or to his country.

 

The judicious operations of banking enable him to convert this »dead stock« into active and productive stock; into materials to work upon; into tools to work with; and into provisions and subsistence to work for; into stock which produces something both to himself and to his country.

 

The gold and silver money which circulates in any country, and by means of which, the produce of its land and labour is annually circulated and distributed to the proper consumers, is, in the same manner as the ready money of the dealer, all »dead stock«. It is a very valuable part of the capital of the country, which produces nothing to the country.

 

The judicious operations of banking, by substituting paper in the room of a great part of this gold and silver, enable the country to convert a great part of this »dead stock« into active and productive stock; into stock which produces something to the country.«

 

Þú afneitar því Gunnar, að peningar þjóni þeim tilgangi sem allir aðrir virðurkenna að þeir geri. Þú segir að peningar séu hvorki »ávísun á verðmæti« né »geymsla fyrir verðmæti« sem er raunar einn og sami hluturinn. Því verður ekki mótmælt með neinum rökum, að peningur sem ekki heldur verðmæti sínu –varðveitir ekki verðmæti- er lítils verður. Útgáfa slíks gjaldmiðlis –sýndarpenings- er þjófnaður af verstu tegund.

Góð kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson.

  

Samstaða þjóðar, 14.4.2013 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband