Leita í fréttum mbl.is

DDRÚV: Getið þið ekki komið betur fram við börnin? Ég spyr

Helstu skiptin sem ég sé og heyri frétta- og þáttamenn DDRÚV spyrja viðmælendur sína ágengra, oddhvassra og gagnrýninna spurninga um eitthvað, er þegar starfsmenn DDRÚV eru að yfirheyra saklaus börn. Eins og til dæmis í Landanum í gærkvöldi. Sérstaklega lítil börn. Þá er eins og það sé í lagi að vera ágengur og spyrja þá sem minna mega sín beittra spurninga. Og þetta er ekki einu sinni lygi. Landinn hefur líka kynnt Brussel.

Lítil börn eru of oft eina fólkið sem DDRÚV þorir að hjóla í. Saklausu börn landsins. Þá er af DDRÚV spurt af hverju?, hvers vegna?, trúir þú þessu? - og oftar en ekki af ferlegri heimsku sem krefst gáfulegrar hraðleitar að heimskulegum svörum handa kössum DDRÚV. Þetta eru spurningar hannaðar fyrir stjórnmálamen, en sem DDRÚV þorir ekki að spyrja þá um. Þeim er helst varpað fyrir börnin sem DDRÚV reynir að gera að börnum byltingar sinnar.
 
Aðeins þegar saklaust barn er að ræða við skattalega niðurgreiddar yfirverur DDRÚV, þá er eins og að allt sé leyfilegt hjá þokulúðrasveitum þessarar impótentu stofnunar, sem lifir hátt á því að hafa alla hljóðnema sína stanslaust fasttengda niður í vasa skattgreiðenda; og sem lítið nema áróður fá til baka frá fréttastofufyrirbæri kommabælisins. 

En ef eins og einn eða nokkrir þjóðkjörnir en sviksamir stjórnmálamenn ríkisstjórnarinnar gegn kjósendum Lýðveldisins birtist hins vegar í nálægð við hið hljóðafnumda DDRÚV —til dæmis dulbúinn sem Steingrímur J. Sigfússon eftir kosningar— þá hegða úr og aftanítengdir fréttamenn DDRÚV ríkisins í ríkinu sér eins og sjálft rauða gólfteppið, sem alltaf var aleina jarðsamband hjólbarða Zíls límosínuflota valdaklíku Sovétríkjanna, við móðurjörðina. Allir sjá að síldarbræðsla atkvæða Steingríms J. Sigfússonar hefur ekkert jarðsamband við það umboð sem hann sótti til kjósenda í síðustu kosningum. Sama gildir um flesta aðra þingmenn þess flokks. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, en ekki öfugt. Hann, þessi eini með allar þær tölur réttar, fær bara að svífa um eins og að hann sé sjálft andaglas DDRÚV-ríkisins í ríkinu. Bæði fyrirbærin eru þó stanslaust á fullum launum hjá almenningi í landinu. Endalaust!

Getið þið ekki komið betur fram við börnin? Ég spyr. Eruð þið vesalingar? 
 
Enginn getur orðið góður stjórnandi nema að hafa átt og alið upp eigin börn fyrst. Lélegustu stjórnendur eru oftast þeir sem engin börn eiga. Þeir skilja svo oft minna en ekki neitt um líf fólksins. Þeir eru það sem kallað er "a walking management disaster". Það er þar sem byltingin étur börnin sín.

Mér liggur við að segja; að hafi hér ekkert DDRÚV verið, að þá hefði hér aldrei orðið neitt hrun.

Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband