Leita í fréttum mbl.is

Kaupgreiðendur ríkisstjórnarinnar mættir á Austurvöll

Aflvél íslenska þjóðríkisins er sjávarútvegur og landbúnaður. Með þessu tvennu hefur Ísland verið byggt upp með. Allt annað hvílir á þessum herðum. Og þetta eru um leið björgunarbátar Íslendinga þegar skipbrot hins einhvers annars verður. Það höfum við séð margsinnis.

Það er eins gott að þessi aflvél þjóðríkisins gefi fullt afl og mikið fyrir stóra peninginn sem festur hefur verið í henni. Sé rekin vel og með miklum gróða því annars erum við öll komin föst á klósettið, landhelgin dregin til baka og lögð niður til erlends yfirvalds.

Þetta fattar ríkisstjórn kommúnista og sósalista ekki. Og þó svo að allir útborgunardagar hennar byggi á þessu. Í ríkisstjórninni leika menn sér með eldinn eins og vanvitar sem lifa í furðuheimi.

Ég mæli með því að greiðslukort ríkisstjórnarinnar sé tekið af henni. Hún verðskuldar ekki þann stóra yfirdrátt sem hún sjálf hefur tekið sér. Og enginn borgunarmaður er hún fyrir honum. Ríkisstjórnin er gjaldþrota. Hún hefur lifað um efni fram og nærist einvöðrungu á pólitískri græðgi og hefndarheift.

Fyrri færsla

Evran sem átti að koma í veg fyrir fjármála- og bankakreppur 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband