Leita í fréttum mbl.is

Evran sem átti að koma í veg fyrir fjármála- og bankakreppur

DDR Evrulandið Spánn 6 júní 2012
Það er orðið erfitt að fylgjast með í því sem evran átti að gera fyrir ríki Evrópusambandsins en sem hún gerði ekki. Myntbandalag ESB er —þveröfugt við öll auglýst markmið— beinn skaðvaldur fyrir öll ríki sambandsins og hætta er á að það muni þurrka Evrópu út eins og við þekktum hana. Innan þessarar myntar kemst heimskulegasti seðlabanki plánetunnar upp með verstu sort peningapólitískrar stjórnunar. Aldrei hefur hann gert nokkurn hlut réttan. Enda var það aldrei á dagskrá hans.

Þriggja fasa ERM-grunnur myntbandalagsins (The European Exchange Rate Mechanism) var frá upphafi illilega rotið pólitískt fyrirbæri af allra verstu sort. Frá upphafi ERM sem formlega var stofnað til árið 1979, hefur hinum peningapólitíska raunveruleika verið tjaldað sem járntjaldi yfir meginland Evrópu og Írland. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hámenntaðir hagfræðingar fyrir mikla peninga skuli nokkurn tíma hafa lagt nafn sitt við þetta peningapólitíska þvættisfyrirkomulag hinna fársjúku öxulvelda meginlands ESB.
 
Myntbandalag sjúkrar valdaelítu meginlands Evrópu er á góðri leið með að rústa flestu sem hægt er að rústa. Ekkert gott er í vændum þaðan hinar næstu margar aldir. Og DDR þess verður massíft.
 
"The problem with socialism is that you eventually
run out of other people’s money." 
— Margaret Thatcher
 
Það sama gildir um fullveldisframsal stjórnmálamanna. Það er skiptimynt þeirra til valda innan hinna Nýju Sovétríkja Evrópusambandsins
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband