Leita í fréttum mbl.is

Hvað mun gerast í rústum Evrópusambandsins?

Þetta er stóra spurningin. Evrópusambandið sem átti að vera er hrunið. Eftir stendur beinagrind þess í lausu lofti í tímarúminu og bíður þess að teiknimyndin af því segi zap-gonk-púff ef Þýskaland grípur ekki ranglega á því og afzappi það inn í vítisvél nýrrar v.5.2.1 útópíu meginlandsins. Þetta fyrirbæri í öllum myndum sínum er dæmt og var dæmt frá upphafi. Því miður fyrir borgarana, úr því sem þeir komu frá. En þeir voru ekki með í dæminu.

Vel er hugsanlegt að innan skamms muni lítið annað í heiminum standa gilt eftir á peningagólfi hans nema Bandaríkjadalur og gull. Dalurinn er betri því á honum stendur; á Guð við treystum. Það er það eina sem dugar þegar allt er sviðin jörð. Það er erfitt að burðast um á hælum með málmbyrðar eins og klyfjuð asnína.

Þessi stóri undirliggjandi upptaktur í reglulegt bankaáhlaup sem nú sést víða á evrusvæðinu, lofar hreint ekki góðu og gæti endað í tryllingsdansi. DXY-dollaravísitala heimsins lýgur ekki. Hún æðir upp í takt við óttastigið og flóttann úr bankalegum eignum í ESB. Það brakar í evrugólfinu. Snjóþrúgur ECB-seðlabankastjórnarinnar ná varla lengur yfir daglegar sprungur. Og spartslið er búið.

En hvað mun gerast í rústum Evrópusambandsins? Það er spurningin. To be, or not to be the U.S Dollar, með hinni réttu áletrun, verður þá í hæsta máta athyglisverð spurning, þegar svo margt annað verður bannað.

ESB tifar
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband