Leita í fréttum mbl.is

ESB: Enginn er aðili að neinu; Bankitalia stampino l'euro

Hver er Evrópa. Hver er ESB.
 
=> Ítalía; Við skulum segja við Evrópu að . . 
=> Spánn; Við látum Evrópu skilja að . . 
=> Írland: Evrópa verður að skilja að Írland . . 
=> Frakkland; Evrópa fellur ef evran fellur . . 
=> Þýskaland; Falli evran fellur Evrópa . . 

Hafið þið séð svona félagsskap áður? Hafið þið séð hóp ísjaka sem hafa verið samhæfðir með því að frysta sig saman í einn klump? Nei það hafið þið ekki séð. Þetta gengur ekki þannig fyrir sig. Ísjakar sem hafa verið samhæfðir munu ávalt fylgja hreyfingum sjávar. Símasnúrur, tyggjó, reglu- og klessuverk mun aldrei halda þeim saman. Þeir brotna upp og fljóta. "A free-float" er það eina sem dugar.

Þeir sem vilja búa í heiminum og búa þar vel, verða að skilja að lífinu þar verður aldrei lifað sem samhæfðu. Nema að maður vilji búa inni í jökli. Samhæfing hagkerfa og þjóðríkja mun leiða efnahag þeirra inn í alkul. Samhæfing (e. coordination) er samsæri embættis- og stjórnmálamanna Evrópusambandsins gegn fólkinu. Samkeppni er hins vegar hið rétta. Samkeppni á milli landa. Hún skilar velmegun til borgaranna.

Hver er Evrópa? Hver er ESB? Svarið er; enginn 

Enginn er Evrópa og enginn er ESB þegar það kviknar í klósettinu undir þeim. Þá eru þeir allir ekkert og aldrei á því. Eins og þeir voru frá upphafi í Sovétríkinu. Umboðslaus massi. EU-rope til að hengja sig í. Leiðin til glötunar.
 
Godt begyndt
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meiriháttar góð færsla, þarna er ESB alveg í hnotskurn................

Jóhann Elíasson, 4.6.2012 kl. 07:36

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góðar greinar hjá þér. Það er ekkert vafamál lengur hvar ESB er en hún er einskorðuð við Brussel.

Valdimar Samúelsson, 4.6.2012 kl. 09:20

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.6.2012 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband