Leita í fréttum mbl.is

Vinnukonan í ESB

Dagurinn í dag: Hvað er það versta sem gæti gerst þegar maður er evru-ríki og heitir hvorki Þýskaland né Frakkland. Hvað er það versta sem nú er um að ræða fyrir þessi ríki og hver er áhættan um þessar mundir og framvegis?

Jú, eitt af því versta sem getur gerst er að allt bankakerfi evru-ríkis verði gjaldþrota og loki öllu andlitli sínu á borgarana. Þetta er afar vont, því í ríkinu er engin seðlaprentvél til að prenta neina peninga. En þetta er þó bara það þriðja versta sem getur gerst um þessar mundir. Segjum nú svo að bæði banakerfið og ríkið verði gjaldþrota svo að segja á sama augnablikinu. Lokað bankakerfi í gjaldþrota ríki. Ríkissjóður gjaldþrota og allt bankakerfið gjaldþrota samtímis. Þetta er það næst versta. Hvað gerist þá meðal milljóna manna. Jafnvel meðal tugum milljóna manna. Þá mun það versta gerast. Það versta.
 
It is frightening

 
Svona er áhættan fyrir evruríki innréttuð í dag. Hún er þannig innréttuð að hlutirnir gætu hæglega farið að gerast þar án fyrirvara. Instant, Risk Profile er þar kominn á.

Markaður, sama hverju nafni hann nefnist, virkar því aðilar markaðarins eru ótengdir, aðskildir í rúmi en ekki í tíma. Þessir aðilar markaðarins hugsa í miljónum höfða á hundruðum tungumála á sama tíma. Og þeir eru aldrei sammála um neitt; sem er þeim og okkur gott. En alltaf inn á milli, rennur sú einstaka stund upp að þeir verða allt í einu allir sammála um eitt og hegða sér allir eins á sama augnablikinu. Þjóta allir að neyðarútganginum á sama tíma. Á tungumáli markaðarins er þetta augnablik kallað crash. Það er eins og glas sem dettur í gólfið og brotnar í þúsundir mola á næfurþunnu broti úr sekúndu.

Þá mun Brusselveldið nú taka hressilega við sér og gleypa
 
Krækja
 
Martin Wolf er orðinn hræddur; Why is the eurozone different? Það er ég líka og hef verið svo lengi.

Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Manstu Gunnar fyrir rúmu ári eða tveim, þegar frú Jóhanna var spurð um slæmar blikur á Evrusvæðinu? Hún svaraði ví til að það væri ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur því þarna væri eingöngu um tímabundna örðugleika að ræða.  Notaði svo tækifærið til að saka ESB andstæðinga um hræðsluáróður og glotti við tönn.

Nú er spurning hvað langan tíma hún var að tala um. Kannski var hún að tala á póstmódernískum nótum um einhverja loftkennda afstæðni tímans. Ég ætla þó ekki að ábyrgjast það. 

Nú ætlar hún að kjósa um inngöngu innan árs og hendur standa fram úr ermum því mikið liggur á. Stefán Fúli ætlar að aðstoða við að losa um gjaldeyrishöftin án þess að skipta sér að innanríkismálum í leiðinni. Svo þarf að fá nýjan og hliðhollan forseta, nýja og galopna stjórnarskrá og koma ráðstöfunarrétti auðlinda í hendur Jóku.  Alla erfiðustu kaflana á svo að opna á 4 sinnum styttri tíma en hinn þriðjunginn sem búið er að kíkja á, án þess að við vitum hvað um var samið.

Þetta er allt að gera sig og mín manneskja alltaf jafn vel á nótunum. Ólíkindatólið sem er bæði í sölum Alþingis og ekki á sama tíma. 

Aðrar eins sjónhverfingar hafa ekki sést frá tímum Jesú Krists. Ég bíð bara eftir að hún verði burtnumin svo allt verði fullkomnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 03:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

On second thought..maybe it's all smoke and mirrors.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 03:21

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eftir að hafa verið týndur um tíma rístu nú upp eins og Robert de Nero í Cape Fear og hræðir úr okkur líftóruna.

Eins og það hafi ekki verið nóg að hafa hér Stefán Fúla vomandi yfir sér.

Ragnhildur Kolka, 26.5.2012 kl. 08:35

4 identicon

-það versta sem gæti gerst í evrópu ef evran og esb hrynur er að þessar þjóðir taka upp fyrri siði og verða í stríði við hvor aðra næstu aldirnar...

-í Guðanna bænum ekki gleyma því hvers vegna ESB var sett á lagginar, og hversu friðsamt það hefur verið á milli gömlu stórveldanna í evrópu síðan.

-Ef menn eru opnir og hugsa útfrá sjónarmiðum hins venjulega manns, þá er frjáls og opin samskipti á milli manna það sem sem gefur okkur friðsamlegust samfélögin. -allt tal um að þessi eða hin þjóðin sé vont við "mína þjóð" er eingöngu til þess að ýta undir ófrið og espa mönnum upp á móti hver öðrum.

Runar (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 14:57

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir 

Stofnun Evrópusambandsins hefur aldrei haft neitt með frið að gera. Ekkert með frið eða varðveislu friðar að gera. Ekkert. Aðeins kjánar sem þekkja ekki sögu Evrópu trúa þeim þvættingi.

Sjálf tilvist Evrópusambandsins hefur skapað stórkostlegta hættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu. Stórkostlega hættulegar aðstæður. Þar gengur allt nokkuð samkvæmt áætlun. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2012 kl. 15:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er athylisverð skoðanakönnun frá DDRUV af öllum stöðum.

Rúnar: Viltu ekki leggjast í ferðalag og gera mönnum ljósar þessar "staðreyndir"?  Viltu ekki reyna að koma því í lög í álfunni að allir menn verði opnir fyrir sjónarmiðum hvers annars án þess að vera ósammála og skylda þá til "frjálsra og opinna samskipta"?

Ef menn geta ekki sameinast undir einn fána í nafni friðar, þá verðum við að ná því fram með ofbeldi. Þetta hefur verið reynt áður.  Það er vert að reyna aftur, er það ekki?

Ein folk, ein reich, ein furher!

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband