Leita í fréttum mbl.is

Íslandi þarf ekki að ýta út úr Evrópu

Sitjandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er einstakt dæmi í lýðveldissögu þjóðarinnar. Allar ríkisstjórnir sem setið hafa við þau dýrmætu völd sem forfeður okkar sköffuðu þeim, höfðu það sem sinn metnað og tilgang að varðveita frelsi þjóðarinnar sem vannst með fullveldinu. En bara ekki þessi ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur: Hún vill ýta þjóðinnt út úr húsi sínu. Út úr fullveldinu sem er heimili frelsisins.

Við erum ekki í Evrópu. We are not there. Við erum hér. Og við erum sem betur fer ekki á meginlandi Evrópu. Okkur þarf því ekki að ýta út úr Evrópu. Þegar vöggu lýðræðisins hefur verið ýtt út úr svo kallaðri Evrópu, þá munu skuggamyndirnar af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar ekki falla vel á neina veggi nema meginlands Evrópu.

Þökk sé þeim byggðu húsið okkar og sem þrýstu landhelgi Íslands út. En ekki inn. Hafið er sverð og skjöldur heimils okkar. Það er stórt og voldugt.

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þökk sé Guði fyrir að þú ert til og endur ræsir þessu sem við gleymum og það er sannleikurinn um öll litlu fyrirtækin sem hala þessu þjóðfélagi gangandi,EKKI stóriðjan. Þar að auki getum við alveg farið að smíða sjálfir heivinnuvérar, traktora,hrífur,skrifborð, sjónvörp,skip og báta,reiðhjól,hlandkoppa,vasapela,brjóstahaldara og nærbuxur. Semsagt allt sem við þurfum daglega.

Eyjólfur Jónsson, 11.5.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Eyjólfur

Sjávarútvegur Íslands hefur byggt upp Ísland. Hann hefur skaffað landinu þær útflutningstekjur sem notaðar hafa verið til að byggja upp restina af íslenska hagkerfinu með. Landbúnður fellur einnig í þennan sama bát. Hann gerir okkur kleift að borða, starfa, lifa og kemur í veg fyrir að gjaldeyristekjum sjávarútvegsins sé eytt í að flytja inn mat handa þér og mér.

Öll litlu fyrirtækin okkar hafa orðið til í skjóli og í gróðurmold sjávarútvegsins. Fluvélar og samgöngutæki eru keypt inn til landsins fyrir útflutningstekjur sjávarútvegsins og virkjanir okkar byggðar með þeim. Og græjur heilbrigðiskerfisins fluttar inn fyrir þessar tekjur. Læknar menntaðir erlendis og svo framvegis. 

Sjávarútvegur og landbúnaður hafa gert Íslendignum kleift að byggja upp margslungið hagkerfi. Þetta tvennt er efnahagslegur tilverugrundvöllur þjóðarinnar. Ofan á þessu tvennu hvílir allt annað. Náttúran gaf okkur þessa gjöf.

Og öll þjóðin þarf ekki lengur að vinna í þessum gullnámum. Við höfum hátæknivætt þær þannig að svo margir Íslendingar geta starfað við eitthvað annað en að grafa þetta góða gull upp úr fullveldi okkar.

It just plain works!

Gunnar Rögnvaldsson, 11.5.2012 kl. 16:41

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Eyjólfur það er full átæða til að þakka Gunnari, og mættu margir taka þig til fyrirmyndar að þessu leyti og ég þar með.

Hafðu og mína síðbúnu þökk Gunnar, fyrir tæpri tungu laust og að jafnaði skírt mál.

 Málefni sem eingin Íslenskur pólitíkus nennir að skoða hvað þá tala um.

 Jóhanna talar bara um það sem má verða að gagni fyrir Evrópusambandið og hefur hún mjög trausta skástífu í því máli, Steingrím nokkurn hin fláráða, snjallasta atkvæða þjóf í Íslenskri sögu.   

Steingrímur þessi segir allt það sem  flokksmenn hans vilja heyra en gerir svo annað.  Flokksmenn hans verða súrir en aldrei lengi, því að Steingrímur hefur öðlast mátt múhameðs.

Formaður Framsóknarflokksins segir oft margt ágætt og það væri alveg hægt að taka mark á honum , en hann er með nokkrar af beljum Jóhönnu í fjósi sínu og því mjólka þær ekki.

Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, þar um borð eru of margar samfylkingabeljur  og smalinn er gallinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.5.2012 kl. 18:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst ég stundum vera að lesa opinberunnarbókina þegar Gunnar stingur niður penna. Þá á ég við stílinn. Allavega eitthvað á milli þeirrar bókar og Heljarslóðarorrustu Gröndals.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2012 kl. 19:26

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir góðar kveðjur og innlitið. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 12.5.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband