Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaflokkar þurfa að eiga meira en góð stýrikerfi - og engin símafélög

Sjálfsagt hafa sumir — með öðru eyranu — veitt því eftirtekt að í kvöld kom þrítugasta og annað uppgjör Apple í röð þar sem markaðurinn (fjármála) hafði að miklu leyti rangt fyrir sér, gleymdi sér í þoku smáatriða, en sást yfir grundvallaratriðin. Markaðurin mun lenda smá stund, smjatta á staðreyndum, en síðan vefja sig á ný inn í þokuslör spunans. Að hafa á röngu að standa í þrjátíu og tveimur kosningum í röð verður að teljast visst afreksverk.

Þannig stjórnmálaflokka þekkjum við flest. En hvað er þá að hjá sumum þeirra? ef svo mætti að orði komast.

Spain is having a terrible economic situation - it's an unusual case

Á fertugustu og þriðju mínútu símaráðstefnunnar sagði Tim Cook þetta: "Spánn er í hræðilegu efnahagslegu ástandi." Greinandi Barclays spurði greiningarlega spurninga sinna í símann alla leið frá Grillstöðum á fjöllum. Skyldi greinandinn vita að Spánn er í evrum í ESB og að 50,5 prósent ungs fólks gengur þar um atvinnulaust? Athugasemdir Tims Cook um þann áttavita sem símafélög verða að stýra rekstri sínum eftir, komu mér ekki á óvart. Vel að merkja; þetta eru símafélögin sem einu sinni ætluðu að stýra innihaldi og framboði á netinu í stað þess að einbeita sér að frumhlutverki sínu; að afhenda innviði. Ætluðu að stjórna því hvað færi og færi ekki í gegnum tæki þeirra. Þau þurfa að fara að passa sig.

Það er ekki nóg að eiga gott stýrikerfi. Maður þarf einnig líkamlega að eiga þann stökkpall sem maður stendur á og tekur stökkið frá.

Hver er stökkpallur þinn? Og hefur þú, flokkur, verið honum trúfastur. Alltaf.

Fyrri færsla

Seðlabanki Vestfjarða yfirgefur krónuna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband