Leita í fréttum mbl.is

Dómskerfið misnotað í pólitíksum tilgangi - aðfarastjórnin

Málið gegn Geir Haarde snérist ekki um neitt annað en pólitískar ofsóknir og hefndarför vinstri manna, sem svo lengi höfðu þurft að lifa undir skuggafalli eigin Sovétríkja ofan á þá seka sjálfa.
 
Þjóðin vildi ekki kjósa þetta fólk svo langa lengi vegna einmitt brenglaðrar dómgreindar stærsta hluta þessa vinstri vængs; bæði í lýðræðislegum, pólitískum, mannlegum og stjórnarfarslegum skilningi. Fyrstu póltísku réttarhöldin eftir fall Sovétríkjanna fylgdu því strax með þessu fólki inn á eldhúsborð þjóðarinnar, eldingar fast í kjölfar kosningar þess.

Sovétskuggamenn á vinstri vængnum voru orðnir leiðir á því að vera sífellt hafnað. Nú býðst þjóðinni brátt tækifæri á ný til að hafna þessum skuggasveinum gamallra sem nýrra Sovétríkja Evrópu. Alþingiskosningar verða bráðum. Út með ESB og skuggamenn þess. Þetta er einungis hægt svo lengi sem við stöndum fullvalda frjáls fyrir utan hin nýju sovétríki ESB
 
Það var mjög merkilegt að horfa á hið pólitíska svarthols-kastljós DDRíkisútvarpsins leggja að jöfnu vinnubrögð í fordæmalausum aðdragana alþjóðlegs fárviðris á fjármálamörkuðum og hins vegar skipulagðra vinnubragaða sitjandi stjórnvalda við aðförina gegn pólitískum andstæðingi sínum, með allt báknið reitt honum til höggs. Afar ógeðfellt.
  1. Aðförin að Seðlabankanum sem æðstu stofnun peningamála
  2. Aðförin að lýðræðinu með kosningasvikum Vinstri grænna
  3. Aðföin að lýðræðinu í framkvæmd með svikaumsókn í ESB 
  4. Aðförin að Geir Haarde
  5. Aðförin að Hæstarétti
  6. Aðförin að stjórnarskránni
  7. Aðförin að þjóðinni í tvígang í Icesave
  8. Aðförin að sjávarútvegi
  9. Aðförin að fullveldi og sjálfstæði íslenka lýðveldisins

Þessi ríkisstjórn heitir hér með aðfarastjórnin
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband